Gengur þreyttur en stoltur frá borði Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 27. mars 2025 19:24 Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild gengur stoltur en þreyttur frá rektorskjörinu. Stöð 2 Magnús Karl Magnússon beið nauman ósigur í seinni umferð rektorskjörs Háskóla Íslands í dag. Hann óskar nýkjörnum rektor til hamingju og segist ganga þreyttur en sáttur frá borði. Silja Bára R. Ómarsdóttir bar sigur úr býtum í seinni umferð rektorskjörs með rétt rúm fimmtíu prósent greiddra atkvæða. Kosið var á milli þeirra tveggja þegar hvorugt þeirra hlaut hreinan meirihluta atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Magnús segir kosningabaráttuna hafa verið heiðarlega, málefnalega og langa. „En ég held að stofnunin sé sterkari á eftir og það er það sem skiptir mestu máli,“ segir hann. „Umræðan var mikil, hún var málefnaleg. Það er heilbrigt fyrir stofnun að fara í gegnum svona mikla umræðu. Ég held við getum öll sem komum að þessu verið stolt af stofnuninni okkar og þessari baráttu,“ segir Magnús. Hann segir þau bæði vera sammála um mikilvægi þess að fjármagna Háskólann nægilega vel og segist vera reiðubúinn til þess að aðstoða Silju óski hún þess. Magnús segist ekki upplifa svekkelsi. „Ekki svekktur. Ég geng sáttur. Við háðum mjög góða baráttu og ég er með alveg gífurlega sterkt lið sem hefur unnið með mér og ég er stoltur af þeim. Þannig að svekktur er ekki rétta orðið,“ segir hann. „Maður er stoltur og ánægður með það. Ég í minnsta kosti geng ánægður frá borði. Þetta hefur verið málefnaleg og góð barátta,“ bætir hann við. Hann segir að í kvöld ætli hann að þakka stuðningsfólki sínu, vinum og fjölskyldu fyrir stuðning þeirra. „Síðan tekur við hvíld og síðan heldur vinnan áfram,“ segir Magnús Karl Magnússon. Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Silja Bára R. Ómarsdóttir bar sigur úr býtum í seinni umferð rektorskjörs með rétt rúm fimmtíu prósent greiddra atkvæða. Kosið var á milli þeirra tveggja þegar hvorugt þeirra hlaut hreinan meirihluta atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Magnús segir kosningabaráttuna hafa verið heiðarlega, málefnalega og langa. „En ég held að stofnunin sé sterkari á eftir og það er það sem skiptir mestu máli,“ segir hann. „Umræðan var mikil, hún var málefnaleg. Það er heilbrigt fyrir stofnun að fara í gegnum svona mikla umræðu. Ég held við getum öll sem komum að þessu verið stolt af stofnuninni okkar og þessari baráttu,“ segir Magnús. Hann segir þau bæði vera sammála um mikilvægi þess að fjármagna Háskólann nægilega vel og segist vera reiðubúinn til þess að aðstoða Silju óski hún þess. Magnús segist ekki upplifa svekkelsi. „Ekki svekktur. Ég geng sáttur. Við háðum mjög góða baráttu og ég er með alveg gífurlega sterkt lið sem hefur unnið með mér og ég er stoltur af þeim. Þannig að svekktur er ekki rétta orðið,“ segir hann. „Maður er stoltur og ánægður með það. Ég í minnsta kosti geng ánægður frá borði. Þetta hefur verið málefnaleg og góð barátta,“ bætir hann við. Hann segir að í kvöld ætli hann að þakka stuðningsfólki sínu, vinum og fjölskyldu fyrir stuðning þeirra. „Síðan tekur við hvíld og síðan heldur vinnan áfram,“ segir Magnús Karl Magnússon.
Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira