Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2025 16:05 Seljaskóli er fyrir börn á aldrinum sex til sextán ára í efra Breiðholti. vísir/Vilhelm Lögregla var kölluð til við Seljaskóla í Reykjavík eftir hádegið vegna barna sem mættu óboðin á skólalóðina og höfðu í hótunum við ellefu til þrettán ára gömul börn á miðstigi skólans. Töldu einhverjir nemendur móta fyrir hníf í buxnastreng óboðnu gestanna. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Jóhanna Héðinsdóttir skólastjóri sendi á foreldra og forráðamenn. Þrjú ungmenni úr öðrum grunnskóla hafi mætt á skólalóðina fyrir hádegi. Þau hafi strax verið beðin um að yfirgefa svæðið „Starfsfólk og skólastjóri hafði af þeim afskipti og vísaði þeim í burtu. - Líkt og við gerum alltaf. Enginn óviðkomandi á að vera hér í eða við skólann á skólatíma,“ segir í tölvupósti Jóhönnu. Hótanir um ofbeldi Stuttu síðar hafi orðið uppnám í hádegisfrímínútum þar sem margir nemendur á miðstigi komu úr frímínútum og sögðu þessi ungmenni hafa haft uppi hótanir við þau um ofbeldi úti á skólalóð. „Einhverjir nemendur uppástóðu að eitt ungmennið hafi verið með hníf. En enginn gat almennilega staðfest það og síðar í samtölum var það raunar svo að nemendur voru bara vissir um að slíkt væri, eða héldu að þeir hefðu séð móta fyrir hníf í buxnastreng.“ Jóhanna segist strax hafa hringt í lögreglu. Fulltrúar hennar hafi mætt á svæðið, tekið niður upplýsingar og ætlað að svipast um í hverfinu. Á þessum tímapunkti hafi óboðnu ungmennin verið farin á brott. Ræddi við skólastjórann í hinum skólanum Þá segist Jóhanna hafa sett sig í samband við skólastjóra í þeim grunnskóla sem talið er að óboðnu ungmennin gangi í. „Það varð töluvert uppnám hjá nemendum við þetta atvik, sem við skiljum. Einhverjir nemendur urðu alls ekki varir við neitt,“ segir Jóhanna. Mikilvægt sé að halda foreldrum upplýst um atvik dagsins. Lögreglumál Skóla- og menntamál Reykjavík Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti sem Jóhanna Héðinsdóttir skólastjóri sendi á foreldra og forráðamenn. Þrjú ungmenni úr öðrum grunnskóla hafi mætt á skólalóðina fyrir hádegi. Þau hafi strax verið beðin um að yfirgefa svæðið „Starfsfólk og skólastjóri hafði af þeim afskipti og vísaði þeim í burtu. - Líkt og við gerum alltaf. Enginn óviðkomandi á að vera hér í eða við skólann á skólatíma,“ segir í tölvupósti Jóhönnu. Hótanir um ofbeldi Stuttu síðar hafi orðið uppnám í hádegisfrímínútum þar sem margir nemendur á miðstigi komu úr frímínútum og sögðu þessi ungmenni hafa haft uppi hótanir við þau um ofbeldi úti á skólalóð. „Einhverjir nemendur uppástóðu að eitt ungmennið hafi verið með hníf. En enginn gat almennilega staðfest það og síðar í samtölum var það raunar svo að nemendur voru bara vissir um að slíkt væri, eða héldu að þeir hefðu séð móta fyrir hníf í buxnastreng.“ Jóhanna segist strax hafa hringt í lögreglu. Fulltrúar hennar hafi mætt á svæðið, tekið niður upplýsingar og ætlað að svipast um í hverfinu. Á þessum tímapunkti hafi óboðnu ungmennin verið farin á brott. Ræddi við skólastjórann í hinum skólanum Þá segist Jóhanna hafa sett sig í samband við skólastjóra í þeim grunnskóla sem talið er að óboðnu ungmennin gangi í. „Það varð töluvert uppnám hjá nemendum við þetta atvik, sem við skiljum. Einhverjir nemendur urðu alls ekki varir við neitt,“ segir Jóhanna. Mikilvægt sé að halda foreldrum upplýst um atvik dagsins.
Lögreglumál Skóla- og menntamál Reykjavík Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira