Innlent

Hafnar á­sökunum um byssuat og upp­gefnir í­búar undir Steinafjalli

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Virkni frá sprungu nærri Grindavík sést ekki lengur í vefmyndavélum og hefur farið minnkandi síðan í hádeginu. Öflugir jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu síðdegis og atburðinum hvergi nærri lokið.

Kristján Már Unnarsson fréttamaður okkar hefur verið í Grindavík í allan dag og verður í beinni útsendingu þaðan í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fer yfir nýjustu tíðindi af vettvangi. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði mætir í settið og rýnir í virknina.

Íbúi í Grindavík, sem var handtekinn í morgun og sakaður um að hafa beint byssu að björgunarsveitarmönnum, segir frásögnina þvælu. Hann hafi ætlað að stilla sér upp fyrir ljósmynd með byssuna í gríni og málið verið blásið upp úr öllu valdi. Rætt verður við hann í kvöldfréttunum og við fáum viðbrögð frá Jóni Þór Víglundssyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Íbúi við Steinafjall, þar sem banaslys varð í gær þegar grjót lenti á bíl, furðar sig á að ekkert hafi verið gert til að verja veginn þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar íbúa.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 1. apríl 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×