Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2025 16:05 Seljaskóli er fyrir börn á aldrinum sex til sextán ára í efra Breiðholti. vísir/Vilhelm Lögregla var kölluð til við Seljaskóla í Reykjavík eftir hádegið vegna barna sem mættu óboðin á skólalóðina og höfðu í hótunum við ellefu til þrettán ára gömul börn á miðstigi skólans. Töldu einhverjir nemendur móta fyrir hníf í buxnastreng óboðnu gestanna. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Jóhanna Héðinsdóttir skólastjóri sendi á foreldra og forráðamenn. Þrjú ungmenni úr öðrum grunnskóla hafi mætt á skólalóðina fyrir hádegi. Þau hafi strax verið beðin um að yfirgefa svæðið „Starfsfólk og skólastjóri hafði af þeim afskipti og vísaði þeim í burtu. - Líkt og við gerum alltaf. Enginn óviðkomandi á að vera hér í eða við skólann á skólatíma,“ segir í tölvupósti Jóhönnu. Hótanir um ofbeldi Stuttu síðar hafi orðið uppnám í hádegisfrímínútum þar sem margir nemendur á miðstigi komu úr frímínútum og sögðu þessi ungmenni hafa haft uppi hótanir við þau um ofbeldi úti á skólalóð. „Einhverjir nemendur uppástóðu að eitt ungmennið hafi verið með hníf. En enginn gat almennilega staðfest það og síðar í samtölum var það raunar svo að nemendur voru bara vissir um að slíkt væri, eða héldu að þeir hefðu séð móta fyrir hníf í buxnastreng.“ Jóhanna segist strax hafa hringt í lögreglu. Fulltrúar hennar hafi mætt á svæðið, tekið niður upplýsingar og ætlað að svipast um í hverfinu. Á þessum tímapunkti hafi óboðnu ungmennin verið farin á brott. Ræddi við skólastjórann í hinum skólanum Þá segist Jóhanna hafa sett sig í samband við skólastjóra í þeim grunnskóla sem talið er að óboðnu ungmennin gangi í. „Það varð töluvert uppnám hjá nemendum við þetta atvik, sem við skiljum. Einhverjir nemendur urðu alls ekki varir við neitt,“ segir Jóhanna. Mikilvægt sé að halda foreldrum upplýst um atvik dagsins. Lögreglumál Skóla- og menntamál Reykjavík Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti sem Jóhanna Héðinsdóttir skólastjóri sendi á foreldra og forráðamenn. Þrjú ungmenni úr öðrum grunnskóla hafi mætt á skólalóðina fyrir hádegi. Þau hafi strax verið beðin um að yfirgefa svæðið „Starfsfólk og skólastjóri hafði af þeim afskipti og vísaði þeim í burtu. - Líkt og við gerum alltaf. Enginn óviðkomandi á að vera hér í eða við skólann á skólatíma,“ segir í tölvupósti Jóhönnu. Hótanir um ofbeldi Stuttu síðar hafi orðið uppnám í hádegisfrímínútum þar sem margir nemendur á miðstigi komu úr frímínútum og sögðu þessi ungmenni hafa haft uppi hótanir við þau um ofbeldi úti á skólalóð. „Einhverjir nemendur uppástóðu að eitt ungmennið hafi verið með hníf. En enginn gat almennilega staðfest það og síðar í samtölum var það raunar svo að nemendur voru bara vissir um að slíkt væri, eða héldu að þeir hefðu séð móta fyrir hníf í buxnastreng.“ Jóhanna segist strax hafa hringt í lögreglu. Fulltrúar hennar hafi mætt á svæðið, tekið niður upplýsingar og ætlað að svipast um í hverfinu. Á þessum tímapunkti hafi óboðnu ungmennin verið farin á brott. Ræddi við skólastjórann í hinum skólanum Þá segist Jóhanna hafa sett sig í samband við skólastjóra í þeim grunnskóla sem talið er að óboðnu ungmennin gangi í. „Það varð töluvert uppnám hjá nemendum við þetta atvik, sem við skiljum. Einhverjir nemendur urðu alls ekki varir við neitt,“ segir Jóhanna. Mikilvægt sé að halda foreldrum upplýst um atvik dagsins.
Lögreglumál Skóla- og menntamál Reykjavík Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira