„Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Siggeir Ævarsson skrifar 26. mars 2025 22:10 Hulda Björk er fyrirliði Grindavíkur og fór fyrir stigaskorinu í kvöld Vísir / Pawel Cieslikiewicz Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindavíkur, steig mikinn sigurdans á vellinum í leikslok í kvöld þegar Grindavík tryggði sig inn í úrslitakeppni Bónus-deildar kvenna með eins stigs sigri á Hamar/Þór í miklum spennuleik, 91-90. Hulda fór fyrir stigaskori Grindvíkinga í kvöld, skoraði 26 stig og var kampakát með úrslit kvöldsins eins og gefur að skilja. „Ég er ótrúlega kát og virkilega sátt að vera að fara í úrslitakeppnina. Bara kátína!“ - sagði Hulda og hló og gat augljóslega ekki leynt gleði sinni með úrslit leiksins. Leikurinn virtist vera að hlaupa frá Grindvíkingum þegar gestirnir settu þrjá þrista í röð og komu muninum upp í tólf stig og svo kom galinn þristur frá Abby Beeman þegar sex mínútur voru eftir og kom muninum í níu stig. Tilfinningin á vellinum þá var ekkert sérstök sagði Hulda en þær héldu augunum á markmiðinu. „Þetta var alveg stressandi en snérist bara um að halda sig í augnablikinu. Ein sókn og ein vörn og það einhvern veginn kom okkur til baka.“ Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur talaði um fyrir leik að hans konur yrðu að vilja sigurinn meira, það virtist gerast undir lokin. „Klárlega. Kannski til að byrja með voru þær að „outhustle-a“ okkur þannig að við reyndum að jafna þær í ákefðinni og það skilaði sér.“ Hulda fékk nokkrum sinnum það hlutverk að reyna að halda aftur að Abby Beeman en það virtist ekki skipta neinu máli hversu stíft hún dekkaði hana. „Þetta er náttúrulega bara galinn leikmaður. Ég var nokkrum sinnum í grillinu á henni og hún setti hann beint í smettið á mér. Virkilega erfitt að stoppa hana og mjög flottur leikmaður.“ Hulda segir að komandi úrslitakeppni leggist vel í hana en Grindvíkingar mæta toppliði Hauka í 8-liða úrslitum. „Bara mjög vel. Við þurfum bara að fara yfir okkar mál, „scout-a“ liðin sem við erum að mæta og mætum tilbúnar í úrslitakeppnina!“ Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Hulda fór fyrir stigaskori Grindvíkinga í kvöld, skoraði 26 stig og var kampakát með úrslit kvöldsins eins og gefur að skilja. „Ég er ótrúlega kát og virkilega sátt að vera að fara í úrslitakeppnina. Bara kátína!“ - sagði Hulda og hló og gat augljóslega ekki leynt gleði sinni með úrslit leiksins. Leikurinn virtist vera að hlaupa frá Grindvíkingum þegar gestirnir settu þrjá þrista í röð og komu muninum upp í tólf stig og svo kom galinn þristur frá Abby Beeman þegar sex mínútur voru eftir og kom muninum í níu stig. Tilfinningin á vellinum þá var ekkert sérstök sagði Hulda en þær héldu augunum á markmiðinu. „Þetta var alveg stressandi en snérist bara um að halda sig í augnablikinu. Ein sókn og ein vörn og það einhvern veginn kom okkur til baka.“ Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur talaði um fyrir leik að hans konur yrðu að vilja sigurinn meira, það virtist gerast undir lokin. „Klárlega. Kannski til að byrja með voru þær að „outhustle-a“ okkur þannig að við reyndum að jafna þær í ákefðinni og það skilaði sér.“ Hulda fékk nokkrum sinnum það hlutverk að reyna að halda aftur að Abby Beeman en það virtist ekki skipta neinu máli hversu stíft hún dekkaði hana. „Þetta er náttúrulega bara galinn leikmaður. Ég var nokkrum sinnum í grillinu á henni og hún setti hann beint í smettið á mér. Virkilega erfitt að stoppa hana og mjög flottur leikmaður.“ Hulda segir að komandi úrslitakeppni leggist vel í hana en Grindvíkingar mæta toppliði Hauka í 8-liða úrslitum. „Bara mjög vel. Við þurfum bara að fara yfir okkar mál, „scout-a“ liðin sem við erum að mæta og mætum tilbúnar í úrslitakeppnina!“
Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira