Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Árni Sæberg skrifar 25. mars 2025 15:50 Sigríður Margrét og Eyjólfur Árni undirrita ályktunina fyrir hönd stjórnar Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Stjórn Samtaka atvinnulífsins geldur varhug við fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar við lagasetningu gagnvart íslenskum sjávarútvegi. Raungerist áhyggjur samtakanna sé ljóst að breytingar sem ríkisstjórnin hefur boðað muni draga úr hagvexti og lífskjarasókn Íslendinga. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tilkynnti í dag að til stendur að breyta fyrirkomulagi innheimtu veiðigjalda. Reiknað er með því að allt að tvöfalt hærri upphæð verði innheimt á ári miðað við eldra fyrirkomulag. Áður en blaðamannafundur um málið hófst höfðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi þegar lýst yfir óánægju með áform ríkisstjórnarinnar. Nú hafa Samtök atvinnulífsins gert slíkt hið sama. Greinin búi þegar við ójafnræði Í ályktun sem þau Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, undirrita fyrir hönd stjórnar samtakanna, segir að íslenskur sjávarútvegur sé ein af undirstöðuatvinnugreinum landsins en hann búi þegar við mikið ójafnræði þegar kemur að rekstrarumhverfi og samanburði við aðrar greinar. Atvinnugreinin búi við skattlagningu umfram aðrar greinar, takmörk á umsvifum og eignarhaldi sem þekkist ekki í öðrum greinum og óvissuálags vegna stöðunnar í stjórnmálunum, sem valdi bæði skorti á fyrirsjáanleika og torveldi ákvarðanatöku. „Samtök atvinnulífsins minna á að lög um stjórn fiskveiða voru sett til þess að hámarka verðmætasköpun og sjálfbærni þannig að þjóðin fengi sem mestan ábata úr auðlindinni.“ Kúvenda eigi umhverfinu á nokkrum vikum Útlit sé fyrir að boðaðar breytingar hafi verulega neikvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg en einnig tengdar og afleiddar greinar. Á þingmálaskrá ríkisstjórinnar megi finna frumvörp sem muni að óbreyttu draga úr verðmætasköpun í sjávarútvegi, með afleiddum áhrifum á aðrar greinar. Þau mál séu meðal annars breyting á lögum um veiðigjald þar sem kynntar hafi verið hugmyndir um verulega hækkað veiðigjald sem muni draga úr alþjóðlegri samkeppnishæfni greinarinnar og frumvarp um kílómetragjald, þar sem kolefnisskattahækkunum á atvinnuvegi landsins sé laumað inn í frumvarp sem eigi að hafa það markmið að breyta fyrirkomulagi á gjaldtöku fyrir notkun vegakerfisins. „Það veldur verulegum áhyggjum að kúvenda eigi rekstrarumhverfi sjávarútvegs á örfáum vikum, án þess að samráð, fagleg umræða og vandað áhrifamat geti legið til grundvallar breytingum á umgjörð hans á Íslandi.“ Grafi undan stöðugleika og samkeppnishæfni Í ályktuninni segir að stjórn SA kalli eftir því að breytingar á umgjörð og starfsumhverfi sjávarútvegs á Íslandi, líkt og allra annarra atvinnugreina, verði unnar í nánu samráði við atvinnulífið, að þær byggi á staðreyndum og faglegri umræðu, skilningi á gangverki og eðli atvinnugreina, og mati á áhrifum á innlendan efnahag og samkeppnishæfni Íslands. „Aðgerðir ríkisstjórnarinnar undanfarnar vikur sem og boðaðar breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegsins eru til þess fallnar að grafa undan hvort tveggja stöðugleika og samkeppnishæfni íslenska hagkerfisins. Telja samtökin það sérstaklega varhugavert í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir á mörkuðum um allan heim, yfirvofandi tollastríðs og óróa í alþjóðastjórnmálum. Nú er tíminn til að Íslendingar snúi bökum saman, gæti sinna hagsmuna og verji lífskjör og verðmætasköpun. Samtökin lýsa sig reiðubúin til samtals líkt og ávallt, en forsenda slíks samtals er að raunverulegur vilji sé til þess að taka tillit til sjónarmiða atvinnulífsins og einstakra atvinnugreina.“ Sjávarútvegur Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tilkynnti í dag að til stendur að breyta fyrirkomulagi innheimtu veiðigjalda. Reiknað er með því að allt að tvöfalt hærri upphæð verði innheimt á ári miðað við eldra fyrirkomulag. Áður en blaðamannafundur um málið hófst höfðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi þegar lýst yfir óánægju með áform ríkisstjórnarinnar. Nú hafa Samtök atvinnulífsins gert slíkt hið sama. Greinin búi þegar við ójafnræði Í ályktun sem þau Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, undirrita fyrir hönd stjórnar samtakanna, segir að íslenskur sjávarútvegur sé ein af undirstöðuatvinnugreinum landsins en hann búi þegar við mikið ójafnræði þegar kemur að rekstrarumhverfi og samanburði við aðrar greinar. Atvinnugreinin búi við skattlagningu umfram aðrar greinar, takmörk á umsvifum og eignarhaldi sem þekkist ekki í öðrum greinum og óvissuálags vegna stöðunnar í stjórnmálunum, sem valdi bæði skorti á fyrirsjáanleika og torveldi ákvarðanatöku. „Samtök atvinnulífsins minna á að lög um stjórn fiskveiða voru sett til þess að hámarka verðmætasköpun og sjálfbærni þannig að þjóðin fengi sem mestan ábata úr auðlindinni.“ Kúvenda eigi umhverfinu á nokkrum vikum Útlit sé fyrir að boðaðar breytingar hafi verulega neikvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg en einnig tengdar og afleiddar greinar. Á þingmálaskrá ríkisstjórinnar megi finna frumvörp sem muni að óbreyttu draga úr verðmætasköpun í sjávarútvegi, með afleiddum áhrifum á aðrar greinar. Þau mál séu meðal annars breyting á lögum um veiðigjald þar sem kynntar hafi verið hugmyndir um verulega hækkað veiðigjald sem muni draga úr alþjóðlegri samkeppnishæfni greinarinnar og frumvarp um kílómetragjald, þar sem kolefnisskattahækkunum á atvinnuvegi landsins sé laumað inn í frumvarp sem eigi að hafa það markmið að breyta fyrirkomulagi á gjaldtöku fyrir notkun vegakerfisins. „Það veldur verulegum áhyggjum að kúvenda eigi rekstrarumhverfi sjávarútvegs á örfáum vikum, án þess að samráð, fagleg umræða og vandað áhrifamat geti legið til grundvallar breytingum á umgjörð hans á Íslandi.“ Grafi undan stöðugleika og samkeppnishæfni Í ályktuninni segir að stjórn SA kalli eftir því að breytingar á umgjörð og starfsumhverfi sjávarútvegs á Íslandi, líkt og allra annarra atvinnugreina, verði unnar í nánu samráði við atvinnulífið, að þær byggi á staðreyndum og faglegri umræðu, skilningi á gangverki og eðli atvinnugreina, og mati á áhrifum á innlendan efnahag og samkeppnishæfni Íslands. „Aðgerðir ríkisstjórnarinnar undanfarnar vikur sem og boðaðar breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegsins eru til þess fallnar að grafa undan hvort tveggja stöðugleika og samkeppnishæfni íslenska hagkerfisins. Telja samtökin það sérstaklega varhugavert í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir á mörkuðum um allan heim, yfirvofandi tollastríðs og óróa í alþjóðastjórnmálum. Nú er tíminn til að Íslendingar snúi bökum saman, gæti sinna hagsmuna og verji lífskjör og verðmætasköpun. Samtökin lýsa sig reiðubúin til samtals líkt og ávallt, en forsenda slíks samtals er að raunverulegur vilji sé til þess að taka tillit til sjónarmiða atvinnulífsins og einstakra atvinnugreina.“
Sjávarútvegur Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira