Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson skrifar 23. mars 2025 22:02 Galli er á einni af hverjum þrettán nýbyggingum á Íslandi samkvæmt rannsókn sem gerð var á umfangi byggingargalla á árunum 1998 til 2012. Kom í ljós að tilkynnt hafði verið um tjón sem byggingarstjóri eða löggiltur hönnuður bar ábyrgð í tæpum 8% tilvika. Þá eru ótalin öll þau tilvik þar sem galli var ekki tilkynntur, m.a. vegna vanþekkingar kaupanda eða gallinn uppgötvast löngu síðar. Í nýlegri lúxusíbúð, sem kynnt var sem hágæða nýbygging, kom í ljós að brunaöryggi var ábótavant, brunahólfun ekki rétt unnin, halli á gólfum ekki réttur, frágangur á parketi og listum ábótavant og málningarvinna ekki í samræmi við almennar kröfur. Myndir þú kaupa lúxusíbúð sem auglýst væri með eftirtöldum göllum? Nei væntanlega ekki, það myndi ég ekki heldur gera. Tilgangur minn er ekki hræða lesendur heldur að upplýsa fólk um að í nýjum eignum jafnt og þeim eldri geta leynst gallar. Að sjálfsögðu hef ég hagsmuni af því að fleiri óski eftir ástandsskoðun en það hafa kaupendur líka. Það er alls ekki svo að frágangur nýbygginga sé allur slæmur og verktakar almennt fúskarar, síður en svo, en þegar galli er til staðar er betra að leiða hann í ljós strax. Seljandi fasteignar hefur hagsmuni af því að geta bætt úr gallanum strax og kaupandi spara sér miklar fjárhæðir í mögulegum lögfræðikostnaði, viðgerðum og tíma sem fer í leiðinlegt og oftar en ekki erfitt mál. Fasteign er hjá flestum dýrasta fjárfesting okkar á lífsleiðinni. Þess vegna er nauðsynlegt að vanda valið og vinna sína heimavinnu vel. Kostnaðurinn af úttekt er alltaf minni en kostnaður af deilumáli sem síðar getur komið upp eða á galla sem almennum leikmanni er leyndur en blasir við reyndum úttektaraðila. Því er mikilvægt að ástandsskoðun sé hluti af öllum fasteignaviðskiptum, ekki aðeins þegar um eldri eignir er að ræða. Hvað ættu kaupendur að gera? Til að forðast dýrkeypt mistök ættu kaupendur að: Krefjast ástandsskoðunar fyrir kaup – Gera tilboð með fyrirvara um ástandsskoðun. Athuga rakavandamál og loftræstingu – Mygla er dýr og erfið í úrbótum. Hafa fagaðila viðstaddan við afhendingu eignarinnar – Myndir og skjalfesting eru lykilatriði. Leita strax til byggingaraðila ef gallar finnast eftir kaupin. Hafa samband við lögfræðing ef byggingaraðili bregst ekki við eða gallar eru umfangsmeiri en í fyrstu var talið. Höfundur er byggingafræðingur, byggingarstjóri, húsasmíðameistari og eigandi A Fagmenn ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Galli er á einni af hverjum þrettán nýbyggingum á Íslandi samkvæmt rannsókn sem gerð var á umfangi byggingargalla á árunum 1998 til 2012. Kom í ljós að tilkynnt hafði verið um tjón sem byggingarstjóri eða löggiltur hönnuður bar ábyrgð í tæpum 8% tilvika. Þá eru ótalin öll þau tilvik þar sem galli var ekki tilkynntur, m.a. vegna vanþekkingar kaupanda eða gallinn uppgötvast löngu síðar. Í nýlegri lúxusíbúð, sem kynnt var sem hágæða nýbygging, kom í ljós að brunaöryggi var ábótavant, brunahólfun ekki rétt unnin, halli á gólfum ekki réttur, frágangur á parketi og listum ábótavant og málningarvinna ekki í samræmi við almennar kröfur. Myndir þú kaupa lúxusíbúð sem auglýst væri með eftirtöldum göllum? Nei væntanlega ekki, það myndi ég ekki heldur gera. Tilgangur minn er ekki hræða lesendur heldur að upplýsa fólk um að í nýjum eignum jafnt og þeim eldri geta leynst gallar. Að sjálfsögðu hef ég hagsmuni af því að fleiri óski eftir ástandsskoðun en það hafa kaupendur líka. Það er alls ekki svo að frágangur nýbygginga sé allur slæmur og verktakar almennt fúskarar, síður en svo, en þegar galli er til staðar er betra að leiða hann í ljós strax. Seljandi fasteignar hefur hagsmuni af því að geta bætt úr gallanum strax og kaupandi spara sér miklar fjárhæðir í mögulegum lögfræðikostnaði, viðgerðum og tíma sem fer í leiðinlegt og oftar en ekki erfitt mál. Fasteign er hjá flestum dýrasta fjárfesting okkar á lífsleiðinni. Þess vegna er nauðsynlegt að vanda valið og vinna sína heimavinnu vel. Kostnaðurinn af úttekt er alltaf minni en kostnaður af deilumáli sem síðar getur komið upp eða á galla sem almennum leikmanni er leyndur en blasir við reyndum úttektaraðila. Því er mikilvægt að ástandsskoðun sé hluti af öllum fasteignaviðskiptum, ekki aðeins þegar um eldri eignir er að ræða. Hvað ættu kaupendur að gera? Til að forðast dýrkeypt mistök ættu kaupendur að: Krefjast ástandsskoðunar fyrir kaup – Gera tilboð með fyrirvara um ástandsskoðun. Athuga rakavandamál og loftræstingu – Mygla er dýr og erfið í úrbótum. Hafa fagaðila viðstaddan við afhendingu eignarinnar – Myndir og skjalfesting eru lykilatriði. Leita strax til byggingaraðila ef gallar finnast eftir kaupin. Hafa samband við lögfræðing ef byggingaraðili bregst ekki við eða gallar eru umfangsmeiri en í fyrstu var talið. Höfundur er byggingafræðingur, byggingarstjóri, húsasmíðameistari og eigandi A Fagmenn ehf.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun