Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Árni Sæberg skrifar 1. apríl 2025 09:45 Erna Björg Sverrisdóttir er aðalhagfræðingur Arion banka. Vísir/Vilhelm Ný efnahagsspá Arion banka gerir ráð fyrir að þjóðarskútan leysi festar eftir hófsaman hagvöxt á síðasta ári, með einkaneyslu og fjárfestingu í stafni. Í færslu á vef Arion banka segir að bjartsýni meðal heimila og fyrirtækja hafi aukist, enda sé verðbólga að hjaðna, vextir að lækka og fjárhagsleg heilsa almennt séð góð. Innlend eftirspurn verði þar af leiðandi driffjöður hagvaxtar en framlag utanríkisverslunar neikvætt. Niðurstaðan sé 1,4 prósenta hagvöxtur, sem sé lítil breyting frá fyrri spá. Samsetningin sé hins vegar gjörólík, í stað útflutningsdrifins hagvaxtar sé það einkaneyslan sem stígi fram á stóra sviðið. Óhefðbundnari útflutningsgreinum vaxi fiskur um hrygg Jafnvel þó að verulegur innflutningur í tengslum við gagnaver eigi stóran þátt í neikvæðu framlagi utanríkisverslunar í ár liggi í augum uppi að útflutningshorfur hafi versnað. „Ekki nóg með að ferðaþjónustan, stærsta útflutningsgrein þjóðarbúsins, eigi undir högg að sækja heldur hefur alþjóðleg efnahagsóvissa aukist verulega að undanförnu, þróun sem gæti leitt til minni eftirspurnar eftir íslenskum útflutningi. Engu að síður reiknum við með lítilsháttar útflutningsvexti í ár þar sem „óhefðbundnari“ útflutningsgreinum, svo sem eldi og lyfjaframleiðslu, hefur vaxið fiskur um hrygg.“ Atvinnuleysi haldi áfram að aukast Þétt taumhald peningastefnunnar, samhliða lakari útflutningshorfum, hafi dregið úr spennu á vinnumarkaði. Hægt hafi verulega á starfafjölgun og atvinnuleysi sé að þokast upp á við og spáð sé að sú þróun haldi áfram á yfirstandandi ári. „Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott þar sem minni spenna á vinnumarkaði dregur að öðru óbreyttu úr verðbólguþrýstingi og opnar dyrnar fyrir frekari vaxtalækkanir. Krónan, sem er mjög sterk um þessar mundir, gæti hins vegar lagt stein í götu verðhjöðnunar taki hún að veikjast verulega, en í þessari spá er gert ráð fyrir að krónan veikist frá og með seinni hluta þessa árs.“ Eins og alltaf sé óvissan mikil, ekki síst í alþjóðamálum og ekki séu ekki öll kurl komin til grafar varðandi vaxandi verndarstefnu í alþjóðaviðskiptum. Hvernig svo sem fari telji bankinn að þjóðarskútan sé vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó án þess að bíða skipbrot. Ítarlega efnahagsspá greiningardeildar Arion banka má sjá hér. Arion banki Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Í færslu á vef Arion banka segir að bjartsýni meðal heimila og fyrirtækja hafi aukist, enda sé verðbólga að hjaðna, vextir að lækka og fjárhagsleg heilsa almennt séð góð. Innlend eftirspurn verði þar af leiðandi driffjöður hagvaxtar en framlag utanríkisverslunar neikvætt. Niðurstaðan sé 1,4 prósenta hagvöxtur, sem sé lítil breyting frá fyrri spá. Samsetningin sé hins vegar gjörólík, í stað útflutningsdrifins hagvaxtar sé það einkaneyslan sem stígi fram á stóra sviðið. Óhefðbundnari útflutningsgreinum vaxi fiskur um hrygg Jafnvel þó að verulegur innflutningur í tengslum við gagnaver eigi stóran þátt í neikvæðu framlagi utanríkisverslunar í ár liggi í augum uppi að útflutningshorfur hafi versnað. „Ekki nóg með að ferðaþjónustan, stærsta útflutningsgrein þjóðarbúsins, eigi undir högg að sækja heldur hefur alþjóðleg efnahagsóvissa aukist verulega að undanförnu, þróun sem gæti leitt til minni eftirspurnar eftir íslenskum útflutningi. Engu að síður reiknum við með lítilsháttar útflutningsvexti í ár þar sem „óhefðbundnari“ útflutningsgreinum, svo sem eldi og lyfjaframleiðslu, hefur vaxið fiskur um hrygg.“ Atvinnuleysi haldi áfram að aukast Þétt taumhald peningastefnunnar, samhliða lakari útflutningshorfum, hafi dregið úr spennu á vinnumarkaði. Hægt hafi verulega á starfafjölgun og atvinnuleysi sé að þokast upp á við og spáð sé að sú þróun haldi áfram á yfirstandandi ári. „Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott þar sem minni spenna á vinnumarkaði dregur að öðru óbreyttu úr verðbólguþrýstingi og opnar dyrnar fyrir frekari vaxtalækkanir. Krónan, sem er mjög sterk um þessar mundir, gæti hins vegar lagt stein í götu verðhjöðnunar taki hún að veikjast verulega, en í þessari spá er gert ráð fyrir að krónan veikist frá og með seinni hluta þessa árs.“ Eins og alltaf sé óvissan mikil, ekki síst í alþjóðamálum og ekki séu ekki öll kurl komin til grafar varðandi vaxandi verndarstefnu í alþjóðaviðskiptum. Hvernig svo sem fari telji bankinn að þjóðarskútan sé vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó án þess að bíða skipbrot. Ítarlega efnahagsspá greiningardeildar Arion banka má sjá hér.
Arion banki Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira