Fótbolti

„Datt aldrei í hug að Arnar yrði lé­legri en Arnar“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Nafnarnir eiga það sameiginlegt að vera óhræddir við að prófa nýja hluti. 
Nafnarnir eiga það sameiginlegt að vera óhræddir við að prófa nýja hluti. 

Íslendingar tjáðu sig tæpitungulaust um tapið slæma gegn Kósovó á Twitter, sem gengur nú undir nafninu X. Almennt mátti greina ansi mikla óánægju, þá sérstaklega í garð landsliðsþjálfarans sem lagði leikinn upp á áhugaverðan hátt.

Byrjunarliðið var kynnt klukkutíma fyrir leik og vakti ekki góð viðbrögð. Arnar Gunnlaugsson gerði sex breytingar og var með tvo miðjumenn í varnarlínunni.

Ef færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðuna. 

Leikurinn fór samt vel af stað fyrir Ísland og Orri Steinn skoraði eftir aðeins eina mínútu.

Áður en fyrri hálfleik lauk var Ísland hins vegar lent undir og spilamennska liðsins hreif landann lítið.

Meira að segja menn í fjórða flokki og þeir sem fylgjast frekar með bardaga- en boltaíþróttum tóku eftir því hvað íslenska liðið var illa skipulagt.

Fámenni í miðvarðarstöðunni vakti athygli.

Ísland neyddist til að gera eina breytingu í fyrri hálfleik og gerði síðan tvær til viðbótar í hlénu, en ekki breytinguna sem Höfðinginn kallaði eftir.

Um þúsund Íslendingar horfðu upp á ósköpin, flestir í eldri kantinum.

Í seinni hálfleik var ekki boðið upp á mikið betri spilamennsku en í þeim fyrri.

Aron Einar Gunnarsson kom inn á seinni hálfleik og spilaði rúmar tuttugu mínútur áður en hann fékk að líta rautt spjald.

Framherjinn Vedat Muriqi fullkomnaði svo þrennu sína og gjörsigraði Ísland.

Einhverjir komu þjálfaranum þó til varnar.

Séffinn beið spenntur eftir að heyra hvað Kári Árnason hafði að segja eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×