Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. mars 2025 19:35 Sigurjón Þórðarson er formaður atvinnuveganefndar. Vísir Þingmenn ríkisstjórnaflokkanna ætla á fundi atvinnuveganefndar á morgun að ræða það að afnema öll réttindi grásleppusjómanna að sögn Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem situr í nefndinni. Í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Jón Gunnarsson frá skilaboðum sem þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem sitja í atvinnuveganefnd Alþingis hafi borist. „Vandræðagangurinn mun halda áfram vegna þess að við vorum að fá skilaboð núna þingmenn minnihlutans í Atvinnuveganefnd um mál sem verður tekið upp í atvinnuveganefnd í fyrramálið þar sem að þingmenn þar, upp að sínu frumkvæði, ég trúi ekki að ríkisstjórnin standi á bak við þetta, ætla að afnema öll réttindi sem að grásleppusjómenn voru gefin á síðasta ári með lögum,“ segir Jón. Að sögn Þórarins Inga Péturssyni, þáverandi formaður atvinnuveganefndar, var tilgangur kvótasetningarinnar að búa til fyrirsjáanleika fyrir þá sem stundi grásleppuveiðar. Kjartan Sveinsson, formaður Standveiðifélags Íslands mótmælti áformunum um kvótasetningu grásleppu í skoðanagrein á Vísi. Það gerði líka Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. „Alls 400 sjálfstæðar útgerðir hafa rétt til að stunda grásleppuveiðar að atvinnu. Með frumvarpinu er meirihluta þeirra gert ókleift að stunda veiðarnar,“ skrifar Örn á Vísi. „Þetta er enn eitt vandræðamálið sem mun skapa ríkissjóði ábyrgðir og væntanlega leiða til málsókna ef að það verði í þetta farið. Ég trúi þessu því nú tæplega að ríkisstjórnin ætli að standa á bak við svona vitleysu. Það er eins og draugur Vinstri grænna sé afturgenginn hér þegar kemur að virðingu fyrir lögum í þessu landi,“ segir Jón. Þingmenn ríkisstjórnaflokkanna í atvinnuveganefnd eru Sigurjón Þórðarson, formaður nefndarinnar og þingmaður Flokks fólksins, Eiríkur Björn Björgvinsson, varaformaður nefndarinnar og þingmaður Viðreisnar, Eydís Ásbjörnsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Lilja Rafney, sem nú er í Flokki fólksins, sagði sig úr Vinstri grænum árið 2024 eftir að frumvarpið um kvótasetningu grásleppu var samþykkt á Alþingi. Hún skrifaði nýlega um málið í skoðanagrein birta á Vísi. „Nú þegar Flokkur fólksins hefur tryggt 48 daga í strandveiðum með sinni öflugu ríkisstjórn verður að taka þessa óvönduðu löggjöf um grásleppuveiðar til endurskoðunar,“ skrifaði hún. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Strandveiðar Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Jón Gunnarsson frá skilaboðum sem þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem sitja í atvinnuveganefnd Alþingis hafi borist. „Vandræðagangurinn mun halda áfram vegna þess að við vorum að fá skilaboð núna þingmenn minnihlutans í Atvinnuveganefnd um mál sem verður tekið upp í atvinnuveganefnd í fyrramálið þar sem að þingmenn þar, upp að sínu frumkvæði, ég trúi ekki að ríkisstjórnin standi á bak við þetta, ætla að afnema öll réttindi sem að grásleppusjómenn voru gefin á síðasta ári með lögum,“ segir Jón. Að sögn Þórarins Inga Péturssyni, þáverandi formaður atvinnuveganefndar, var tilgangur kvótasetningarinnar að búa til fyrirsjáanleika fyrir þá sem stundi grásleppuveiðar. Kjartan Sveinsson, formaður Standveiðifélags Íslands mótmælti áformunum um kvótasetningu grásleppu í skoðanagrein á Vísi. Það gerði líka Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. „Alls 400 sjálfstæðar útgerðir hafa rétt til að stunda grásleppuveiðar að atvinnu. Með frumvarpinu er meirihluta þeirra gert ókleift að stunda veiðarnar,“ skrifar Örn á Vísi. „Þetta er enn eitt vandræðamálið sem mun skapa ríkissjóði ábyrgðir og væntanlega leiða til málsókna ef að það verði í þetta farið. Ég trúi þessu því nú tæplega að ríkisstjórnin ætli að standa á bak við svona vitleysu. Það er eins og draugur Vinstri grænna sé afturgenginn hér þegar kemur að virðingu fyrir lögum í þessu landi,“ segir Jón. Þingmenn ríkisstjórnaflokkanna í atvinnuveganefnd eru Sigurjón Þórðarson, formaður nefndarinnar og þingmaður Flokks fólksins, Eiríkur Björn Björgvinsson, varaformaður nefndarinnar og þingmaður Viðreisnar, Eydís Ásbjörnsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Lilja Rafney, sem nú er í Flokki fólksins, sagði sig úr Vinstri grænum árið 2024 eftir að frumvarpið um kvótasetningu grásleppu var samþykkt á Alþingi. Hún skrifaði nýlega um málið í skoðanagrein birta á Vísi. „Nú þegar Flokkur fólksins hefur tryggt 48 daga í strandveiðum með sinni öflugu ríkisstjórn verður að taka þessa óvönduðu löggjöf um grásleppuveiðar til endurskoðunar,“ skrifaði hún. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Strandveiðar Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira