Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2025 09:20 Efling og SVEIT hafa eldað grátt silfur saman undanfarna mánuði vegna Virðingar sem Efling heldur fram að sé gervistéttarfélag. Vísir/Egill Stéttarfélagið Efling fullyrðir að nýr kjarasamningur veitingamanna við Virðingu sé óhagstæður fyrir þorra starfsfólks veitingahúsa. Tugum þúsunda króna muni á launum samkvæmt samningnum við Virðingu annars vegar og Eflingarsamningnum hins vegar. Efling hefur sakað Virðingu um að vera „gervistéttarfélag“. Efling og SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa eldað grátt silfur saman undanfarin misseri í tengslum við Virðingu sem Efling heldur fram að sé ekki raunverulegt stéttarfélag heldur framlenging á hagsmunum veitingahúsaeigenda. Rúmlega fjörutíu þúsund krónum munur á launum almennra veitingahúsastarfsmanna eftir því hvort þeir fá greitt eftir kjarasamningi Virðingar og SVEIT annars vegar og Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hins vegar. Munurinn verður rúmlega 45 þúsund krónur þegar nýr launataxti tekur gildi fyrir eflingarfólks um mánaðamótin samkvæmt tölum sem Efling hefur tekið saman. Virðingarsamningurinn feli í sér umtalsvert lakari launakjör fyrir þorra veitingahúsastarfsfólks þrátt fyrir að dagvinnutaxti sé lítillega hærri en í kjarasamningi Eflingar. Ástæðan sé sú að samkvæmt samningi Virðingar sé dagvinnutími lengdur um þrjár klukkustundir á hverjum degi. Þannig sé greitt fyrir dagvinnu á milli klukkan 17:00 og 20:00 eftir samningi Virðingar en yfirvinna eftir samningi Eflingar. Þá sé álagsprósenta fyrir kvöld- og helgarvinnu lægri hjá Virðingu en Eflingu. Heldur Efling því enn fram að kjarasamningur Virðingar og SVEIT sé ólöglegur þar sem hann feli í sér ólögmætt samráð atvinnurekenda um kaup og kjör starfsmanna sinna. Efling, Alþýðusamband Íslands og Starfsgreinasambandið kvörtuðu undan samráðinu til Samkeppniseftirlitsins fyrr í þessum mánuði. Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Kjaramál Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga ASÍ, Efling og SGS kvörtuðu í dag til Samkeppniseftirlitins vegna meintra samkeppnislagabrota fyrirtækja á veitingamarkaði. Þau halda því fram að SVEIT hafi stofnað gervistéttarfélag til að veikja kjör launafólks og samið svo við það. Eftirlitið hefur ákveðið að taka málið til skoðunar. Formaður Eflingar segir um að ræða eitt alvarlegasta mál sinnar tegundar. 17. mars 2025 20:01 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Efling og SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa eldað grátt silfur saman undanfarin misseri í tengslum við Virðingu sem Efling heldur fram að sé ekki raunverulegt stéttarfélag heldur framlenging á hagsmunum veitingahúsaeigenda. Rúmlega fjörutíu þúsund krónum munur á launum almennra veitingahúsastarfsmanna eftir því hvort þeir fá greitt eftir kjarasamningi Virðingar og SVEIT annars vegar og Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hins vegar. Munurinn verður rúmlega 45 þúsund krónur þegar nýr launataxti tekur gildi fyrir eflingarfólks um mánaðamótin samkvæmt tölum sem Efling hefur tekið saman. Virðingarsamningurinn feli í sér umtalsvert lakari launakjör fyrir þorra veitingahúsastarfsfólks þrátt fyrir að dagvinnutaxti sé lítillega hærri en í kjarasamningi Eflingar. Ástæðan sé sú að samkvæmt samningi Virðingar sé dagvinnutími lengdur um þrjár klukkustundir á hverjum degi. Þannig sé greitt fyrir dagvinnu á milli klukkan 17:00 og 20:00 eftir samningi Virðingar en yfirvinna eftir samningi Eflingar. Þá sé álagsprósenta fyrir kvöld- og helgarvinnu lægri hjá Virðingu en Eflingu. Heldur Efling því enn fram að kjarasamningur Virðingar og SVEIT sé ólöglegur þar sem hann feli í sér ólögmætt samráð atvinnurekenda um kaup og kjör starfsmanna sinna. Efling, Alþýðusamband Íslands og Starfsgreinasambandið kvörtuðu undan samráðinu til Samkeppniseftirlitsins fyrr í þessum mánuði.
Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Kjaramál Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga ASÍ, Efling og SGS kvörtuðu í dag til Samkeppniseftirlitins vegna meintra samkeppnislagabrota fyrirtækja á veitingamarkaði. Þau halda því fram að SVEIT hafi stofnað gervistéttarfélag til að veikja kjör launafólks og samið svo við það. Eftirlitið hefur ákveðið að taka málið til skoðunar. Formaður Eflingar segir um að ræða eitt alvarlegasta mál sinnar tegundar. 17. mars 2025 20:01 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga ASÍ, Efling og SGS kvörtuðu í dag til Samkeppniseftirlitins vegna meintra samkeppnislagabrota fyrirtækja á veitingamarkaði. Þau halda því fram að SVEIT hafi stofnað gervistéttarfélag til að veikja kjör launafólks og samið svo við það. Eftirlitið hefur ákveðið að taka málið til skoðunar. Formaður Eflingar segir um að ræða eitt alvarlegasta mál sinnar tegundar. 17. mars 2025 20:01