Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir og Mathias Bragi Ölvisson skrifa 1. apríl 2025 23:47 Á meðan Vaka, félag lýðræðissinaðra stúdenta, hefur setið í meirihluta Stúdentaráðs Háskóla Íslands hafa slæm vinnubrögð viðgengist. „Með lögum skal land vort byggja en eigi með ólögum eyða.“ Þessi orð eru jafn sönn í dag og þau voru á 13. öld. Því miður hefur núverandi skrifstofa Stúdentaráðs virt lög og reglur SHÍ að vettugi og það í krafti meirihluta Vöku. Hlutverk Stúdentaráðs er að gæta hagsmuna stúdenta af festu og ábyrgð, en það sem hefur sést á þessu starfsári er öfugt við það – skipulagsleysi, ógagnsæi og endurtekin brot á lögum ráðsins. Skrifstofa Stúdentaráðs hefur t.a.m. ekki tekið saman hagsmunaskrár kjörinna fulltrúa, ógilti fyrri verklagsreglur og hefur ekki sett sér nýjar, auk þess sem upplýsingaskylda gagnvart stjórn ráðsins hefur ítrekað verið vanvirt. Síðastliðin ár hefur verið skipað lýðræðislega í nefndir Stúdentaráðs og fulltrúum skipt eftir niðurstöðum kosninga samkvæmt verklagsreglum ráðsins. Eftir að hafa ógilt verklagsreglurnar tók Vaka öll forsæti í nefndum Stúdentaráðs. Það vekur einnig miklar áhyggjur að engin fjárhagsáætlun hefur verið lögð fram á starfsárinu og það virðist sem skrifstofan ætli ekki að gefa slíka áætlun frá sér. Þetta er annað skýrt dæmi um lagabrot núverandi skrifstofu. Afleiðingarnar eru augljósar: SHÍ hefur veikst sem hagsmunasamtök, traust stúdenta til ráðsins hefur beðið hnekki og slagkraftur þess gagnvart stjórnvöldum hefur verið skertur til muna. Fyrsta starfsár Vöku í meirihluta í langan tíma verður minnst af okkur sem ár lögleysunnar, ógagnsæis og athafnaleysis. Stúdentar eiga betra skilið, og þeir munu hafa tækifæri til að krefjast breytinga sem Röskva boðar. Við viljum tryggja aftur lýðræðisleg og vönduð vinnubrögð og standa vörð um hagsmunabaráttu stúdenta. Röskva vill endurbyggja bæði slagkraft SHÍ og fagmennsku, og þar með trúverðugleika ráðsins. Röskvu er treystandi til að leiða hagsmunabaráttu stúdenta með heiðarleika, gagnsæi og lýðræði að leiðarljósi. Stúdentar hafa tækifæri til að krefjast breytinga á morgun og fimmtudag, 2 og 3. apríl. Kjósum Röskvu! Mathias Bragi Ölvisson er forseti Röskvu og Katla Ólafsdóttir er oddviti Röskvu í Stúdentaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á meðan Vaka, félag lýðræðissinaðra stúdenta, hefur setið í meirihluta Stúdentaráðs Háskóla Íslands hafa slæm vinnubrögð viðgengist. „Með lögum skal land vort byggja en eigi með ólögum eyða.“ Þessi orð eru jafn sönn í dag og þau voru á 13. öld. Því miður hefur núverandi skrifstofa Stúdentaráðs virt lög og reglur SHÍ að vettugi og það í krafti meirihluta Vöku. Hlutverk Stúdentaráðs er að gæta hagsmuna stúdenta af festu og ábyrgð, en það sem hefur sést á þessu starfsári er öfugt við það – skipulagsleysi, ógagnsæi og endurtekin brot á lögum ráðsins. Skrifstofa Stúdentaráðs hefur t.a.m. ekki tekið saman hagsmunaskrár kjörinna fulltrúa, ógilti fyrri verklagsreglur og hefur ekki sett sér nýjar, auk þess sem upplýsingaskylda gagnvart stjórn ráðsins hefur ítrekað verið vanvirt. Síðastliðin ár hefur verið skipað lýðræðislega í nefndir Stúdentaráðs og fulltrúum skipt eftir niðurstöðum kosninga samkvæmt verklagsreglum ráðsins. Eftir að hafa ógilt verklagsreglurnar tók Vaka öll forsæti í nefndum Stúdentaráðs. Það vekur einnig miklar áhyggjur að engin fjárhagsáætlun hefur verið lögð fram á starfsárinu og það virðist sem skrifstofan ætli ekki að gefa slíka áætlun frá sér. Þetta er annað skýrt dæmi um lagabrot núverandi skrifstofu. Afleiðingarnar eru augljósar: SHÍ hefur veikst sem hagsmunasamtök, traust stúdenta til ráðsins hefur beðið hnekki og slagkraftur þess gagnvart stjórnvöldum hefur verið skertur til muna. Fyrsta starfsár Vöku í meirihluta í langan tíma verður minnst af okkur sem ár lögleysunnar, ógagnsæis og athafnaleysis. Stúdentar eiga betra skilið, og þeir munu hafa tækifæri til að krefjast breytinga sem Röskva boðar. Við viljum tryggja aftur lýðræðisleg og vönduð vinnubrögð og standa vörð um hagsmunabaráttu stúdenta. Röskva vill endurbyggja bæði slagkraft SHÍ og fagmennsku, og þar með trúverðugleika ráðsins. Röskvu er treystandi til að leiða hagsmunabaráttu stúdenta með heiðarleika, gagnsæi og lýðræði að leiðarljósi. Stúdentar hafa tækifæri til að krefjast breytinga á morgun og fimmtudag, 2 og 3. apríl. Kjósum Röskvu! Mathias Bragi Ölvisson er forseti Röskvu og Katla Ólafsdóttir er oddviti Röskvu í Stúdentaráði
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun