Gengur þreyttur en stoltur frá borði Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 27. mars 2025 19:24 Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild gengur stoltur en þreyttur frá rektorskjörinu. Stöð 2 Magnús Karl Magnússon beið nauman ósigur í seinni umferð rektorskjörs Háskóla Íslands í dag. Hann óskar nýkjörnum rektor til hamingju og segist ganga þreyttur en sáttur frá borði. Silja Bára R. Ómarsdóttir bar sigur úr býtum í seinni umferð rektorskjörs með rétt rúm fimmtíu prósent greiddra atkvæða. Kosið var á milli þeirra tveggja þegar hvorugt þeirra hlaut hreinan meirihluta atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Magnús segir kosningabaráttuna hafa verið heiðarlega, málefnalega og langa. „En ég held að stofnunin sé sterkari á eftir og það er það sem skiptir mestu máli,“ segir hann. „Umræðan var mikil, hún var málefnaleg. Það er heilbrigt fyrir stofnun að fara í gegnum svona mikla umræðu. Ég held við getum öll sem komum að þessu verið stolt af stofnuninni okkar og þessari baráttu,“ segir Magnús. Hann segir þau bæði vera sammála um mikilvægi þess að fjármagna Háskólann nægilega vel og segist vera reiðubúinn til þess að aðstoða Silju óski hún þess. Magnús segist ekki upplifa svekkelsi. „Ekki svekktur. Ég geng sáttur. Við háðum mjög góða baráttu og ég er með alveg gífurlega sterkt lið sem hefur unnið með mér og ég er stoltur af þeim. Þannig að svekktur er ekki rétta orðið,“ segir hann. „Maður er stoltur og ánægður með það. Ég í minnsta kosti geng ánægður frá borði. Þetta hefur verið málefnaleg og góð barátta,“ bætir hann við. Hann segir að í kvöld ætli hann að þakka stuðningsfólki sínu, vinum og fjölskyldu fyrir stuðning þeirra. „Síðan tekur við hvíld og síðan heldur vinnan áfram,“ segir Magnús Karl Magnússon. Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Silja Bára R. Ómarsdóttir bar sigur úr býtum í seinni umferð rektorskjörs með rétt rúm fimmtíu prósent greiddra atkvæða. Kosið var á milli þeirra tveggja þegar hvorugt þeirra hlaut hreinan meirihluta atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Magnús segir kosningabaráttuna hafa verið heiðarlega, málefnalega og langa. „En ég held að stofnunin sé sterkari á eftir og það er það sem skiptir mestu máli,“ segir hann. „Umræðan var mikil, hún var málefnaleg. Það er heilbrigt fyrir stofnun að fara í gegnum svona mikla umræðu. Ég held við getum öll sem komum að þessu verið stolt af stofnuninni okkar og þessari baráttu,“ segir Magnús. Hann segir þau bæði vera sammála um mikilvægi þess að fjármagna Háskólann nægilega vel og segist vera reiðubúinn til þess að aðstoða Silju óski hún þess. Magnús segist ekki upplifa svekkelsi. „Ekki svekktur. Ég geng sáttur. Við háðum mjög góða baráttu og ég er með alveg gífurlega sterkt lið sem hefur unnið með mér og ég er stoltur af þeim. Þannig að svekktur er ekki rétta orðið,“ segir hann. „Maður er stoltur og ánægður með það. Ég í minnsta kosti geng ánægður frá borði. Þetta hefur verið málefnaleg og góð barátta,“ bætir hann við. Hann segir að í kvöld ætli hann að þakka stuðningsfólki sínu, vinum og fjölskyldu fyrir stuðning þeirra. „Síðan tekur við hvíld og síðan heldur vinnan áfram,“ segir Magnús Karl Magnússon.
Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira