Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Jakob Bjarnar skrifar 27. mars 2025 10:22 Sólveig Anna segir nýjustu vendingar í kjaramálum verkalýðsleiðtoga með miklum ólíkindum, en þar fari fólk með sjóði félagsfólk eins og þeir séu í einkaeigu. Þórarinn Eyfjörð er sá nýjasti sem ætlar að ríða feitum hesti frá sínum starfslokum. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg. „Þetta er enn eitt dæmi um þá sjálftöku sem því miður fær að viðgangast í íslensku samfélagi,“ segir Sólveig Anna í samtali við Vísi. Í gær greindi Vísir frá því sem hlýtur að mega heita býsna feitur starfslokasamningur við Þórarin Eyfjörð sem snýst í stórum dráttum um að hann verði á launum næstu tvö og hálft ár. Þetta er rúmum sex mánuðum eftir endurkjör Þórarins í embætti formanns. Heildarupphæðin eru tæplega sjötíu milljónir og þær mun Sameyki greiða. Hvernig gerist svona? Sólveig Anna skilur ekki til að mynda hvernig stjórn Sameykis lætur hvarfla að sér að samþykkja annað eins og og þetta. „Það er ótrúlegt að sjá fólk sem hefur verið treyst fyrir svo mikilvægu hlutverki eins og því að leiða stéttarfélag fara með sjóði félagsfólk eins og það séu þeirra einkaeign,“ segir Sólveig Anna. Fram hefur komið að formaður Eflingar á rétt á sex mánaða launagreiðslum við starfslok samkvæmt ráðningasamningi sínum og hefur hún sagt að þá upphæð muni hún ekki þiggja næði hún sæti sem kjörinn fulltrúi. Úr ársreikningi Sameykis. „Vinnandi fólk í okkar samfélag hlýtur en vera komið með miklu meira en nóg af því að þurfa aftur og aftur að lesa fréttir af fólki sem virðist telja sig til einhvers konar yfirstéttar, taki til sín laun og fjármuni, þurfi ekki að stíga fram og útskýra og í það minnsta reyna að réttlæta hvers vegna þeir telja sig eiga heimtingu á þessum gríðarlega háu fjármunum,“ segir Sólveig Anna. Hún segir svona fréttir vera að koma upp aftur og aftur, af sjálftöku foringja verkalýðshreyfingarinnar. Kári Sigurðsson er starfandi formaður Sameykis sem greiðir því laun tveggja formanna í á þriðja ár. Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
„Þetta er enn eitt dæmi um þá sjálftöku sem því miður fær að viðgangast í íslensku samfélagi,“ segir Sólveig Anna í samtali við Vísi. Í gær greindi Vísir frá því sem hlýtur að mega heita býsna feitur starfslokasamningur við Þórarin Eyfjörð sem snýst í stórum dráttum um að hann verði á launum næstu tvö og hálft ár. Þetta er rúmum sex mánuðum eftir endurkjör Þórarins í embætti formanns. Heildarupphæðin eru tæplega sjötíu milljónir og þær mun Sameyki greiða. Hvernig gerist svona? Sólveig Anna skilur ekki til að mynda hvernig stjórn Sameykis lætur hvarfla að sér að samþykkja annað eins og og þetta. „Það er ótrúlegt að sjá fólk sem hefur verið treyst fyrir svo mikilvægu hlutverki eins og því að leiða stéttarfélag fara með sjóði félagsfólk eins og það séu þeirra einkaeign,“ segir Sólveig Anna. Fram hefur komið að formaður Eflingar á rétt á sex mánaða launagreiðslum við starfslok samkvæmt ráðningasamningi sínum og hefur hún sagt að þá upphæð muni hún ekki þiggja næði hún sæti sem kjörinn fulltrúi. Úr ársreikningi Sameykis. „Vinnandi fólk í okkar samfélag hlýtur en vera komið með miklu meira en nóg af því að þurfa aftur og aftur að lesa fréttir af fólki sem virðist telja sig til einhvers konar yfirstéttar, taki til sín laun og fjármuni, þurfi ekki að stíga fram og útskýra og í það minnsta reyna að réttlæta hvers vegna þeir telja sig eiga heimtingu á þessum gríðarlega háu fjármunum,“ segir Sólveig Anna. Hún segir svona fréttir vera að koma upp aftur og aftur, af sjálftöku foringja verkalýðshreyfingarinnar. Kári Sigurðsson er starfandi formaður Sameykis sem greiðir því laun tveggja formanna í á þriðja ár.
Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira