Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Jón Þór Stefánsson skrifar 26. mars 2025 11:38 Teslan eyðilagðist í brunanum. Myndin er úr safni. Getty Tveir karlmenn sem eru grunaðir um að kveikja í Teslu-bíl neituðu sök í þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þriðji maðurinn, sem er líka grunaður í málinu, fékk að taka sér umhugsunarfrest til að taka afstöðu til ákærunnar. Um var að ræða Teslu Model 3, 2020 árgerð, sem var í eigu lögreglumanns og var kyrrstæð og mannlaus utandyra í Reykjavík um nótt og morgun í ágúst 2023, þegar atvik málsins áttu sér stað. Tveir mannanna eru á þrítugsaldri og sá þriðji er rétttæplega tvítugur. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að einn mannanna hafi um nóttina, gegn vilyrði um greiðslu hundrað þúsund króna, gert tilraun til að valda stórfelldum skemmdum á bílnum með því að skvetta bensíni undir og á bílinn og reynt að kveikja í honum. En þá hafi það ekki tekist. Mennirnir eru síðan þrír ákærðir fyrir að kveikja í bílnum seinna um morguninn. Í ákæru segir að einn þeirra hafi skipulagt og undirbúið verkið, með því að kaupa bensín, og svo fá áðurnefndan mann sem hafði reynt að kveikja í bílnum fyrr um nóttina. Sá sem hafði reynt hafi síðan fengið þriðja manninn til liðs við sig. Saman hafi þeir farið á vettvang, skvett bensíni undir og á bílinn og svo borið eld að. Í það skipti tókst að kveikja í bílnum og hann eyðilagðist. Þingfestingin fór fram Héraðsdómi Reykjavíkur. Í ákæru er bíllinn metinn á 5,1 milljón. Tryggingafélagið Vörður krefst þess að mennirnir greiði félaginu tæplega 2,8 milljónir. Þá krefst lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu þess að mennirnir greiði 538 þúsund krónur. „Það liggur fyrir að það var kveikt í bíl lögreglumanns í sumar, sem var talið tengjast starfi viðkomandi,“ sagði Grímur Grímsson, þáverandi yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar, við Morgunblaðið í janúar 2024. Lögreglumál Tesla Reykjavík Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Um var að ræða Teslu Model 3, 2020 árgerð, sem var í eigu lögreglumanns og var kyrrstæð og mannlaus utandyra í Reykjavík um nótt og morgun í ágúst 2023, þegar atvik málsins áttu sér stað. Tveir mannanna eru á þrítugsaldri og sá þriðji er rétttæplega tvítugur. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að einn mannanna hafi um nóttina, gegn vilyrði um greiðslu hundrað þúsund króna, gert tilraun til að valda stórfelldum skemmdum á bílnum með því að skvetta bensíni undir og á bílinn og reynt að kveikja í honum. En þá hafi það ekki tekist. Mennirnir eru síðan þrír ákærðir fyrir að kveikja í bílnum seinna um morguninn. Í ákæru segir að einn þeirra hafi skipulagt og undirbúið verkið, með því að kaupa bensín, og svo fá áðurnefndan mann sem hafði reynt að kveikja í bílnum fyrr um nóttina. Sá sem hafði reynt hafi síðan fengið þriðja manninn til liðs við sig. Saman hafi þeir farið á vettvang, skvett bensíni undir og á bílinn og svo borið eld að. Í það skipti tókst að kveikja í bílnum og hann eyðilagðist. Þingfestingin fór fram Héraðsdómi Reykjavíkur. Í ákæru er bíllinn metinn á 5,1 milljón. Tryggingafélagið Vörður krefst þess að mennirnir greiði félaginu tæplega 2,8 milljónir. Þá krefst lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu þess að mennirnir greiði 538 þúsund krónur. „Það liggur fyrir að það var kveikt í bíl lögreglumanns í sumar, sem var talið tengjast starfi viðkomandi,“ sagði Grímur Grímsson, þáverandi yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar, við Morgunblaðið í janúar 2024.
Lögreglumál Tesla Reykjavík Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira