Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Atli Ísleifsson skrifar 1. apríl 2025 08:54 Paul Mescal (Paul), Joseph Quinn (George), Barry Keoghan (Ringo) og Harris Dickinson (John) á sviðinu á CinemaCon í Caesars Palace í Las Vegas í gær. AP Fjórir vel þekktir kvikmyndaleikarar hafa verið ráðnir til að túlka sjálfa Bítlana – þá Paul McCartney, John Lennon, George Harrison og Ringo Starr – í nýjum kvikmyndum bandaríska leikstjórans Sam Mendes sem áætlað er að verði sýnd 2028. Greint var frá þessu á kvikmyndamessu í Las Vegas í Bandaríkjunum í gær þar sem leikararnir mættu á svið ásamt leikstjóranum Mendes. Til stendur að gera fjórar kvikmyndir, þar sem kastljósinu verður beint að einum Bítli í hverri mynd. Englendingurinn Harris Dickinson, sem þekktur er úr myndinni Babygirl, mun túlka John Lennon og Írinn Paul Mescal, sem er meðal annars þekktur úr Gladiator II, mun fara með hlutverk Paul McCartney. Þá mun Írinn Barry Keoghan, sem þekktur er fyrir hlutverk sín í The Banshees of Inisherin, Dunkirk og Saltburn, fara með hlutverk trommarans Ringo Starr, og Englendingurinn Joseph Quinn túlka George Harrison. Quinn vakti síðast athygli fyrir hlutverk sitt sem keisarinn Geta í Gladiator II. Sam Mendes í Vegas í gær.AP Reiknað er með að þættirnir verði sýndir árið 2028. Leikstjórinn Sam Mendes er þekktur fyrir að hafa leikstýrt myndum á borð við American Beauty (1999), Road to Perdition (2002), Jarhead (2005), Revolutionary Road (2008), Skyfall (2012), Spectre (2015) og stríðsmyndinni 1917 (2019). Bíó og sjónvarp Hollywood Bretland Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Greint var frá þessu á kvikmyndamessu í Las Vegas í Bandaríkjunum í gær þar sem leikararnir mættu á svið ásamt leikstjóranum Mendes. Til stendur að gera fjórar kvikmyndir, þar sem kastljósinu verður beint að einum Bítli í hverri mynd. Englendingurinn Harris Dickinson, sem þekktur er úr myndinni Babygirl, mun túlka John Lennon og Írinn Paul Mescal, sem er meðal annars þekktur úr Gladiator II, mun fara með hlutverk Paul McCartney. Þá mun Írinn Barry Keoghan, sem þekktur er fyrir hlutverk sín í The Banshees of Inisherin, Dunkirk og Saltburn, fara með hlutverk trommarans Ringo Starr, og Englendingurinn Joseph Quinn túlka George Harrison. Quinn vakti síðast athygli fyrir hlutverk sitt sem keisarinn Geta í Gladiator II. Sam Mendes í Vegas í gær.AP Reiknað er með að þættirnir verði sýndir árið 2028. Leikstjórinn Sam Mendes er þekktur fyrir að hafa leikstýrt myndum á borð við American Beauty (1999), Road to Perdition (2002), Jarhead (2005), Revolutionary Road (2008), Skyfall (2012), Spectre (2015) og stríðsmyndinni 1917 (2019).
Bíó og sjónvarp Hollywood Bretland Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira