Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar 27. mars 2025 16:02 Við hér á Íslandi erum svo lánsöm að búa í lýðræðis þjóðfélagi og þar ríkir tjáningarfrelsi. Öllu frelsi fylgir sú ábyrgð að frelsi okkar má hvorki hefta frelsi annarra eða skaða aðra. Eigum við þá að sitja þegjandi hjá þegar Ríkisútvarpið sjálft flytur óstaðfestar fréttir um saknæmt athæfi manneskju og eyðileggur þar með mannorð hennar? Ég segi nei. Búmm. Á örskotsstundu berst þessi óstaðfesta frétt ekki bara um alla fjölmiðla hérlendis heldur líka í flesta fjölmiðla í hinum vestræna heimi. Kaldhæðnin í texta Friðriks Dórs endurspeglar vel þennan hrylling: „En hvers vegna ætti maðurinn að segja satt? Þegar lygin loðin getur flogið svona hratt… Hentu manneskju á bálið sjáðu augu fólksins ljóma glatt.“ Á Ríkisútvarpið að komast upp með svona fréttamennsku, sem eyðileggur mannorð fólks að ósekju? Við höfum lög í landinu sem eiga að vernda okkur fyrir ósönnum ásökunum. Ríkisútvarpinu og reyndar öllum fjölmiðlum þessa lands hlýtur að bera skylda til að starfa samkvæmt þeirri löggjöf, lögum og reglum um fjölmiðla og siðareglum blaðamanna. Traust mitt til Ríkisútvarpsins hefur beðið verulega hnekki við áðurnefndan fréttaflutning. Ég vil geta treyst því að fréttir þess séu vel og faglega unnar. Ríkisútvarpið hefur veigamiklu öryggishlutverki að gegna þegar vá ber að höndum og því er nauðsynlegt að fólkið í landinu geti treyst því að fréttaflutningur þess sé hafinn yfir allan vafa. Ríkisútvarpið hefur í máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur farið yfir öll siðferðileg mörk og hlýtur að biðja hana afsökunar. Ríkisútvarpið þarf að leiðrétta þessi alvarlegu mistök í fréttaflutningi sínum og hreinsa Ásthildi Lóu af ásökunum um saknæmt athæfi. Það hefur verið vegið mög harkalega að henni bæði faglega og persónulega, hvað varðar einkalíf hennar og fjölskyldu. Öll gerum við mistök. Við þurfum í fyrsta lagi að horfast í augu við mistökin og leiðrétta þau. Í öðru lagi biðjumst við afsökunar og reynum við að bæta fyrir mistökin eins og kostur er. Í máli Ásthildar Lóu hefur því miður orðið skaði, sem að öllum líkindum er að töluverðu leyti óbætanlegur. Ég skora á ykkur öll sem hafa átt einhvern þátt í þessari aðför að Ásthildi Lóu að gera allt sem þið mögulega getið til að bæta fyrir brot ykkar, reyna að draga úr þeim skaða sem orðið hefur og hreinsa hana af ósönnum ásökunum. Hvað getum við lært af aðförinni að Ásthildi Lóu? Spyrjum okkur sjálf. Hvernig samfélag viljum við skapa hér á Íslandi? Eru þetta þau gildi sem við viljum kenna börnunum okkar, að það sé í lagi að bera ósannaðar sakir á fólk og reyna þannig að upphefja sig á kostnað annarra, hvað sem það kostar? Hvernig manneskjur viljum við vera? Erum við að fylgja Gullnu reglunni, að koma fram við aðra eins og við myndum vilja að komið væri fram við okkur? Höfundur er náms- og starfsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisútvarpið Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Við hér á Íslandi erum svo lánsöm að búa í lýðræðis þjóðfélagi og þar ríkir tjáningarfrelsi. Öllu frelsi fylgir sú ábyrgð að frelsi okkar má hvorki hefta frelsi annarra eða skaða aðra. Eigum við þá að sitja þegjandi hjá þegar Ríkisútvarpið sjálft flytur óstaðfestar fréttir um saknæmt athæfi manneskju og eyðileggur þar með mannorð hennar? Ég segi nei. Búmm. Á örskotsstundu berst þessi óstaðfesta frétt ekki bara um alla fjölmiðla hérlendis heldur líka í flesta fjölmiðla í hinum vestræna heimi. Kaldhæðnin í texta Friðriks Dórs endurspeglar vel þennan hrylling: „En hvers vegna ætti maðurinn að segja satt? Þegar lygin loðin getur flogið svona hratt… Hentu manneskju á bálið sjáðu augu fólksins ljóma glatt.“ Á Ríkisútvarpið að komast upp með svona fréttamennsku, sem eyðileggur mannorð fólks að ósekju? Við höfum lög í landinu sem eiga að vernda okkur fyrir ósönnum ásökunum. Ríkisútvarpinu og reyndar öllum fjölmiðlum þessa lands hlýtur að bera skylda til að starfa samkvæmt þeirri löggjöf, lögum og reglum um fjölmiðla og siðareglum blaðamanna. Traust mitt til Ríkisútvarpsins hefur beðið verulega hnekki við áðurnefndan fréttaflutning. Ég vil geta treyst því að fréttir þess séu vel og faglega unnar. Ríkisútvarpið hefur veigamiklu öryggishlutverki að gegna þegar vá ber að höndum og því er nauðsynlegt að fólkið í landinu geti treyst því að fréttaflutningur þess sé hafinn yfir allan vafa. Ríkisútvarpið hefur í máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur farið yfir öll siðferðileg mörk og hlýtur að biðja hana afsökunar. Ríkisútvarpið þarf að leiðrétta þessi alvarlegu mistök í fréttaflutningi sínum og hreinsa Ásthildi Lóu af ásökunum um saknæmt athæfi. Það hefur verið vegið mög harkalega að henni bæði faglega og persónulega, hvað varðar einkalíf hennar og fjölskyldu. Öll gerum við mistök. Við þurfum í fyrsta lagi að horfast í augu við mistökin og leiðrétta þau. Í öðru lagi biðjumst við afsökunar og reynum við að bæta fyrir mistökin eins og kostur er. Í máli Ásthildar Lóu hefur því miður orðið skaði, sem að öllum líkindum er að töluverðu leyti óbætanlegur. Ég skora á ykkur öll sem hafa átt einhvern þátt í þessari aðför að Ásthildi Lóu að gera allt sem þið mögulega getið til að bæta fyrir brot ykkar, reyna að draga úr þeim skaða sem orðið hefur og hreinsa hana af ósönnum ásökunum. Hvað getum við lært af aðförinni að Ásthildi Lóu? Spyrjum okkur sjálf. Hvernig samfélag viljum við skapa hér á Íslandi? Eru þetta þau gildi sem við viljum kenna börnunum okkar, að það sé í lagi að bera ósannaðar sakir á fólk og reyna þannig að upphefja sig á kostnað annarra, hvað sem það kostar? Hvernig manneskjur viljum við vera? Erum við að fylgja Gullnu reglunni, að koma fram við aðra eins og við myndum vilja að komið væri fram við okkur? Höfundur er náms- og starfsráðgjafi.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun