Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 1. apríl 2025 07:02 Nú liggur fyrir skýrt lögfræðiálit um að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem gegnir formennsku fyrir íþróttafélag í borginni sé vanhæfur til að sitja í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur samkvæmt hæfisreglum sveitarstjórnarlaga. Ef fulltrúi gegnir hlutverki sem hann er vanhæfur til að gegna grefur það undan lýðræðislegri, faglegri og sanngjarnri stjórnsýslu og opnar á möguleika á spillingu. Það er gjörsamlega óskiljanlegt - að þrátt fyrir þetta lögfræðiálit sem kveður á afdráttarlausan hátt á um að fulltrúinn sé vanhæfur til setu í ráðinu, að það geti haft fjölmörg neikvæð áhrif á ákvarðanatöku í ráðinu og traust á ákvörðunum ráðsins, að það geti jafnvel gert ákvarðanir ráðsins ólögmætar og Reykjavíkurborg skaðabótaskylda vegna einstaka ákvarðana - að Sjálfstæðisflokkurinn haldi til streitu kröfu sinni um að kjósa þennan borgarfulltrúa í ráðið. Fyrir borgarstjórnarfundi í dag liggur tillaga Sjálfstæðisflokksins um að skipa fulltrúann í ráðið en sama tillaga lág fyrir á síðasta fundi og var þá frestað og því ekki til mikils að halda í vonina um að undarlegt aprílgabb sé að ræða. Ef vafi leikur á um réttmæti lögfræðiálitsins sem komist hefur að þessari niðurstöðu að mati fulltrúa Sjálfstæðisflokksins er ekki bara lágmark heldur liggur í augum uppi að það sé ófrávíkjanleg skylda allra hlutaðeigandi að komast til botns í málinu eftir þar til bærum leiðum áður en fulltrúinn er kosinn í ráðið. Annað væri móðgun við lýðræðislega ferla og færi að mínu mati ansi nærri því að því að vera afglöp í starfi. Fulltrúinn er ekki bara vanhæfur þegar kemur að málefnum sem geta beint snert íþróttafélagið sem hann er í forsvari fyrir heldur almennt vanhæfur til að sitja í ráðinu og gegna því eftirlitshlutverki sem á því hvílir, sem er ekki einskorðað við „sérstök atvik eða einstök mál“ eins og segir í álitinu. Þar er líka talað um viðmið umboðsmanns Alþingis um skipan í nefndarsæti og að „ekki skuli skipa þá menn til nefndarsetu, sem annaðhvort er fyrirsjáanlegt að verði oft vanhæfir til meðferðar einstakra mála eða gegna stöðu, sem vegna ákveðinna tengsla við nefndina veldur sjálfkrafa að þeir geti ekki talist hæfir til að fjalla um sömu mál“. Markmið hæfisreglnanna er að draga úr hættu á að persónulegir hagsmunir einstaklinga í stjórnsýslunni hafi áhrif á niðurstöðu máls og tryggja vandaða og faglega ákvarðanatöku og stjórnsýslu sem nýtur trausts og trúverðugleika. Að vinna gegn sérhagsmunagæslu, frændhygli og spillingu við umsýslu almannagæða, að styrkja faglega og vandaða stjórnsýslu sem og að auka traust á stjórnmálum og stjórnsýslunni er mitt helsta leiðarstef í pólitík. Það skiptir ekki bara máli hvað við gerum heldur líka hvernig það er gert og að vinnubrögðin séu fagleg og gagnsæ. Lýðræðislegur réttur flokka til að tilnefna sína fulltrúa til nefndarsetu er afar mikilvægur en það er ábyrgðarhluti og siðferðilega ámælisvert að tilnefna fulltrúa í ráð sem vitað er að sé vanhæfur samkvæmt bestu upplýsingum. Það er vont og óábyrgt að Sjálfstæðisflokkurinn sé viljugur til að taka slíka áhættu með lögmæti ákvarðanna ráðsins. Það er vont og óábyrgt að setja aðra fulltrúa borgarstjórnar í þá stöðu að þurfa að stíga inn í slíkt mál í stað þess að axla pólitíska ábyrgð á eigin nefndarsætum. Það er þó sumpart í takt við annað sem flokkurinn hefur í áranna rás staðið fyrir og ætti kannski ekki að koma mér svona á óvart, en ég var samt að vona að við værum komin lengra en þetta. Sjálfstæðisflokkurinn og hans hagsmunir eiga ekki að skipta meira máli en hagsmunir almennings. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn og áhugamanneskja um lýðræðislega ferla og spillingarvarnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Reykjavík Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir skýrt lögfræðiálit um að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem gegnir formennsku fyrir íþróttafélag í borginni sé vanhæfur til að sitja í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur samkvæmt hæfisreglum sveitarstjórnarlaga. Ef fulltrúi gegnir hlutverki sem hann er vanhæfur til að gegna grefur það undan lýðræðislegri, faglegri og sanngjarnri stjórnsýslu og opnar á möguleika á spillingu. Það er gjörsamlega óskiljanlegt - að þrátt fyrir þetta lögfræðiálit sem kveður á afdráttarlausan hátt á um að fulltrúinn sé vanhæfur til setu í ráðinu, að það geti haft fjölmörg neikvæð áhrif á ákvarðanatöku í ráðinu og traust á ákvörðunum ráðsins, að það geti jafnvel gert ákvarðanir ráðsins ólögmætar og Reykjavíkurborg skaðabótaskylda vegna einstaka ákvarðana - að Sjálfstæðisflokkurinn haldi til streitu kröfu sinni um að kjósa þennan borgarfulltrúa í ráðið. Fyrir borgarstjórnarfundi í dag liggur tillaga Sjálfstæðisflokksins um að skipa fulltrúann í ráðið en sama tillaga lág fyrir á síðasta fundi og var þá frestað og því ekki til mikils að halda í vonina um að undarlegt aprílgabb sé að ræða. Ef vafi leikur á um réttmæti lögfræðiálitsins sem komist hefur að þessari niðurstöðu að mati fulltrúa Sjálfstæðisflokksins er ekki bara lágmark heldur liggur í augum uppi að það sé ófrávíkjanleg skylda allra hlutaðeigandi að komast til botns í málinu eftir þar til bærum leiðum áður en fulltrúinn er kosinn í ráðið. Annað væri móðgun við lýðræðislega ferla og færi að mínu mati ansi nærri því að því að vera afglöp í starfi. Fulltrúinn er ekki bara vanhæfur þegar kemur að málefnum sem geta beint snert íþróttafélagið sem hann er í forsvari fyrir heldur almennt vanhæfur til að sitja í ráðinu og gegna því eftirlitshlutverki sem á því hvílir, sem er ekki einskorðað við „sérstök atvik eða einstök mál“ eins og segir í álitinu. Þar er líka talað um viðmið umboðsmanns Alþingis um skipan í nefndarsæti og að „ekki skuli skipa þá menn til nefndarsetu, sem annaðhvort er fyrirsjáanlegt að verði oft vanhæfir til meðferðar einstakra mála eða gegna stöðu, sem vegna ákveðinna tengsla við nefndina veldur sjálfkrafa að þeir geti ekki talist hæfir til að fjalla um sömu mál“. Markmið hæfisreglnanna er að draga úr hættu á að persónulegir hagsmunir einstaklinga í stjórnsýslunni hafi áhrif á niðurstöðu máls og tryggja vandaða og faglega ákvarðanatöku og stjórnsýslu sem nýtur trausts og trúverðugleika. Að vinna gegn sérhagsmunagæslu, frændhygli og spillingu við umsýslu almannagæða, að styrkja faglega og vandaða stjórnsýslu sem og að auka traust á stjórnmálum og stjórnsýslunni er mitt helsta leiðarstef í pólitík. Það skiptir ekki bara máli hvað við gerum heldur líka hvernig það er gert og að vinnubrögðin séu fagleg og gagnsæ. Lýðræðislegur réttur flokka til að tilnefna sína fulltrúa til nefndarsetu er afar mikilvægur en það er ábyrgðarhluti og siðferðilega ámælisvert að tilnefna fulltrúa í ráð sem vitað er að sé vanhæfur samkvæmt bestu upplýsingum. Það er vont og óábyrgt að Sjálfstæðisflokkurinn sé viljugur til að taka slíka áhættu með lögmæti ákvarðanna ráðsins. Það er vont og óábyrgt að setja aðra fulltrúa borgarstjórnar í þá stöðu að þurfa að stíga inn í slíkt mál í stað þess að axla pólitíska ábyrgð á eigin nefndarsætum. Það er þó sumpart í takt við annað sem flokkurinn hefur í áranna rás staðið fyrir og ætti kannski ekki að koma mér svona á óvart, en ég var samt að vona að við værum komin lengra en þetta. Sjálfstæðisflokkurinn og hans hagsmunir eiga ekki að skipta meira máli en hagsmunir almennings. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn og áhugamanneskja um lýðræðislega ferla og spillingarvarnir
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun