Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Jakob Bjarnar skrifar 31. mars 2025 11:56 Inga Sæland ræddi lauslega mál Ásthildar Lóu og hennar afstaða var alveg klár: Fréttirnar voru settar fram til að ráðast að æru og meiða. vísir/vilhelm Formaður Flokks fólksins segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur einfaldlega hafa sagt af sér til að koma í veg fyrir að ráðist yrði á sig og ríkisstjórnina í fjölmiðlum. Barnabarn hennar sem glataði skóm tímabundið í Borgarholtsskóla hafi ekki sótt skólann síðan fjallað var um símtal hennar við skólastjórann. Inga spyr um ábyrgð hans. Inga Sæland var í löngu samtali við þá bræður Egilssyni, Gunnar Smára og Sigurjón Magnús á Samstöðinni. Inga hefur ekki mikið tjáð sig um þau mál sem helst hafa verið í deiglunni og snúa að Flokki Fólksins, en það gerði hún en þó ekki fyrr en í lok klukkutíma viðtals. Inga var búin að fara yfir öll þau mál sem eru á hennar borði vel og vandlega og þar er gangur. Að hennar sögn eru öll mál á fleygiferð og gríðarlega góð og brosandi samstaða við ríkisstjórnarborðið þar sem fólk er samstiga og oft skellir fólk þar upp úr. „Vá hvað við erum að breyta miklu og vá hvað við elskum þjóðina okkar. Og hvað við eigum eftir að gera þetta samfélag betra, ég er þar,“ sagði Inga. Fyrstu fréttir til að ráðast á æru og meiða Það var ekki fyrr en undir lok viðtalsins sem þeir bræður sneru sér að því sem hefur verið mál málanna að undanförnu, þau sem leiddu til afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur fráfarandi barna- og menntamálaráðherra. Gunnar Smári sagði að fréttaflutingurinn hafi verið á þá vegu að Flokkur Fólksins hafi fengið óvægna umfjöllun í Morgunblaðinu og svo hafi RÚV skottast á eftir. „Já, það kom mér svolítið á óvart. Maður veltir fyrir sér, þar til að mynda fjölmiðill allra landsmanna, þarf enginn að axla ábyrgð á svona herferð og ósannindum sem voru settar fram með alhæfingarhætti á fimmtudagskvöldinu fyrir rúmri viku síðan.“ Finnst þér að einhver á Ríkisútvarpinu eigi að bera ábyrgð á því að fyrstu fréttir voru ekki sannleikanum samkvæmar? „Fyrstu fréttir af málinu eru til þess fallnar að ráðast að æru og meiða.“ Sagði af sér vegna hugsanlegs frekari fréttaflutnings En þá var ráðherra búinn að segja af sér, spurði Gunnar Smári? „Hún gerir það náttúrlega ekki fyrr en að hún veit það, fyrst var talið að fréttin ætti ekki að koma klukkan sjö en svo kom hún strax í Speglinum klukkan sex. Ég ætla ekki að verða þess valdandi að öll góðu málin sem ég er að vinna að falli í skuggann, öll fallegu málin okkar, um óhróðri um mig. Að fjölmiðlar keppist við að koma fram með óhróður um mig.“ Hefurðu heyrt eitthvað í henni, skaut Sigurjón inní? „Jájá, ég heyrði í henni í gær. Hún er bara áfram veginn. Hún er grjóthörð. Hún kemur aftur.“ Umsjónarmenn reifuðu að Ásthildur Lóa hafi sagt af sér áður en fyrstu fréttir voru sagðar? „Nei, það er nú svo margt sem er sagt í umræðunni. Nei, ástæðan fyrir því að hún ákveður að stíga til hliðar er náttúrlega bara þetta að hún sá fyrir hvernig umfjöllunin yrði. Hvernig yrði þetta ef maður segir ekki af sér, hvað gerist þá? Er maður hrakinn frá, af því að þá er farið reyna að grafa meira, gera eitthvað annað, búa til fleiri sögur, verð óvægnari og ómanneskjulegri í allri umræðu eins og við höfum oft séð.“ „Má ég ekki vera amma?“ Inga vatt þá kvæði sínu í kross og sagði athyglisvert að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd væri enn að tala um samtal hennar við skólastjóra Borgarstjóra. Inga vildi setja spurningarmerki við framgöngu skólastjórans: „Auðvitað á hann ekki að tala um einkasamtal sem bitnar á nemandanum. Sá eini sem á ömmu sem er ráðherra! Að ég hefði ítök hjá lögreglunni? Hvers konar bull er þetta? Hverjum dettur þetta í hug? Hverju átti ég að hóta honum út af einhverjum skóm? Sextán árum eða ævilangt? Hvað átti ég að gera? Hvað var þetta eiginlega? Það er rúllað af stað með eitthvað. Þetta kom nú samt sem áður fram hjá vini mínum Jakob Bjarnari. Honum fannst Gróa á Leiti spennandi hvað þetta varðar. Ég hef aldrei kunnað við Gróu á Leiti. Aldrei nokkurn tímann.“ En þú áttir ekki að hringja? „Má ég ekki vera amma? Má ég ekki hjálpa drengnum, má ég ekki gera það? En ég verð að af-Ingu mig dálítið. Ákveðin hvatvísi sem ég verð að stilla mig um? En hafa einhvern tíma fjölmiðlar verið að skoða það hvort þessi ágæti skólastjóri braut trúnað gagnvart nemandanum? Og hvaða afleiðing það hefur að labba niður á kennarastofu og tjá sig yfir heilan hóp af kennurum um prívat samtal? Hefur einhver verið að tala um það. Bara af því að ég er ráðherra þá á ég að taka þetta á kassann.“ Drengurinn er að sögn Ingu ekki lengur í skólanum og hefur aldrei mætt í skólann eftir að málið kom upp. Hann ætlaði að verða pípari en það frestist fram á haust, að sögn Ingu. Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Fjölmiðlar Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Inga Sæland var í löngu samtali við þá bræður Egilssyni, Gunnar Smára og Sigurjón Magnús á Samstöðinni. Inga hefur ekki mikið tjáð sig um þau mál sem helst hafa verið í deiglunni og snúa að Flokki Fólksins, en það gerði hún en þó ekki fyrr en í lok klukkutíma viðtals. Inga var búin að fara yfir öll þau mál sem eru á hennar borði vel og vandlega og þar er gangur. Að hennar sögn eru öll mál á fleygiferð og gríðarlega góð og brosandi samstaða við ríkisstjórnarborðið þar sem fólk er samstiga og oft skellir fólk þar upp úr. „Vá hvað við erum að breyta miklu og vá hvað við elskum þjóðina okkar. Og hvað við eigum eftir að gera þetta samfélag betra, ég er þar,“ sagði Inga. Fyrstu fréttir til að ráðast á æru og meiða Það var ekki fyrr en undir lok viðtalsins sem þeir bræður sneru sér að því sem hefur verið mál málanna að undanförnu, þau sem leiddu til afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur fráfarandi barna- og menntamálaráðherra. Gunnar Smári sagði að fréttaflutingurinn hafi verið á þá vegu að Flokkur Fólksins hafi fengið óvægna umfjöllun í Morgunblaðinu og svo hafi RÚV skottast á eftir. „Já, það kom mér svolítið á óvart. Maður veltir fyrir sér, þar til að mynda fjölmiðill allra landsmanna, þarf enginn að axla ábyrgð á svona herferð og ósannindum sem voru settar fram með alhæfingarhætti á fimmtudagskvöldinu fyrir rúmri viku síðan.“ Finnst þér að einhver á Ríkisútvarpinu eigi að bera ábyrgð á því að fyrstu fréttir voru ekki sannleikanum samkvæmar? „Fyrstu fréttir af málinu eru til þess fallnar að ráðast að æru og meiða.“ Sagði af sér vegna hugsanlegs frekari fréttaflutnings En þá var ráðherra búinn að segja af sér, spurði Gunnar Smári? „Hún gerir það náttúrlega ekki fyrr en að hún veit það, fyrst var talið að fréttin ætti ekki að koma klukkan sjö en svo kom hún strax í Speglinum klukkan sex. Ég ætla ekki að verða þess valdandi að öll góðu málin sem ég er að vinna að falli í skuggann, öll fallegu málin okkar, um óhróðri um mig. Að fjölmiðlar keppist við að koma fram með óhróður um mig.“ Hefurðu heyrt eitthvað í henni, skaut Sigurjón inní? „Jájá, ég heyrði í henni í gær. Hún er bara áfram veginn. Hún er grjóthörð. Hún kemur aftur.“ Umsjónarmenn reifuðu að Ásthildur Lóa hafi sagt af sér áður en fyrstu fréttir voru sagðar? „Nei, það er nú svo margt sem er sagt í umræðunni. Nei, ástæðan fyrir því að hún ákveður að stíga til hliðar er náttúrlega bara þetta að hún sá fyrir hvernig umfjöllunin yrði. Hvernig yrði þetta ef maður segir ekki af sér, hvað gerist þá? Er maður hrakinn frá, af því að þá er farið reyna að grafa meira, gera eitthvað annað, búa til fleiri sögur, verð óvægnari og ómanneskjulegri í allri umræðu eins og við höfum oft séð.“ „Má ég ekki vera amma?“ Inga vatt þá kvæði sínu í kross og sagði athyglisvert að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd væri enn að tala um samtal hennar við skólastjóra Borgarstjóra. Inga vildi setja spurningarmerki við framgöngu skólastjórans: „Auðvitað á hann ekki að tala um einkasamtal sem bitnar á nemandanum. Sá eini sem á ömmu sem er ráðherra! Að ég hefði ítök hjá lögreglunni? Hvers konar bull er þetta? Hverjum dettur þetta í hug? Hverju átti ég að hóta honum út af einhverjum skóm? Sextán árum eða ævilangt? Hvað átti ég að gera? Hvað var þetta eiginlega? Það er rúllað af stað með eitthvað. Þetta kom nú samt sem áður fram hjá vini mínum Jakob Bjarnari. Honum fannst Gróa á Leiti spennandi hvað þetta varðar. Ég hef aldrei kunnað við Gróu á Leiti. Aldrei nokkurn tímann.“ En þú áttir ekki að hringja? „Má ég ekki vera amma? Má ég ekki hjálpa drengnum, má ég ekki gera það? En ég verð að af-Ingu mig dálítið. Ákveðin hvatvísi sem ég verð að stilla mig um? En hafa einhvern tíma fjölmiðlar verið að skoða það hvort þessi ágæti skólastjóri braut trúnað gagnvart nemandanum? Og hvaða afleiðing það hefur að labba niður á kennarastofu og tjá sig yfir heilan hóp af kennurum um prívat samtal? Hefur einhver verið að tala um það. Bara af því að ég er ráðherra þá á ég að taka þetta á kassann.“ Drengurinn er að sögn Ingu ekki lengur í skólanum og hefur aldrei mætt í skólann eftir að málið kom upp. Hann ætlaði að verða pípari en það frestist fram á haust, að sögn Ingu.
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Fjölmiðlar Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent