Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 2. apríl 2025 10:00 Með stuttu millibili hafa orðið nokkur alvarleg bílslys hér á landi með þeim afleiðingum að nokkrir hafa látist. Lítið barn, maður á besta aldri og kona sem var á ferð um landið. Vegir um allt land eru að molna í sundur og víða er vörnum við vegi ábótavant. Slys sem koma mátti í veg fyrir Í fyrradag lést einstaklingur vegna grjóthruns úr Steinafjalli, hruns sem auðveldlega hefði verið hægt að verjast. Það er enda engin nýlunda að stórt grjót falli úr fjallinu og niður á veginn. Grjót sem venjulega er fjarlægt eins fljótt og hægt er af bændum í kring eða eftir atvikum Vegagerðinni. Málið stendur mér nærri en fyrir nokkrum árum klessti mamma mín á grjót sem fallið hafði úr fjallinu. Bíllinn eyðilagðist en mamma var heppinn, hún komst frá þessu ósködduð. Staðreyndin er sú að hægt er að koma í veg fyrir að slys af þessu tagi eigi sér stað. Varnir við veginn strax Víða um land er að finna varnir við vegi sem liggja við skriður, svo sem við Hvalnesskriður. Brýnt er að settar verði upp varnir sem grípi grjótið áður en það lendir á veginum eða bílum sem keyra framhjá fjallinu. Um þessa leið aka mörg þúsund manns á degi hverjum, fólk sem sækir vinnu til Hvolsvallar eða Víkur, skutlar börnum í leikskóla og skólabílar sem fara þarna nokkrar ferðir á dag. Hvers vegna er ekki búið að koma upp vörnum? Hvers virði eru líf okkar? Vegirnir hringinn í kringum landið eru að þolmörkum komnir. Vegurinn um Holtsnúp er bæði mjór og liggur í dæld svo skyggnið er ekki alltaf frábært. Fyrir nokkrum árum var tekið til þess bragðs að lækka hámarkshraði lækkaður á veginum. Eftir að mamma klessti á grjótið voru sett upp blikkljós sem fengu að standa í um það bil mánuð. Slikt hið sama hefur verið gert núna, í kjölfar banaslyss. Þar að auki vaktaði Vegagerðin svæðið eftir slysið fram að kvöldmat og hefur ekki sést síðan. Ég spyr, hvers virði er líf okkar íbúa á svæðinu? Er virðið mælt í blikkandi keilum eða raunverulegum vörnum við veginn? Er það mælt í fjölda grjóthnullunga sem falla á veginn og fólk keyrir á? Varnir við vegin eiga ekki að fara í nefnd eða mat - heldur beint í framkvæmd, þetta gengur ekki lengur. Það má öllum vera orðið ljóst. Vegagerðin verður að svara fyrir aðgerðarleysi sitt og bregðast almennilega við. Blikkandi viðvörunarljós eru ekki nægjanleg. Undirrituð býr við Steinafjall á bænum Varmahlíð undir Eyjafjöllum og er varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingveldur Anna Sigurðardóttir Umferðaröryggi Rangárþing eystra Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Með stuttu millibili hafa orðið nokkur alvarleg bílslys hér á landi með þeim afleiðingum að nokkrir hafa látist. Lítið barn, maður á besta aldri og kona sem var á ferð um landið. Vegir um allt land eru að molna í sundur og víða er vörnum við vegi ábótavant. Slys sem koma mátti í veg fyrir Í fyrradag lést einstaklingur vegna grjóthruns úr Steinafjalli, hruns sem auðveldlega hefði verið hægt að verjast. Það er enda engin nýlunda að stórt grjót falli úr fjallinu og niður á veginn. Grjót sem venjulega er fjarlægt eins fljótt og hægt er af bændum í kring eða eftir atvikum Vegagerðinni. Málið stendur mér nærri en fyrir nokkrum árum klessti mamma mín á grjót sem fallið hafði úr fjallinu. Bíllinn eyðilagðist en mamma var heppinn, hún komst frá þessu ósködduð. Staðreyndin er sú að hægt er að koma í veg fyrir að slys af þessu tagi eigi sér stað. Varnir við veginn strax Víða um land er að finna varnir við vegi sem liggja við skriður, svo sem við Hvalnesskriður. Brýnt er að settar verði upp varnir sem grípi grjótið áður en það lendir á veginum eða bílum sem keyra framhjá fjallinu. Um þessa leið aka mörg þúsund manns á degi hverjum, fólk sem sækir vinnu til Hvolsvallar eða Víkur, skutlar börnum í leikskóla og skólabílar sem fara þarna nokkrar ferðir á dag. Hvers vegna er ekki búið að koma upp vörnum? Hvers virði eru líf okkar? Vegirnir hringinn í kringum landið eru að þolmörkum komnir. Vegurinn um Holtsnúp er bæði mjór og liggur í dæld svo skyggnið er ekki alltaf frábært. Fyrir nokkrum árum var tekið til þess bragðs að lækka hámarkshraði lækkaður á veginum. Eftir að mamma klessti á grjótið voru sett upp blikkljós sem fengu að standa í um það bil mánuð. Slikt hið sama hefur verið gert núna, í kjölfar banaslyss. Þar að auki vaktaði Vegagerðin svæðið eftir slysið fram að kvöldmat og hefur ekki sést síðan. Ég spyr, hvers virði er líf okkar íbúa á svæðinu? Er virðið mælt í blikkandi keilum eða raunverulegum vörnum við veginn? Er það mælt í fjölda grjóthnullunga sem falla á veginn og fólk keyrir á? Varnir við vegin eiga ekki að fara í nefnd eða mat - heldur beint í framkvæmd, þetta gengur ekki lengur. Það má öllum vera orðið ljóst. Vegagerðin verður að svara fyrir aðgerðarleysi sitt og bregðast almennilega við. Blikkandi viðvörunarljós eru ekki nægjanleg. Undirrituð býr við Steinafjall á bænum Varmahlíð undir Eyjafjöllum og er varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun