Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. apríl 2025 22:47 Louis Van Gaal var þjálfari Bayern þegar Müller sprakk út sem ungur leikmaður. Alex Grimm/Bongarts/Getty Images Louis Van Gaal, fyrrum þjálfari Bayern München, segir Thomas Müller eiga skilið góða kveðjustund frá félaginu, þar sem ekki lítur út fyrir að samningur hans verði framlengdur. Van Gaal var þjálfari Bayern frá 2009-11 og sá sem gaf Müller sín fyrstu alvöru tækifæri hjá liðinu, þó hann hafi þreytt frumraunina undir Jurgen Klinsmann árið áður. Síðan þá hefur Müller orðið leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins, unnið úrvalsdeildina tólf sinnum og Meistaradeildina tvisvar. Nú er hins vegar útlit fyrir að ferill hans hjá Bayern sé á enda. Samningur hans rennur út í sumar og viðræður um framlengingu hafa siglt í strand. „Því miður fær Müller ekki margar mínútur lengur. Það er undir honum komið hvort hann vildi halda áfram í þessu hlutverki eftir að hafa verið einn mikilvægasti leikmaður liðsins um árabil. Ef hann ákveður að fara á hann skilið góða kveðjustund, frá öllum stuðningsmönnum, leikmönnum og þjálfurum Bayern“ sagði Van Gaal við Sky Sports í Þýskalandi. Muller hefur fengið að kynnast varamannabekknum vel. Alexander Hassenstein/Getty Images Müller er sagður vilja vera áfram en félagið hefur ekki boðið honum nýjan samning og háar launakröfur eru taldar helsta ástæða þess. Fundað verður aftur síðar í vikunni og lokaákvörðun tekin en ljóst er að framlenging Müller hefur ekki verið forgangsmál hjá félaginu, sem hefur í vetur gert nýja samninga við Manuel Neuer, Alphonso Davies, Jamal Musiala og Joshua Kimmich. Svo gæti farið að samningur Müller renni út og hann yfirgefi félagið ósáttur við sín hlutskipti. Hvort hann haldi þá áfram að spila félagsliðafótbolta er óvíst, en landsliðskórnir voru lagðir á hilluna eftir EM síðasta sumar. Þýski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira
Van Gaal var þjálfari Bayern frá 2009-11 og sá sem gaf Müller sín fyrstu alvöru tækifæri hjá liðinu, þó hann hafi þreytt frumraunina undir Jurgen Klinsmann árið áður. Síðan þá hefur Müller orðið leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins, unnið úrvalsdeildina tólf sinnum og Meistaradeildina tvisvar. Nú er hins vegar útlit fyrir að ferill hans hjá Bayern sé á enda. Samningur hans rennur út í sumar og viðræður um framlengingu hafa siglt í strand. „Því miður fær Müller ekki margar mínútur lengur. Það er undir honum komið hvort hann vildi halda áfram í þessu hlutverki eftir að hafa verið einn mikilvægasti leikmaður liðsins um árabil. Ef hann ákveður að fara á hann skilið góða kveðjustund, frá öllum stuðningsmönnum, leikmönnum og þjálfurum Bayern“ sagði Van Gaal við Sky Sports í Þýskalandi. Muller hefur fengið að kynnast varamannabekknum vel. Alexander Hassenstein/Getty Images Müller er sagður vilja vera áfram en félagið hefur ekki boðið honum nýjan samning og háar launakröfur eru taldar helsta ástæða þess. Fundað verður aftur síðar í vikunni og lokaákvörðun tekin en ljóst er að framlenging Müller hefur ekki verið forgangsmál hjá félaginu, sem hefur í vetur gert nýja samninga við Manuel Neuer, Alphonso Davies, Jamal Musiala og Joshua Kimmich. Svo gæti farið að samningur Müller renni út og hann yfirgefi félagið ósáttur við sín hlutskipti. Hvort hann haldi þá áfram að spila félagsliðafótbolta er óvíst, en landsliðskórnir voru lagðir á hilluna eftir EM síðasta sumar.
Þýski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki