Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. mars 2025 21:01 Halldór Þorgeirsson, formaður Lofstlagsráðs, segir missi af Carbfix-verkefninu og að finna þurfi því nýjan stað. vísir/rax Formaður Lofstlagsráðs segir liggja mikið á að finna Carbfix - verkefni Coda Terminal - nýjan stað eftir að hætt var við það vegna mótmæla íbúa í Hafnarfirði. Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn verkefninu. Carbfix tilkynnti á föstudaginn að fyrirtækið væri hætt við áform sín um kolefnisförgunarstöðin Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Verkefnið hafði mætt töluverðri andstöðu hjá hluta bæjarbúa sem höfðu lýst áhyggjum vegna nálægð niðurdælingarborholna við íbúðabyggð. Meðlimir hópsins sem mótmæltu áformunum hafa lýst yfir létti. Erfitt að halda utan um umræðuna Halldór Þorgeirsson, formaður Lofstlagsráðs, segir missi af verkefninu. Álit skipulagsstofnunar hafi verið tiltölulega jákvætt þó að það hafi sett verkefninu ákveðin skilyrði. „Það eru ákveðin vonbrigði að það skuli hafa komið að því, þetta er náttúrulega ákvörðun þeirra sem búa þarna. Það er mjög mikilvægt hins vegar að þessi mikilvæga tækni nái framgangi. Það er mjög mikil þörf fyrir þessa leið. Það er alveg ljóst að það þarf að fjarlægja koltvíoxíð úr andrúmsloftinu og koma því varanlega fyrir.“ Mikilvægt sé að verkefninu verði fundinn nýr staðir og að ekki verði mikil töf á því. Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir að stoppa verkefni þó að eðlilegt sé að spurningar vakni hjá íbúum. „Það er alltaf mjög erfitt að halda utan um svona umræðu og hún kemur á erfiðum tíma. Í kjölfar jarðhræringa og eldgosa þarna á svæðinu. Það er eðlilegt að það vakni spurningar. Þannig ég vil ekki dæma það endilega.“ Bakslag í loftslagsmálum Áhyggjur varðandi að mögulega mengun starfseminnar eigi ekki við rök að styðjast. Finna þurfa leiðir til að geta beitt tækninni með sátt íbúa. „Það væri ekki verið að flytja inn mengun. Þetta er náttúrulegt efni sem að er í hringrás en við þurfum að koma því úr þessari hringrás til þess að það hafi ekki neikvæð áhrif á loftslag. Ég held að aðal lærdómurinn sé sá að tengja íbúa inn í þetta fyrr. Leggja meiri kraft í að upplýsa íbúa og gefa þeim tækifæri til að fá svör við spurningum sem þau eiga alveg fullan rétt á að spyrja.“ Finnst þér eins og það hafi orðið bakslag í loftslagsmálum? „Já og það er ekkert hægt að neita því og önnur mál hafa komist í forgrunn. Á sama tíma eru hætturnar að aukast og við erum líka að missa tækifæri á að gera þær breytingar á hagkvæman hátt sem þarf að gera. Kostnaðurinn eykst bara með töfum. Það er feykilega mikilvægt að við náum aftur athyglinni á þetta.“ Loftslagsmál Coda Terminal Hafnarfjörður Umhverfismál Tengdar fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Carbfix tilkynnti á föstudaginn að fyrirtækið væri hætt við áform sín um kolefnisförgunarstöðin Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Verkefnið hafði mætt töluverðri andstöðu hjá hluta bæjarbúa sem höfðu lýst áhyggjum vegna nálægð niðurdælingarborholna við íbúðabyggð. Meðlimir hópsins sem mótmæltu áformunum hafa lýst yfir létti. Erfitt að halda utan um umræðuna Halldór Þorgeirsson, formaður Lofstlagsráðs, segir missi af verkefninu. Álit skipulagsstofnunar hafi verið tiltölulega jákvætt þó að það hafi sett verkefninu ákveðin skilyrði. „Það eru ákveðin vonbrigði að það skuli hafa komið að því, þetta er náttúrulega ákvörðun þeirra sem búa þarna. Það er mjög mikilvægt hins vegar að þessi mikilvæga tækni nái framgangi. Það er mjög mikil þörf fyrir þessa leið. Það er alveg ljóst að það þarf að fjarlægja koltvíoxíð úr andrúmsloftinu og koma því varanlega fyrir.“ Mikilvægt sé að verkefninu verði fundinn nýr staðir og að ekki verði mikil töf á því. Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir að stoppa verkefni þó að eðlilegt sé að spurningar vakni hjá íbúum. „Það er alltaf mjög erfitt að halda utan um svona umræðu og hún kemur á erfiðum tíma. Í kjölfar jarðhræringa og eldgosa þarna á svæðinu. Það er eðlilegt að það vakni spurningar. Þannig ég vil ekki dæma það endilega.“ Bakslag í loftslagsmálum Áhyggjur varðandi að mögulega mengun starfseminnar eigi ekki við rök að styðjast. Finna þurfa leiðir til að geta beitt tækninni með sátt íbúa. „Það væri ekki verið að flytja inn mengun. Þetta er náttúrulegt efni sem að er í hringrás en við þurfum að koma því úr þessari hringrás til þess að það hafi ekki neikvæð áhrif á loftslag. Ég held að aðal lærdómurinn sé sá að tengja íbúa inn í þetta fyrr. Leggja meiri kraft í að upplýsa íbúa og gefa þeim tækifæri til að fá svör við spurningum sem þau eiga alveg fullan rétt á að spyrja.“ Finnst þér eins og það hafi orðið bakslag í loftslagsmálum? „Já og það er ekkert hægt að neita því og önnur mál hafa komist í forgrunn. Á sama tíma eru hætturnar að aukast og við erum líka að missa tækifæri á að gera þær breytingar á hagkvæman hátt sem þarf að gera. Kostnaðurinn eykst bara með töfum. Það er feykilega mikilvægt að við náum aftur athyglinni á þetta.“
Loftslagsmál Coda Terminal Hafnarfjörður Umhverfismál Tengdar fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26