Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. mars 2025 23:30 Elísabet Ósk Maríusdóttir, samfélagslögreglumaður, segir að erfitt sé að hafa hemil á síðum sem spretti upp eins og gorkúlur á samfélagsmiðlum. Vísir/tómas Síður á Instagram sem birta myndskeið af ofbeldi meðal barna spretta upp eins og gorkúlur á samfélagsmiðlum. Að sögn lögreglunnar er töluvert um að gerendur fari saman í hópum og skipuleggi slagsmál, en þolendur geta verið allt niður í tíu ára gamlir. Töluvert hefur borið á því að myndskeið af börnum að beita önnur börn ofbeldi rati inn á samfélagsmiðla og fari þar í dreifingu. Iðulega er um að ræða fjölda gerenda gegn einum eða fáum þolendum, en dæmi eru um að þolendur séu allt niður í tíu ára gamlir. Oft á tíðum sé um sömu gerendur að ræða sem finni sífellt ný fórnarlömb. Upptaka sé líka ofbeldi Elísabet Ósk Maríusdóttir, samfélagslögreglumaður, segir að erfitt sé að hafa hemil á síðum sem spretti upp eins og gorkúlur á samfélagsmiðlum. Umrætt myndefni var birt á Instagram-aðgangi sem er nú með um 1.900 fylgjendur og má búast við að aðrir slíkir spretti upp þegar honum verður lokað. „Mest af þessum málum koma inn til okkar þegar foreldrar hafa verið vakandi, eru að skoða símana og spyrja börnin hvað er í gangi og fá þá einhverja vitneskju. Kannski að minna á það, að deila upptökum, að skilja eftir athugasemd og að líka við færslu er þátttaka. Að taka upp er líka þátttaka að ofbeldi og nú er komið dómafordæmi fyrir því til dæmis.“ Sömu aðilar gjarnan á bak við síðurnar Bæði séu til dæmi um það að gerendur fari saman í hópum og skipuleggi slagsmál en einnig að slagsmál brjótist út fyrir tilviljun sem séu síðan tekin upp. Lögreglan hvetur fólk til að tilkynna ef það verður vart við slíkt myndefni. „Það er til dæmis hnappur inn á logreglan.is, ég vil tilkynna brot, og velja, ofbeldismyndband ungmenna. Það er mikilvægt að tilkynna til okkar svo við getum gert eitthvað í því. Hvort sem að þú veist að það er myndband af þér í dreifingu eða barninu þínu eða þú bara sérð það á veggnum þínum. Þá skal tilkynna það til okkar svo við getum tekið það niður.“ Lögregluna grunar að sömu aðilar séu gjarnan á bak við síðurnar, enda beri þær oft sambærileg nöfn. Foreldrar eru hvattir til að vera vakandi fyrir samfélagsmiðlanotkun barna sinna. „Mest af þessum málum koma inn til okkar þegar foreldrar hafa verið vakandi, eru að skoða símana og spyrja börnin hvað er í gangi og fá það einhverja vitneskju.“ Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Töluvert hefur borið á því að myndskeið af börnum að beita önnur börn ofbeldi rati inn á samfélagsmiðla og fari þar í dreifingu. Iðulega er um að ræða fjölda gerenda gegn einum eða fáum þolendum, en dæmi eru um að þolendur séu allt niður í tíu ára gamlir. Oft á tíðum sé um sömu gerendur að ræða sem finni sífellt ný fórnarlömb. Upptaka sé líka ofbeldi Elísabet Ósk Maríusdóttir, samfélagslögreglumaður, segir að erfitt sé að hafa hemil á síðum sem spretti upp eins og gorkúlur á samfélagsmiðlum. Umrætt myndefni var birt á Instagram-aðgangi sem er nú með um 1.900 fylgjendur og má búast við að aðrir slíkir spretti upp þegar honum verður lokað. „Mest af þessum málum koma inn til okkar þegar foreldrar hafa verið vakandi, eru að skoða símana og spyrja börnin hvað er í gangi og fá þá einhverja vitneskju. Kannski að minna á það, að deila upptökum, að skilja eftir athugasemd og að líka við færslu er þátttaka. Að taka upp er líka þátttaka að ofbeldi og nú er komið dómafordæmi fyrir því til dæmis.“ Sömu aðilar gjarnan á bak við síðurnar Bæði séu til dæmi um það að gerendur fari saman í hópum og skipuleggi slagsmál en einnig að slagsmál brjótist út fyrir tilviljun sem séu síðan tekin upp. Lögreglan hvetur fólk til að tilkynna ef það verður vart við slíkt myndefni. „Það er til dæmis hnappur inn á logreglan.is, ég vil tilkynna brot, og velja, ofbeldismyndband ungmenna. Það er mikilvægt að tilkynna til okkar svo við getum gert eitthvað í því. Hvort sem að þú veist að það er myndband af þér í dreifingu eða barninu þínu eða þú bara sérð það á veggnum þínum. Þá skal tilkynna það til okkar svo við getum tekið það niður.“ Lögregluna grunar að sömu aðilar séu gjarnan á bak við síðurnar, enda beri þær oft sambærileg nöfn. Foreldrar eru hvattir til að vera vakandi fyrir samfélagsmiðlanotkun barna sinna. „Mest af þessum málum koma inn til okkar þegar foreldrar hafa verið vakandi, eru að skoða símana og spyrja börnin hvað er í gangi og fá það einhverja vitneskju.“
Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira