„Verður að vera þolinmæði og verður að vera bjartsýni“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. mars 2025 19:47 Orri Steinn Óskarsson fagnar marki sínu í kvöld. EPA-EFE/Marcial Guillen Orri Steinn Óskarsson skoraði eina mark íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er liðið mátti þola 1-3 tap gegn Kósovó í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Orri kom íslenska liðinu yfir strax á 2. mínútu leiksins, en eftir það áttu íslensku strákarnir í miklu basli og þurft að lokum að sætta sig við 1-3 tap. Kósovó vann því einvígið samanlagt 5-2 og Ísland er fallið niður í C-deild Þjóðadeildarinnar. „Við byrjum vel og auðvitað er svekkjandi að missa taktinn niður. Baráttan var ekki til staðar og við vorum ekki að vinna 50/50 boltana. Sérstaklega ekki í fyrri hálfleik,“ sagði Orri í leikslok. „Síðan lendum við auðvitað bara í erfiðri stöðu þegar við missum mann af velli, en það er auðvitað bara partur af leiknum. Við þurftum að díla við það og gerðum það mjög vel. En bara mjög svekkjandi.“ Hann gat þó ekki sagt til um það hvers vegna íslenska liðið virtist trekk í trekk lenda undir í baráttunni gegn Kósovó. „Það er auðvitað bara erfitt að segja. Sem leikmanni inni á vellinum leið manni bara eins og hitt liðið fengi smá kraft við það að spila vel og komast á okkar vallarhelming. Það dró smá orkuna úr okkur, en þeir spiluðu bara mjög vel í dag og voru betri en við. Við hefðum klárlega átt að gera betur.“ Klippa: Svekktur fyrirliði Þrátt fyrir að leikur kvöldsins hafi tæknilega séð verið heimaleikur Íslands fór hann alls ekki fram á Íslandi. Leikið var í Murcia á Spáni, en þó var nóg af Íslendingum í stúkunni til að styðja við bakið á strákunum. „Það er auðvitað bara geggjað að sjá alla og það gaf manni bros á vör í upphitun. Gaman að heyra lagið og finna fyrir stuðningi þegar við getum ekki verið á heimavelli. Það gefur okkur mikið og bætir ofan á svekkelsið að hafa ekki náð að vinna.“ Íslenska liðið hefur nú tapað fyrstu tveimur leikjunum sínum undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, en Orri ætlar sér þó frekar að horfa fram á veginn. „Það er mikilvægt að við horfum fram á við og séum ekki að dvelja á þessu of lengi. Þetta má ekki vera of neikvætt. Það verður að vera þolinmæði og það verður að vera bjartsýni því við erum með ungt lið og nýjan þjálfara. Efnilegan þjálfara og efnilegt lið og það eru svo margir möguleikar í þessu liði og í þessum þjálfara. Við verðum öll að vera á bakvið okkur. Sérstaklega núna þegar við eigum tvo æfingaleiki. Mikilvægri æfingaleikir sem við ætlum að nota og svo er það bara undankeppni HM. Þá ætlum við svo sannarlega að vera „on-it“ og það er skylda að vera „on-it“. Okkur hlakkar til að bæta okkur sem lið og vera klárir í undankeppni HM,“ sagði Orri að lokum. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira
Orri kom íslenska liðinu yfir strax á 2. mínútu leiksins, en eftir það áttu íslensku strákarnir í miklu basli og þurft að lokum að sætta sig við 1-3 tap. Kósovó vann því einvígið samanlagt 5-2 og Ísland er fallið niður í C-deild Þjóðadeildarinnar. „Við byrjum vel og auðvitað er svekkjandi að missa taktinn niður. Baráttan var ekki til staðar og við vorum ekki að vinna 50/50 boltana. Sérstaklega ekki í fyrri hálfleik,“ sagði Orri í leikslok. „Síðan lendum við auðvitað bara í erfiðri stöðu þegar við missum mann af velli, en það er auðvitað bara partur af leiknum. Við þurftum að díla við það og gerðum það mjög vel. En bara mjög svekkjandi.“ Hann gat þó ekki sagt til um það hvers vegna íslenska liðið virtist trekk í trekk lenda undir í baráttunni gegn Kósovó. „Það er auðvitað bara erfitt að segja. Sem leikmanni inni á vellinum leið manni bara eins og hitt liðið fengi smá kraft við það að spila vel og komast á okkar vallarhelming. Það dró smá orkuna úr okkur, en þeir spiluðu bara mjög vel í dag og voru betri en við. Við hefðum klárlega átt að gera betur.“ Klippa: Svekktur fyrirliði Þrátt fyrir að leikur kvöldsins hafi tæknilega séð verið heimaleikur Íslands fór hann alls ekki fram á Íslandi. Leikið var í Murcia á Spáni, en þó var nóg af Íslendingum í stúkunni til að styðja við bakið á strákunum. „Það er auðvitað bara geggjað að sjá alla og það gaf manni bros á vör í upphitun. Gaman að heyra lagið og finna fyrir stuðningi þegar við getum ekki verið á heimavelli. Það gefur okkur mikið og bætir ofan á svekkelsið að hafa ekki náð að vinna.“ Íslenska liðið hefur nú tapað fyrstu tveimur leikjunum sínum undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, en Orri ætlar sér þó frekar að horfa fram á veginn. „Það er mikilvægt að við horfum fram á við og séum ekki að dvelja á þessu of lengi. Þetta má ekki vera of neikvætt. Það verður að vera þolinmæði og það verður að vera bjartsýni því við erum með ungt lið og nýjan þjálfara. Efnilegan þjálfara og efnilegt lið og það eru svo margir möguleikar í þessu liði og í þessum þjálfara. Við verðum öll að vera á bakvið okkur. Sérstaklega núna þegar við eigum tvo æfingaleiki. Mikilvægri æfingaleikir sem við ætlum að nota og svo er það bara undankeppni HM. Þá ætlum við svo sannarlega að vera „on-it“ og það er skylda að vera „on-it“. Okkur hlakkar til að bæta okkur sem lið og vera klárir í undankeppni HM,“ sagði Orri að lokum.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira