Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar 1. apríl 2025 09:03 Röskva fyrir hagsmuni stúdenta af landsbyggðinni. Háskólanemar af landsbyggðinni hafa lengi staðið frammi fyrir gríðarlegum áskorunum sem stúdentar höfuðborgarsvæðisins glíma ekki við. Húsnæðismál, samgöngumál, námsfyrirkomulag og kostnaður er áhyggjuefni margra af landsbyggðinni sem kemur niður á háskólamenntun landsfólks. Stúdentahreyfingin Röskva berst fyrir bættum kjörum stúdenta landsbyggðarinnar svo að öll geti staðið jöfnum fæti. Húsnæði fyrir stúdenta. Fyrst og fremst hefur Röskva barist fyrir betra og aðgengilegra húsnæði þar sem stúdentar af landsbyggðinni hafa forgang að stúdentaíbúðum, framboðið er þó enn of lítið og leigan of há. Á þeim 7 árum sem Röskva var í meirihluta jókst framboð um tæplega 20%. Röskva vill halda áfram að auka framboð íbúða sem fyrst og á sama tíma tryggja að leiga sé ekki lengur vísitölutengd þ.e. að leigan hækki ekki lengur á mánaðargrundvelli. Hækkanir á leigu á miðri önn eru óásættanlegur kostnaður sem íþyngir stúdentum af landsbyggðinni sem nú þegar þurfa að standa undir gríðarlegum kostnaði sem leggst ekki jafnt á þá stúdenta sem geta búið í heimahúsum. Einnig vill Röskva að öryggi stúdenta sé tryggt á stúdentagörðum með auknu myndavélaeftirliti og reglulegu eftirliti á læstum sameignarsvæðum. Námsfyrirkomulag og sveigjanleiki náms. Nám í HÍ er að mestu leyti staðnám sem veldur því að þau sem vilja stunda nám neyðast til að flytja á höfuðborgarsvæðið og burt frá sínum heimahögum. Því er erfitt að sjá fyrir sér að Háskóli Íslands sé í raun fyrir alla Íslendinga, þar sem ekki allir hafa þann möguleika á að flytja langar leiðir eða keyra langar vegalengdir daglega til að geta stundað nám. Þess vegna vill Röskva tryggja að tímar séu teknir upp og að fjarnám verði raunverulegur möguleiki sem standi til boða. Þetta felur í sér að kennarar fái betri þjálfun í kerfum skólans eins og Canvas og Panopto, og að fjárfest sé í fleiri Catchbox hljóðnemum. Einnig vill Röskva tryggja að hlutanám verði tekið upp í raunverulegri mynd svo að stúdentar geti stundað lægra námshlutfall í einu því það er ekki á færi allra að geta verið í fullu námi. Þessi möguleiki myndi bjóða upp á mun meiri sveigjanleika og stjórn yfir eigin námsframvindu. Einnig vill Röskva að HÍ taki upp meira samstarf milli skóla þar sem er boðið upp á svipaðar námsleiðir. Inntökupróf og starfsnám. Röskva fagnar því að inntökupróf í læknisfræði séu nú í boði á Akureyri en við viljum að þau séu í boði á fleiri stöðum á landinu því enginn ætti að þurfa að keyra 4-8 klukkutíma til að taka inntökupróf til að stunda nám. Einnig vill Röskva að starfsnám og verknám sé í boði á fleiri stofnunum á landinu sem myndi einungis auka framboð á sérmenntuðum heilbrigðisstarfsmönnum sem er gríðarleg þörf á í samfélaginu og að allt verknám sé greitt. Menntasjóður námsmanna. Námslánakerfið þarf að fara í umbætur og það strax. Grunnframfærslan er einungis í kringum 100 þúsund á mánuði ásamt viðbótar 95 þúsund í húsnæðisstyrk, en það fer ekki á milli mála að 195 þúsund krónur er ekki nóg til að lifa af mánuð eftir greiðslu á leigu, reikningum og nauðsynjum. Þegar kemur að útskrift taka við afborganir með óhagstæðum vöxtum. Röskva hefur náð því í gegn nú þegar að niðurfelling lánsins sé hærri ásamt því að komið er vaxtaþak, 4% á verðtryggðum lánum og 9% á óverðtryggðum. Röskva vill hins vegar ganga enn lengra og lækka vaxtaþakið enn meira ásamt því að hækka grunnframfærsluna. Röskva vill að stúdentar hafi jafnt tækifæri að þessu jöfnunartóli, sérstaklega fyrir þá sem koma af landsbyggðinni og geta ekki búið í heimahúsum. Háskólanám er meira en 100% vinna og það ætti enginn að þurfa að sinna 200% vinnu til að ná endum saman og geta sinnt námi með góðum árangri á sama tíma. Samgöngumál. Samgöngur eru lífæð stúdenta og nú er því miður að bresta á gjaldtaka á bílastæðum við Háskólann, nokkuð sem Röskva náði að koma í veg fyrir í 7 ár í meirihluta. Röskva krefst þess að þeir stúdentar sem þurfa að vera á bíl, líkt og foreldrar eða þeir sem þurfa að fara langar vegalengdir til að komast í skólann fái undanþágu að gjaldskyldu líkt. Einnig hefur Röskva barist lengi fyrir samgöngukortum sem tryggja almenningssamgöngur eins og strætó og Hopp á hagstæðara verði. Röskva krefst þess að leiðarkerfi verði bætt ásamt fleiri ferðum og niðurgreiddum landsbyggðarstrætó. Röskva náði í gegn að næturstrætó héldi áfram þegar fella átti niður þá starfsemi og viljum við tryggja áframhaldandi viðveru hans. Þjónusta og ólögmæt skrásetningargjöld. Röskva hefur komið í veg fyrir hækkanir ólögmætra skrásetningargjalda og við munum halda áfram að beita okkur gegn þeim ásamt því að þrýsta á greiðsludreifingu þeirra. Einnig viljum við tryggja að þeir sem koma af landsbyggðinni fái aðstoð við að koma sér inn í samfélagið á höfuðborgarsvæðinu með upplýsingum um helstu þjónustu á svæðinu. Nú þegar hefur Röskva náð í gegn lækkun á lágmarksupphæð fyrir fría heimsendingu hjá Krónunni þar sem ekki er lágvöruverlsun á Háskólasvæðinu. Við viljum að lágvöruverslun opni á svæðinu sem fyrst en þessi lausn hefur komið til móts við þarfir stúdenta um nauðsynjar á eins hagstæðu verði og hægt er. Við í Röskvu höfum ávallt beitt okkur fyrir hagsmunum stúdenta af landsbyggðinni og við erum hvergi nærri hætt í baráttunni. Kjósum Röskvu 2. og 3. apríl fyrir raunverulega hagsmunabaráttu! Glódís Pálmadóttir, Gunnar Þór Snæberg Jennýjarson, Helgi James Price, Jón Karl Ngosanthiah Karlsson, Katla Vigdís Svövu- og Vernharðsdóttir, Mathias Bragi Ölvisson, Olga Nanna Corvetto, Sigrún Ósk Hreiðarsdóttir, Viktor Viðar Valdemarsson, Þórdís Eva Einarsdóttir, Þórkatla Eggerz Tinnudóttir. Höfundar eru frambjóðendur og stjórnarmeðlimir Röskvu frá landsbyggðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Röskva fyrir hagsmuni stúdenta af landsbyggðinni. Háskólanemar af landsbyggðinni hafa lengi staðið frammi fyrir gríðarlegum áskorunum sem stúdentar höfuðborgarsvæðisins glíma ekki við. Húsnæðismál, samgöngumál, námsfyrirkomulag og kostnaður er áhyggjuefni margra af landsbyggðinni sem kemur niður á háskólamenntun landsfólks. Stúdentahreyfingin Röskva berst fyrir bættum kjörum stúdenta landsbyggðarinnar svo að öll geti staðið jöfnum fæti. Húsnæði fyrir stúdenta. Fyrst og fremst hefur Röskva barist fyrir betra og aðgengilegra húsnæði þar sem stúdentar af landsbyggðinni hafa forgang að stúdentaíbúðum, framboðið er þó enn of lítið og leigan of há. Á þeim 7 árum sem Röskva var í meirihluta jókst framboð um tæplega 20%. Röskva vill halda áfram að auka framboð íbúða sem fyrst og á sama tíma tryggja að leiga sé ekki lengur vísitölutengd þ.e. að leigan hækki ekki lengur á mánaðargrundvelli. Hækkanir á leigu á miðri önn eru óásættanlegur kostnaður sem íþyngir stúdentum af landsbyggðinni sem nú þegar þurfa að standa undir gríðarlegum kostnaði sem leggst ekki jafnt á þá stúdenta sem geta búið í heimahúsum. Einnig vill Röskva að öryggi stúdenta sé tryggt á stúdentagörðum með auknu myndavélaeftirliti og reglulegu eftirliti á læstum sameignarsvæðum. Námsfyrirkomulag og sveigjanleiki náms. Nám í HÍ er að mestu leyti staðnám sem veldur því að þau sem vilja stunda nám neyðast til að flytja á höfuðborgarsvæðið og burt frá sínum heimahögum. Því er erfitt að sjá fyrir sér að Háskóli Íslands sé í raun fyrir alla Íslendinga, þar sem ekki allir hafa þann möguleika á að flytja langar leiðir eða keyra langar vegalengdir daglega til að geta stundað nám. Þess vegna vill Röskva tryggja að tímar séu teknir upp og að fjarnám verði raunverulegur möguleiki sem standi til boða. Þetta felur í sér að kennarar fái betri þjálfun í kerfum skólans eins og Canvas og Panopto, og að fjárfest sé í fleiri Catchbox hljóðnemum. Einnig vill Röskva tryggja að hlutanám verði tekið upp í raunverulegri mynd svo að stúdentar geti stundað lægra námshlutfall í einu því það er ekki á færi allra að geta verið í fullu námi. Þessi möguleiki myndi bjóða upp á mun meiri sveigjanleika og stjórn yfir eigin námsframvindu. Einnig vill Röskva að HÍ taki upp meira samstarf milli skóla þar sem er boðið upp á svipaðar námsleiðir. Inntökupróf og starfsnám. Röskva fagnar því að inntökupróf í læknisfræði séu nú í boði á Akureyri en við viljum að þau séu í boði á fleiri stöðum á landinu því enginn ætti að þurfa að keyra 4-8 klukkutíma til að taka inntökupróf til að stunda nám. Einnig vill Röskva að starfsnám og verknám sé í boði á fleiri stofnunum á landinu sem myndi einungis auka framboð á sérmenntuðum heilbrigðisstarfsmönnum sem er gríðarleg þörf á í samfélaginu og að allt verknám sé greitt. Menntasjóður námsmanna. Námslánakerfið þarf að fara í umbætur og það strax. Grunnframfærslan er einungis í kringum 100 þúsund á mánuði ásamt viðbótar 95 þúsund í húsnæðisstyrk, en það fer ekki á milli mála að 195 þúsund krónur er ekki nóg til að lifa af mánuð eftir greiðslu á leigu, reikningum og nauðsynjum. Þegar kemur að útskrift taka við afborganir með óhagstæðum vöxtum. Röskva hefur náð því í gegn nú þegar að niðurfelling lánsins sé hærri ásamt því að komið er vaxtaþak, 4% á verðtryggðum lánum og 9% á óverðtryggðum. Röskva vill hins vegar ganga enn lengra og lækka vaxtaþakið enn meira ásamt því að hækka grunnframfærsluna. Röskva vill að stúdentar hafi jafnt tækifæri að þessu jöfnunartóli, sérstaklega fyrir þá sem koma af landsbyggðinni og geta ekki búið í heimahúsum. Háskólanám er meira en 100% vinna og það ætti enginn að þurfa að sinna 200% vinnu til að ná endum saman og geta sinnt námi með góðum árangri á sama tíma. Samgöngumál. Samgöngur eru lífæð stúdenta og nú er því miður að bresta á gjaldtaka á bílastæðum við Háskólann, nokkuð sem Röskva náði að koma í veg fyrir í 7 ár í meirihluta. Röskva krefst þess að þeir stúdentar sem þurfa að vera á bíl, líkt og foreldrar eða þeir sem þurfa að fara langar vegalengdir til að komast í skólann fái undanþágu að gjaldskyldu líkt. Einnig hefur Röskva barist lengi fyrir samgöngukortum sem tryggja almenningssamgöngur eins og strætó og Hopp á hagstæðara verði. Röskva krefst þess að leiðarkerfi verði bætt ásamt fleiri ferðum og niðurgreiddum landsbyggðarstrætó. Röskva náði í gegn að næturstrætó héldi áfram þegar fella átti niður þá starfsemi og viljum við tryggja áframhaldandi viðveru hans. Þjónusta og ólögmæt skrásetningargjöld. Röskva hefur komið í veg fyrir hækkanir ólögmætra skrásetningargjalda og við munum halda áfram að beita okkur gegn þeim ásamt því að þrýsta á greiðsludreifingu þeirra. Einnig viljum við tryggja að þeir sem koma af landsbyggðinni fái aðstoð við að koma sér inn í samfélagið á höfuðborgarsvæðinu með upplýsingum um helstu þjónustu á svæðinu. Nú þegar hefur Röskva náð í gegn lækkun á lágmarksupphæð fyrir fría heimsendingu hjá Krónunni þar sem ekki er lágvöruverlsun á Háskólasvæðinu. Við viljum að lágvöruverslun opni á svæðinu sem fyrst en þessi lausn hefur komið til móts við þarfir stúdenta um nauðsynjar á eins hagstæðu verði og hægt er. Við í Röskvu höfum ávallt beitt okkur fyrir hagsmunum stúdenta af landsbyggðinni og við erum hvergi nærri hætt í baráttunni. Kjósum Röskvu 2. og 3. apríl fyrir raunverulega hagsmunabaráttu! Glódís Pálmadóttir, Gunnar Þór Snæberg Jennýjarson, Helgi James Price, Jón Karl Ngosanthiah Karlsson, Katla Vigdís Svövu- og Vernharðsdóttir, Mathias Bragi Ölvisson, Olga Nanna Corvetto, Sigrún Ósk Hreiðarsdóttir, Viktor Viðar Valdemarsson, Þórdís Eva Einarsdóttir, Þórkatla Eggerz Tinnudóttir. Höfundar eru frambjóðendur og stjórnarmeðlimir Röskvu frá landsbyggðinni.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun