Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar 1. apríl 2025 12:00 Í sumar verða 60 ár síðan Landsvirkjun var stofnuð. Á ársfundi Landsvirkjunar þann 4. mars síðastliðinn kom fram nauðsyn þess að vinna meiri raforku hér á Íslandi, en ógnarlangt leyfisveitingaferli stæði þeirri vinnslu fyrir þrifum. Umhverfis, orku og auðlindaráðherra hafði talað um raforkuöryggi og loftslagsmarkmið í viðtali við mbl.is þann 15. janúar síðastliðin til að réttlæta inngrip inn í leyfisveitingaferlið. Samorka hefur haldið því fram að loftslagsmarkmið og orkuskipti valdi því að virkja þarf sem nemur fimm nýjum Kárahnjúkavirkjunum á 18 árum til að ná markmiðum um full orkuskipti. Orkuskortur? Hvernig getur þjóð með allar þessar orkuauðlindir fundið sig í þessari stöðu? Ný ríkisstjórn er mætt með gamlar áherslur og gerræðislegar bókanir til að ryðja úr vegi „ógnarlöngu“ leyfisveitingaferli. Árangur áfram, ekkert stopp. Fyrir hverja er orkan? Kaupendur, eins og garðyrkjumenn, lifa nú í þeirri vonlausu stöðu að reiða sig heildsölumarkaðinn Vonarskarð sem setur þá í beina samkeppni við stórnotendur í stað þess að fá forgang. Niðurstaðan af þeim viðskiptum er snar hækkað raforkuverð. Árið 2003 sömdu íslensk stjórnvöld um raforkusamninga við ALCOA og hófu byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Ekki þarf að fjölyrða um átökin sem fylgdu þeim framkvæmdum en hún átti að mala gull. Við höfum ekki fengið að vita arðsemina af þeirri fjárfestingu því Landsvirkjun reiknar ekki út arðsemi Kárahnjúkavirkjunar sérstaklega. Þar sem langt er um liðið þá er alveg hægt að geta sér til um raunverulegan árangur með smá samanburði. Gefum okkur að eigendur Landsvirkjunar, árið 2003, hefðu slaufað framkvæmdum og sett fjármagn sem eyrnamerkt hefði verið Kárahnjúkavirkjun í algengan sjóð. Forsendur: Áætlaður kostnaður Kárahnjúkavirkjunar frá því í september 2003, án virðisauka og án kostnaðar vegna flutningsvirkja, hljóðaði upp á 85.5 milljarða króna. Bandarískir dalir keyptir fyrir 85.5 milljarða króna á genginu sem var þann 9. september 2003 gera um það bil $1060 milljónir. Fyrir þessa bandarísku dali er fjárfest í sjóði sem fylgir afkomu Standard and Poor's 500 vísitölunni í nóvember lok 2007, sama tíma og Kárahnjúkavirkjun var formlega gangsett. Arðgreiðslur sjóðsins fara ekki í frekari kaup í sjóðnum, annars stæði sjóðurinn 40% betur. Í dag stæði sjóðurinn í umþað bil $4300 milljónum. Sem dæmi að einn af eigendum Landsvirkjunar, Akureyrarbær, væri með varasjóð upp á um það bil 30 milljarða íslenskra króna. Akureyrabær seldi hlut sinn í Landsvirkjun fyrir rúma 3 milljarða í árslok 2006. Samkvæmt ársskýrslu Landsvirkjunar 2024 kemur fram að heildareignir eru $3478 milljónir. Þessi samanburður segir okkur það að fjárfestingar Landsvirkjunar hafa ekki verið góðar. Viðvarandi hræðsla, ofmat og óðagot stendur Landsvirkjun fyrir þrifum. Hér er ekki orkuskortur, hér er sóun. Við þurfum á yfirvegun, góðri yfirsýn og markvissri áætlun að halda. Hætta þarf við Hvammsvirkjun, loka Vonarskarði og forgangsraða kaupendum. Öll stærri fyrirtæki í orkuframleiðslu verða að vera í opinberri eigu vegna kerfislægu mikilvægi þeirra. Síðast en ekki síst verður að vera sátt um stefnu þjóðarinnar í orkumálum. Höfundur er áhugamaður um auðlindamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Í sumar verða 60 ár síðan Landsvirkjun var stofnuð. Á ársfundi Landsvirkjunar þann 4. mars síðastliðinn kom fram nauðsyn þess að vinna meiri raforku hér á Íslandi, en ógnarlangt leyfisveitingaferli stæði þeirri vinnslu fyrir þrifum. Umhverfis, orku og auðlindaráðherra hafði talað um raforkuöryggi og loftslagsmarkmið í viðtali við mbl.is þann 15. janúar síðastliðin til að réttlæta inngrip inn í leyfisveitingaferlið. Samorka hefur haldið því fram að loftslagsmarkmið og orkuskipti valdi því að virkja þarf sem nemur fimm nýjum Kárahnjúkavirkjunum á 18 árum til að ná markmiðum um full orkuskipti. Orkuskortur? Hvernig getur þjóð með allar þessar orkuauðlindir fundið sig í þessari stöðu? Ný ríkisstjórn er mætt með gamlar áherslur og gerræðislegar bókanir til að ryðja úr vegi „ógnarlöngu“ leyfisveitingaferli. Árangur áfram, ekkert stopp. Fyrir hverja er orkan? Kaupendur, eins og garðyrkjumenn, lifa nú í þeirri vonlausu stöðu að reiða sig heildsölumarkaðinn Vonarskarð sem setur þá í beina samkeppni við stórnotendur í stað þess að fá forgang. Niðurstaðan af þeim viðskiptum er snar hækkað raforkuverð. Árið 2003 sömdu íslensk stjórnvöld um raforkusamninga við ALCOA og hófu byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Ekki þarf að fjölyrða um átökin sem fylgdu þeim framkvæmdum en hún átti að mala gull. Við höfum ekki fengið að vita arðsemina af þeirri fjárfestingu því Landsvirkjun reiknar ekki út arðsemi Kárahnjúkavirkjunar sérstaklega. Þar sem langt er um liðið þá er alveg hægt að geta sér til um raunverulegan árangur með smá samanburði. Gefum okkur að eigendur Landsvirkjunar, árið 2003, hefðu slaufað framkvæmdum og sett fjármagn sem eyrnamerkt hefði verið Kárahnjúkavirkjun í algengan sjóð. Forsendur: Áætlaður kostnaður Kárahnjúkavirkjunar frá því í september 2003, án virðisauka og án kostnaðar vegna flutningsvirkja, hljóðaði upp á 85.5 milljarða króna. Bandarískir dalir keyptir fyrir 85.5 milljarða króna á genginu sem var þann 9. september 2003 gera um það bil $1060 milljónir. Fyrir þessa bandarísku dali er fjárfest í sjóði sem fylgir afkomu Standard and Poor's 500 vísitölunni í nóvember lok 2007, sama tíma og Kárahnjúkavirkjun var formlega gangsett. Arðgreiðslur sjóðsins fara ekki í frekari kaup í sjóðnum, annars stæði sjóðurinn 40% betur. Í dag stæði sjóðurinn í umþað bil $4300 milljónum. Sem dæmi að einn af eigendum Landsvirkjunar, Akureyrarbær, væri með varasjóð upp á um það bil 30 milljarða íslenskra króna. Akureyrabær seldi hlut sinn í Landsvirkjun fyrir rúma 3 milljarða í árslok 2006. Samkvæmt ársskýrslu Landsvirkjunar 2024 kemur fram að heildareignir eru $3478 milljónir. Þessi samanburður segir okkur það að fjárfestingar Landsvirkjunar hafa ekki verið góðar. Viðvarandi hræðsla, ofmat og óðagot stendur Landsvirkjun fyrir þrifum. Hér er ekki orkuskortur, hér er sóun. Við þurfum á yfirvegun, góðri yfirsýn og markvissri áætlun að halda. Hætta þarf við Hvammsvirkjun, loka Vonarskarði og forgangsraða kaupendum. Öll stærri fyrirtæki í orkuframleiðslu verða að vera í opinberri eigu vegna kerfislægu mikilvægi þeirra. Síðast en ekki síst verður að vera sátt um stefnu þjóðarinnar í orkumálum. Höfundur er áhugamaður um auðlindamál.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun