Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Árni Sæberg skrifar 25. mars 2025 13:53 Hanna Katrín Friðriksson er atvinnuvegaráðherra.Vísir/Ívar Fannar Vísir/Ívar Fannar Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu breytingu á veiðigjöldum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. Fundinn má sjá í spilaranum hér að neðan. Hanna Katrín hóf fundinn á að benda á að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, hafi þjófstartað umræðu um breytingarnar í morgun. Samtökin sendu frá sér yfirlýsingu þar sem áform ríkisstjórnarinnar voru gagnrýnd. Þau myndu meðal annars leiða til þess að sjávarafurðir verði unnar erlendis og tekjur hins opinbera af þeim myndi dragast saman. „Komið þið sæl. Takk fyrir að koma hingað í dag en ég sé reyndar varðandi þetta mál af fréttaflutningi að SFS hefur ekki getað beðið, ekki getað hamið sig. Það er í fínu lagi og ég skil það vel, þetta er alþekkt aðferð til að reyna að stýra umræðunni,“ sagði Hanna Katrín áður en hún hóf kynningu sína á frumvarpsdrögum um breytingu á lögum um veiðigjald. Drögin hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Leiðrétting frekar en hækkun Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé lögð áhersla á réttlátt auðlindagjald og þetta mál sé leið að því markmiði. Breytingar á veiðigjaldinu muni skapa auknar tekjur fyrir ríkissjóð, tekjur sem verði meðal annars nýttar í innviðauppbyggingu um allt land með sérstakri áherslu á brýnar vegbætur á landsbyggðinni. „Sjálfar breytingarnar, þær snúast eingöngu um uppfært mat á aflaverðmæti. Reiknireglan verður áfram sú sama. Af hagnaði útgerða fær þjóðin einn þriðja, útgerðin tvo þriðju. Útgerðir munu þannig áfram halda meirihluta hagnaðar af veiðum en við erum að tryggja að greiðsla þeirra fyrir aðgang að auðlindinni sé sanngjörn og endurspegli raunverulegt verðmæti fiskaflans.“ Lengi hafi leikið grunur á að verð í innri viðskiptum fyrirtækja, til dæmis milli útgerðar og vinnslu í eigu sama aðila væri lægra en markaðsverð. „Skoðun okkar staðfestir þetta og við höfum því ákveðið að bregðast við þessu ósamræmi og leiðrétta reiknistofn veiðigjaldsins með því að miða við markaðsverð fyrir þorsk og ýsu en við markaðsverð í Noregi fyrir uppsjávarfisk, þar sem það er ekki til virkur markaður með þær sjávarafurðir hér á landi.“ Tíu milljarðar á ári Hanna Katrín segir að útreikningar sýni að miðað við raunverulegt aflaverðmæti hefðu veiðigjöld í fyrra verið tæplega sex milljörðum hætti fyrir þorsk og ýsu og tæplega fjórum milljörðum króna hærri fyrir uppsjávartegundirnar síld, kolmunna og makríl. „Gjöldin voru rétt rúmir tíu milljarðar, hefðu átt að vera átján til tuttugu milljarðar. Mun þessi leiðrétting hafa hamlandi áhrif á útgerðina? Miðað við árið 2023 hefði EBITDA rekstrarhagnaður útgerðarfyrirtækja minnkað úr 94 milljörðum króna í 84 milljarða. Það má því fullyrða að rekstur útgerðarinnar þolir þessa leiðréttingu vel.“ Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu breytingu á veiðigjöldum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. Fundinn má sjá í spilaranum hér að neðan. Hanna Katrín hóf fundinn á að benda á að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, hafi þjófstartað umræðu um breytingarnar í morgun. Samtökin sendu frá sér yfirlýsingu þar sem áform ríkisstjórnarinnar voru gagnrýnd. Þau myndu meðal annars leiða til þess að sjávarafurðir verði unnar erlendis og tekjur hins opinbera af þeim myndi dragast saman. „Komið þið sæl. Takk fyrir að koma hingað í dag en ég sé reyndar varðandi þetta mál af fréttaflutningi að SFS hefur ekki getað beðið, ekki getað hamið sig. Það er í fínu lagi og ég skil það vel, þetta er alþekkt aðferð til að reyna að stýra umræðunni,“ sagði Hanna Katrín áður en hún hóf kynningu sína á frumvarpsdrögum um breytingu á lögum um veiðigjald. Drögin hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Leiðrétting frekar en hækkun Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé lögð áhersla á réttlátt auðlindagjald og þetta mál sé leið að því markmiði. Breytingar á veiðigjaldinu muni skapa auknar tekjur fyrir ríkissjóð, tekjur sem verði meðal annars nýttar í innviðauppbyggingu um allt land með sérstakri áherslu á brýnar vegbætur á landsbyggðinni. „Sjálfar breytingarnar, þær snúast eingöngu um uppfært mat á aflaverðmæti. Reiknireglan verður áfram sú sama. Af hagnaði útgerða fær þjóðin einn þriðja, útgerðin tvo þriðju. Útgerðir munu þannig áfram halda meirihluta hagnaðar af veiðum en við erum að tryggja að greiðsla þeirra fyrir aðgang að auðlindinni sé sanngjörn og endurspegli raunverulegt verðmæti fiskaflans.“ Lengi hafi leikið grunur á að verð í innri viðskiptum fyrirtækja, til dæmis milli útgerðar og vinnslu í eigu sama aðila væri lægra en markaðsverð. „Skoðun okkar staðfestir þetta og við höfum því ákveðið að bregðast við þessu ósamræmi og leiðrétta reiknistofn veiðigjaldsins með því að miða við markaðsverð fyrir þorsk og ýsu en við markaðsverð í Noregi fyrir uppsjávarfisk, þar sem það er ekki til virkur markaður með þær sjávarafurðir hér á landi.“ Tíu milljarðar á ári Hanna Katrín segir að útreikningar sýni að miðað við raunverulegt aflaverðmæti hefðu veiðigjöld í fyrra verið tæplega sex milljörðum hætti fyrir þorsk og ýsu og tæplega fjórum milljörðum króna hærri fyrir uppsjávartegundirnar síld, kolmunna og makríl. „Gjöldin voru rétt rúmir tíu milljarðar, hefðu átt að vera átján til tuttugu milljarðar. Mun þessi leiðrétting hafa hamlandi áhrif á útgerðina? Miðað við árið 2023 hefði EBITDA rekstrarhagnaður útgerðarfyrirtækja minnkað úr 94 milljörðum króna í 84 milljarða. Það má því fullyrða að rekstur útgerðarinnar þolir þessa leiðréttingu vel.“
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira