Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. mars 2025 12:02 Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, rannsóknardósent við Árnastofnun og aðalmaður í mannanafnanefnd, og Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar. árnastofnun/vilhelm Rannsóknardósent við Árnastofnun og aðalmaður í mannanafnanefnd segir að um menningarslys yrði að ræða ef frumvarp um breytingu á mannanafnalögum verði samþykkt. Lagabreytingin myndi grafa undan núverandi kerfi, sem væri fljótt að láta undan síga. Jón Gnarr og sjö aðrir þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannanöfn, sem rýmkar heimild til að taka upp ættarnöfn. Ef frumvarpið yrði samþykkt væri mögulegt að taka upp nýtt kenninafn án þess að eiga til þess eiginlegt eða huglægt tilkall. Hafi eftirnafn gengið mann fram af manni í þrjár kynslóðir telst það ættarnafn. „Fyrir þessu geta legið ótal persónulegar og menningarlegar ástæður. Þannig geta einstaklingar viljað kenna sig við sérstakan stað á landinu, eins og fordæmi eru fyrir, svo sem Fossberg, Reykfjörð, Vestmann eða Laxness svo að nokkur dæmi séu nefnd,“ segir í frumvarpinu. Menningararfur sérstakur á heimsmæliskvarða Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, rannsóknardósent við Árnastofnun og aðalmaður í mannanafnanefnd, segir frumvarpið vera áhugaverða tilraun þó hann efist um að hún yrði til góðs. „Mér líst samt ekki á það að ætla að breyta þessu grunnkerfi okkar, þessu föður- og móðurnafnakerfi. Þetta er sú leið sem við höfum valið með kenninöfnin, að kenna okkur til föður eða móður.“ Um sé að ræða mikinn menningararf sem sé sérstakur á heimsmælikvarða. Jóhannes óttast að ef ákvarðanir um eftirnöfn verði gefnar frjálsar hér á landi, muni núverandi kerfi láta undan síga og föðurnöfn snögglega heyra sögunni til. „Þetta grafi mjög fljótt undan okkar kerfi og það yrði menningarslys, finnst mér. Svo er þetta eins og umferðarlög. Við höfum hérna hægri umferð en það væri ekki gott að hafa bæði vinstri og hægri umferð. Það yrði fljótt mikill ruglingur.“ Ekki aftursnúið ef grafið er undan núverandi kerfi Hann bendir á að í Danmörku hvíli vernd á ýmsum ættarnöfnum sem afmarkaður fjöldi fólks ber. Það sé með öllu óljóst í frumvarpinu hvernig þessu yrði háttað og frumvarpið skortir frekari ramma að mati Jóhannesar. Ef núverandi kerfi myndi frá hverfa væri ekki aftursnúið. „Auðvitað segja sumir á móti að aftuhaldsseggir og þeir sem vilja halda í nafnasiðinn og okkar menningarhefð vantreysti fólki og það eigi að treysta fólki til að vernda okkar gamla sið. Á móti má segja að ef þeir svartsýnustu eins og ég hafa rétt fyrir sér og nýtt ættar- og eftirnafnakerfi tekur við, þá er hitt að eilífu horfið, getum við sagt. Þá er mjög erfitt að taka það upp aftur eins og við sjáum í öðrum löndum. Þetta er mjög merkileg hefð og ég held að við ættum ekki að kasta þessu á glæ.“ Mannanöfn Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Aþena og Embla voru vinsælusta nöfnin meðal nýfæddra stúlkna sem fyrsta eiginnafn árið 2024. Alls 22 stúlkum var gefið nafnið Aþena og jafnmörgum nafnið Embla. Nöfnin Emilía, Birta og Sara koma þar á eftir en 20 stúlkum var gefið hvert nafn. 27. mars 2025 10:09 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Sjá meira
Jón Gnarr og sjö aðrir þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannanöfn, sem rýmkar heimild til að taka upp ættarnöfn. Ef frumvarpið yrði samþykkt væri mögulegt að taka upp nýtt kenninafn án þess að eiga til þess eiginlegt eða huglægt tilkall. Hafi eftirnafn gengið mann fram af manni í þrjár kynslóðir telst það ættarnafn. „Fyrir þessu geta legið ótal persónulegar og menningarlegar ástæður. Þannig geta einstaklingar viljað kenna sig við sérstakan stað á landinu, eins og fordæmi eru fyrir, svo sem Fossberg, Reykfjörð, Vestmann eða Laxness svo að nokkur dæmi séu nefnd,“ segir í frumvarpinu. Menningararfur sérstakur á heimsmæliskvarða Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, rannsóknardósent við Árnastofnun og aðalmaður í mannanafnanefnd, segir frumvarpið vera áhugaverða tilraun þó hann efist um að hún yrði til góðs. „Mér líst samt ekki á það að ætla að breyta þessu grunnkerfi okkar, þessu föður- og móðurnafnakerfi. Þetta er sú leið sem við höfum valið með kenninöfnin, að kenna okkur til föður eða móður.“ Um sé að ræða mikinn menningararf sem sé sérstakur á heimsmælikvarða. Jóhannes óttast að ef ákvarðanir um eftirnöfn verði gefnar frjálsar hér á landi, muni núverandi kerfi láta undan síga og föðurnöfn snögglega heyra sögunni til. „Þetta grafi mjög fljótt undan okkar kerfi og það yrði menningarslys, finnst mér. Svo er þetta eins og umferðarlög. Við höfum hérna hægri umferð en það væri ekki gott að hafa bæði vinstri og hægri umferð. Það yrði fljótt mikill ruglingur.“ Ekki aftursnúið ef grafið er undan núverandi kerfi Hann bendir á að í Danmörku hvíli vernd á ýmsum ættarnöfnum sem afmarkaður fjöldi fólks ber. Það sé með öllu óljóst í frumvarpinu hvernig þessu yrði háttað og frumvarpið skortir frekari ramma að mati Jóhannesar. Ef núverandi kerfi myndi frá hverfa væri ekki aftursnúið. „Auðvitað segja sumir á móti að aftuhaldsseggir og þeir sem vilja halda í nafnasiðinn og okkar menningarhefð vantreysti fólki og það eigi að treysta fólki til að vernda okkar gamla sið. Á móti má segja að ef þeir svartsýnustu eins og ég hafa rétt fyrir sér og nýtt ættar- og eftirnafnakerfi tekur við, þá er hitt að eilífu horfið, getum við sagt. Þá er mjög erfitt að taka það upp aftur eins og við sjáum í öðrum löndum. Þetta er mjög merkileg hefð og ég held að við ættum ekki að kasta þessu á glæ.“
Mannanöfn Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Aþena og Embla voru vinsælusta nöfnin meðal nýfæddra stúlkna sem fyrsta eiginnafn árið 2024. Alls 22 stúlkum var gefið nafnið Aþena og jafnmörgum nafnið Embla. Nöfnin Emilía, Birta og Sara koma þar á eftir en 20 stúlkum var gefið hvert nafn. 27. mars 2025 10:09 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Sjá meira
Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Aþena og Embla voru vinsælusta nöfnin meðal nýfæddra stúlkna sem fyrsta eiginnafn árið 2024. Alls 22 stúlkum var gefið nafnið Aþena og jafnmörgum nafnið Embla. Nöfnin Emilía, Birta og Sara koma þar á eftir en 20 stúlkum var gefið hvert nafn. 27. mars 2025 10:09