Rauði krossinn á Íslandi hefur hrint af stað átaki til að hvetja landsmenn til að vera undirbúnir ef neyðarástand skapast. Við skoðum hvað á að vera í kassanum.
Varaformaður Sambands íslenskra myndlistarmanna segir nýtt gervigreindaræði vekja ýmsar spurningar varðandi höfundarrétt. Gervigreindin annar vart eftirspurn eftir myndum.
Við hittum nýjan þjálfara körfuboltalandsliðs kvenna í sportpakkanum en sá er hokinn af reynslu. Og í Íslandi í dag kíkir Sindri Sindrason í morgunkaffi til Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, nýs borgarstjóra, og fær að kynnast hinni hliðinni.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: