Einsleit Edda Jódís Skúladóttir skrifar 23. mars 2025 22:30 Þann 8. október síðastliðinn hélt ég ræðu á Alþingi undir liðnum störf þingsins og fjallaði ég þar um myndina Ljósvíkingar. Í ræðu minni segi ég meðal annars „Íslensk kvikmyndagerð er á heimsmælikvarða. Hún skilar fjölda starfa, styrkir íslenska tungu og lyftir okkar samfélagi og menningu“ Myndin Ljósvíkingar hefur hlotið mikla og verðskuldaða athygli langt út fyrir landsteinana en í myndinni er fjallað um tvo málaflokka sem standa hjarta mínu nær en það eru verndun hins íslenska bátaarfs og málefni hinsegin fólks. Ég er svo sannarlega ekki ein um að hafa verið ánægð með myndina því hún hlaut gríðarlega góðar viðtökur í kvikmyndahúsum og í janúar var myndin sýnd á Palm Springs International Film Festival í Bandaríkjunum og hlaut þar standandi lófaklapp. Myndin er tilnefnd til fjölda Edduverðlauna. Alls eru tilnefningarnar níu talsins og eru þær meðal annars sem kvikmynd ársins, handrit ársins, leikari ársins í aðalhlutverki, leikkona ársins í auka hlutverki og leikstjóri ársins. Allt sjálfsagt verðskuldað. En það slær mig að sjá Örnu Magneu Danks ekki tilnefnda sem leikkonu ársins og verð að spyrja mig hverju það sætir. Arna Magnea Danks á stórleik í myndinni og hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína. Eftir að myndin var sýnd í Barndaríkjunum var henni meðal annars líkt við leikkonuna Karla Sofía Gascón sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Emilia Pérex. En hvað veldur því að mynd, sem að mínu mati hefði aldrei náð sama flugi án aðal leikonunnar, sé tilnefnd til flestra verðlauna á Eddunni utan tilnefningar fyrir leikkonu ársins í aðal hlutverki? Arna Magnea sótti ekki Palm Springs hátíðina að þeirri einföldu ástæðu að íslenskt trans fólk treystir sér ekki til Bandaríkjanna eins og staðan er þar Vestan hafs. Aðför að réttindum trans fólks er bæði hörð og hættuleg þar vestra og dæmi eru um það að trans fólk sé hreinlega komið á flótta frá Bandaríkjunum vegna ógna Trumpstjórnarinnar í þeirra garð. Það var ánægjulegt að heyra utnaríkisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, segja frá því á dögunum að Utanríkisráðuneytið undirbúi ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk. Það er raunverulega orðið hættulegt fyrir ákveðna hópa að ferðast á Vesturlölndum! Ísland er í fremst í röð þegar kemur að réttindum hinsegin fólks en orðræðan, bakslagið, þöggunin og glerþökin færast nær og eru byrjuð að hafa áhrif hér á litla Íslandi. Það að fyrsta opinberlega trans leikkonan sem hefur með stórleik sínum rutt brautina og er fyrirmynd fyrir ungt hinsegin listafólk sé ekki tilnefnd til Eddunnar er mér óskiljanlegt. Ég veit að það eru aldrei öll tilnefnd. Ég veit að oftast eru skiptar skoðanir um verðlaun og tilnefningar. En listin er okkar sterkasta tjáningarform í heimi sem stendur á tímamótum þegar kemur að mannréttindum. Í flestu er pólitík, við nýtum þau tækifæri sem við höfum til þess að standa með mannréttindum og koma okkar viðhorfum á framfæri. Arna Magnea Danks hefði að mínu mati verið vel að Edduverðlaunum komin en þær sem eru tilnefndar eru það líka. Málið snýst því fyrst og fremst um þá ótrúlegu niðurstöðu þeirra sem því ráða að Arna Magnea sé ekki tilnefndi til verðlauna fyrir frammistöðu sem sem hefur brotið blað í íslenskri kvikmyndasögu. Ég hef staðið með íslenskri kvikmyndagerð árum saman, hvort heldur sem aðstandandi og vinkona kvikmyndagerðarfólks og sem neytand íslenskra kvikmynda. En ekki síst nýtti ég rödd mína á meðan ég sat á þingi og barðist fyrir fjármögnun og viðurkenningu íslenskrar kvikmyndagerðar alls staðar þar sem ég hafði tækifæri til. Ég vona að íslensk kvikmyndagerð standi með mannréttindum og noti sín tækifæri til þess að efla, styðja og auðga fjölbreytta flóru. Ekki síst kvenna, hinsegin fólks og allra þeirra annara sem ekki njóta fyllstu forréttinda í íslensku samfélagi. Einhæft samfélag skapar einhæfa list, einhæf list skapar einhæft samfélag. Höfundur er fyrrverandi þingkona og áhugamanneskja um íslenska kvikmyndagerð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Edduverðlaunin Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni trans fólks Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Þann 8. október síðastliðinn hélt ég ræðu á Alþingi undir liðnum störf þingsins og fjallaði ég þar um myndina Ljósvíkingar. Í ræðu minni segi ég meðal annars „Íslensk kvikmyndagerð er á heimsmælikvarða. Hún skilar fjölda starfa, styrkir íslenska tungu og lyftir okkar samfélagi og menningu“ Myndin Ljósvíkingar hefur hlotið mikla og verðskuldaða athygli langt út fyrir landsteinana en í myndinni er fjallað um tvo málaflokka sem standa hjarta mínu nær en það eru verndun hins íslenska bátaarfs og málefni hinsegin fólks. Ég er svo sannarlega ekki ein um að hafa verið ánægð með myndina því hún hlaut gríðarlega góðar viðtökur í kvikmyndahúsum og í janúar var myndin sýnd á Palm Springs International Film Festival í Bandaríkjunum og hlaut þar standandi lófaklapp. Myndin er tilnefnd til fjölda Edduverðlauna. Alls eru tilnefningarnar níu talsins og eru þær meðal annars sem kvikmynd ársins, handrit ársins, leikari ársins í aðalhlutverki, leikkona ársins í auka hlutverki og leikstjóri ársins. Allt sjálfsagt verðskuldað. En það slær mig að sjá Örnu Magneu Danks ekki tilnefnda sem leikkonu ársins og verð að spyrja mig hverju það sætir. Arna Magnea Danks á stórleik í myndinni og hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína. Eftir að myndin var sýnd í Barndaríkjunum var henni meðal annars líkt við leikkonuna Karla Sofía Gascón sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Emilia Pérex. En hvað veldur því að mynd, sem að mínu mati hefði aldrei náð sama flugi án aðal leikonunnar, sé tilnefnd til flestra verðlauna á Eddunni utan tilnefningar fyrir leikkonu ársins í aðal hlutverki? Arna Magnea sótti ekki Palm Springs hátíðina að þeirri einföldu ástæðu að íslenskt trans fólk treystir sér ekki til Bandaríkjanna eins og staðan er þar Vestan hafs. Aðför að réttindum trans fólks er bæði hörð og hættuleg þar vestra og dæmi eru um það að trans fólk sé hreinlega komið á flótta frá Bandaríkjunum vegna ógna Trumpstjórnarinnar í þeirra garð. Það var ánægjulegt að heyra utnaríkisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, segja frá því á dögunum að Utanríkisráðuneytið undirbúi ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk. Það er raunverulega orðið hættulegt fyrir ákveðna hópa að ferðast á Vesturlölndum! Ísland er í fremst í röð þegar kemur að réttindum hinsegin fólks en orðræðan, bakslagið, þöggunin og glerþökin færast nær og eru byrjuð að hafa áhrif hér á litla Íslandi. Það að fyrsta opinberlega trans leikkonan sem hefur með stórleik sínum rutt brautina og er fyrirmynd fyrir ungt hinsegin listafólk sé ekki tilnefnd til Eddunnar er mér óskiljanlegt. Ég veit að það eru aldrei öll tilnefnd. Ég veit að oftast eru skiptar skoðanir um verðlaun og tilnefningar. En listin er okkar sterkasta tjáningarform í heimi sem stendur á tímamótum þegar kemur að mannréttindum. Í flestu er pólitík, við nýtum þau tækifæri sem við höfum til þess að standa með mannréttindum og koma okkar viðhorfum á framfæri. Arna Magnea Danks hefði að mínu mati verið vel að Edduverðlaunum komin en þær sem eru tilnefndar eru það líka. Málið snýst því fyrst og fremst um þá ótrúlegu niðurstöðu þeirra sem því ráða að Arna Magnea sé ekki tilnefndi til verðlauna fyrir frammistöðu sem sem hefur brotið blað í íslenskri kvikmyndasögu. Ég hef staðið með íslenskri kvikmyndagerð árum saman, hvort heldur sem aðstandandi og vinkona kvikmyndagerðarfólks og sem neytand íslenskra kvikmynda. En ekki síst nýtti ég rödd mína á meðan ég sat á þingi og barðist fyrir fjármögnun og viðurkenningu íslenskrar kvikmyndagerðar alls staðar þar sem ég hafði tækifæri til. Ég vona að íslensk kvikmyndagerð standi með mannréttindum og noti sín tækifæri til þess að efla, styðja og auðga fjölbreytta flóru. Ekki síst kvenna, hinsegin fólks og allra þeirra annara sem ekki njóta fyllstu forréttinda í íslensku samfélagi. Einhæft samfélag skapar einhæfa list, einhæf list skapar einhæft samfélag. Höfundur er fyrrverandi þingkona og áhugamanneskja um íslenska kvikmyndagerð.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar