Körfubolti

„Mikil spenna á öllum víg­stöðvum“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Víða verður spenna í kvöld, þar á meðal í Smáranum þar sem KR tapaði um helgina en verður helst að vinna Grindavík í kvöld.
Víða verður spenna í kvöld, þar á meðal í Smáranum þar sem KR tapaði um helgina en verður helst að vinna Grindavík í kvöld. Vísir/Diego

Gríðarspennandi lokaumferð Bónus deildar karla í körfubolta fer fram í kvöld. Allir sex leikirnir hefst klukkan 19:15 og að nægu að keppa. Öllum leikjunum verður fylgt eftir á Stöð 2 Sport.

Hörður Unnsteinsson mun ásamt Teiti Örlygssyni og Sævari Sævarssyni fylgja öllum sex leikjum kvöldsins eftir í beinni útsendingu í Bónus Skiptiborðinu sem hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport.

Í kvöld kemur í ljós hverjir verða deildarmeistarar og þá berjast fjögur lið; ÍR, KR, Keflavík og Þór Þorlákshöfn um tvö laus sæti í úrslitakeppninni. Öll geta farið í úrslitakeppnina og öll geta setið eftir með sárt ennið.

Nánar er rýnt í alla möguleikana í stöðunni í grein á Vísi sem birt var fyrr í dag og nálgast má hér.

Klippa: Sjaldan sést eins spennandi lokaumferð

„Það er í raun ótrulegt að segja það en það eru bara tvö sæti sem eru klár fyrir lokaumferðina, það eru þessi neðstu tvö, 11. og 12. sæti. Öll hin liðin geta fært sig upp eða niður. Það er mikil spenna á öllum vígstöðvum og náttúrulega aðallega í þessum úrslitakeppnissætum,“ segir Hörður í samtali við íþróttadeild.

Hörður fer yfir sviðið í spilaranum að ofan.

Stöð 2 Sport 

  • 18.45 GAZið: Upphitun
  • 19.00 Skiptiborðið
  • 21.15 Tilþrifin

Stöð 2 Sport 5

  • 19.05 Þór Þorlákshöfn (10. sæti) gegn Keflavík (9. sæti)

Stöð 2 Sport 6

  • 19.05 Stjarnan (2. sæti) gegn Njarðvík (3. sæti)

Bónus deildin 1

  • 19:10 GAZ: Tindastóll (1. sæti) gegn Valur (4. sæti)

Bónus deildin 2

  • 19:10 Grindavík (6. sæti) gegn KR (8. sæti)

Bónus deildin 3

  • 19:10 Haukar (12. sæti) gegn ÍR (7. sæti)

Stöð 2 Vísir

  • 19:10 Höttur (11. sæti) - Álftanes (5. sæti)

Bónus Skiptiborðið hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×