Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar 3. apríl 2025 10:01 Græna orkan okkar er fyrir löngu orðin hluti af sjálfsmynd okkar sem þjóðar, enda mikilvæg forsenda þeirrar velsældar og lífsgæða sem við búum við hér á landi. Við getum öll verið stolt af þvísem uppbygging raforkukerfisins hefur fært okkur. Mín kynslóð þekkir lítið annað en að það sé til nóg af grænni orku til að uppfylla þarfir okkar, hvort heldur er í hversdagslífinu eða atvinnulífinu. Afi minn og amma höfðu sannarlega aðra sögu að segja. En hver verður staðan hjá börnum okkar og barnabörnum? Í rúmlega 5 ára gamalli orkustefnu stjórnvalda er kveðið á um að orkuþörf samfélagsins skuli ávallt uppfyllt. Núna blasir hins vegar við sú staða að við getum ekki mætt allri eftirspurn eftir raforku. Það gildir bæði um aukna orkuþörf vegna almenns vaxtar samfélagsins og um aukna orkuþörf fyrirtækja sem vilja bæta við rekstur sinn eða hefja nýjan. Hér er rétt að taka fram að orkuþörf vegna orkuskipta í samgöngum virðist ætla að verða minni en spáð var næstu 10 árin þar sem þróun notkunar rafeldsneytis gengur hægar en spár gerðu ráð fyrir. Vinnsla rafeldsneytis er enn ekki samkeppnishæf en við fylgjumst grannt með þróuninni, tilbúin að láta að okkur kveða þegar það verður hagkvæmt. Hver er orkuþörfin? Það er hvetjandi að lesa stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnarþar sem áhersla er á aukna orkuöflun, styrkingu flutningskerfis og bætta orkunýtni þannig að stutt verði við orkuskipti og verðmætasköpun um allt land. Þá hefur ríkisstjórnin boðað að ferli leyfisveitinga verði einfaldað, tímafrestir lögbundnir og verkefni í nýtingarflokki rammaáætlunar látin njóta forgangs í stjórnsýslunni. Okkur Íslendinga vantar skýra framtíðarsýn um orkuþörf til næstu áratuga, sem ég vonast til að sjá í þeirri nýju atvinnustefnu sem ríkisstjórnin hefur boðað. Það er til dæmis æskilegt við afgreiðslu rammaáætlunar að horfa til þess hve mikilli orku samfélagið þarf á að halda á hverjum tíma þannig að orkunýtingarflokkurinn miðist ávallt við að mæta þeim þörfum. Og að þar sé að finna kosti á réttum stöðum, þ.e. bæði nálægt fyrirliggjandi innviðum og á stöðum sem henta notendum orkunnar, þar sem vinna má orku á samkeppnishæfu verði. Um leið og við erum opin fyrir öllum nýjum kostum í orkuöflun verðum við að vera raunsæ. Nú er staðan sú að vatnsorka, jarðvarmi og vindorka á landi eru samkeppnishæfir kostir, þ.e. þegar virkjað er á réttu stöðunum, en aðrir kostir eru ekki hagkvæmir og verða það ekki á næstunni. Það gildir t.d. bæði um vindorku á hafi og sólarorku, svo eitthvað sé nefnt. Ákvörðun núna: Orka eftir áratug Virkjanir rísa ekki á einni nóttu. Ákvörðun um virkjun núna þýðir að rafmagnið fer að streyma frá henni í fyrsta lagi eftir áratug. Við verðum því að taka ákvörðun núna um virkjanir sem samfélagið þarf á að halda árið 2035. Þennan tíma er reyndar hægt að stytta ef stjórnvöld halda vel á spöðunum við endurskoðun á því hvernig leyfi til framkvæmda og rekstrar virkjana eru afgreidd. Það ferli er hægt að stytta með samþættingu umhverfismats og leyfisveitinga án þess að slaka á umhverfiskröfum eða samráði við hagaðila. Hér eru tækifæri til að bæta og jafnframt einfalda aðkomu almennings með því að taka á öllum atriðum máls á sama tíma og á sama stað.Ein samræmd leyfisveiting getur hæglega þjónað sama tilgangi og það flókna ferli sem við búum við í dag. Vilji til orkuöflunar Orkuöflunarvilji er nýtt hugtak sem heyrst hefur í umræðu um orkumál. Við þurfum að taka afstöðu til þess hversu mikla orku við viljum vinna og í hvað við viljum nýta hana. Stjórnvöld verða að marka stefnu um orkuöflun á hverjum tíma. Ef við ætlum að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir hreina raforku og halda í við þarfir vaxandi samfélags þá blasir við að það þarf að virkja meira. Við skuldum framtíðarkynslóðum að taka skynsamlegar ákvarðanir núna til að þau fái notið sömu eða betri lífsgæða og við höfum búið við. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Sjá meira
Græna orkan okkar er fyrir löngu orðin hluti af sjálfsmynd okkar sem þjóðar, enda mikilvæg forsenda þeirrar velsældar og lífsgæða sem við búum við hér á landi. Við getum öll verið stolt af þvísem uppbygging raforkukerfisins hefur fært okkur. Mín kynslóð þekkir lítið annað en að það sé til nóg af grænni orku til að uppfylla þarfir okkar, hvort heldur er í hversdagslífinu eða atvinnulífinu. Afi minn og amma höfðu sannarlega aðra sögu að segja. En hver verður staðan hjá börnum okkar og barnabörnum? Í rúmlega 5 ára gamalli orkustefnu stjórnvalda er kveðið á um að orkuþörf samfélagsins skuli ávallt uppfyllt. Núna blasir hins vegar við sú staða að við getum ekki mætt allri eftirspurn eftir raforku. Það gildir bæði um aukna orkuþörf vegna almenns vaxtar samfélagsins og um aukna orkuþörf fyrirtækja sem vilja bæta við rekstur sinn eða hefja nýjan. Hér er rétt að taka fram að orkuþörf vegna orkuskipta í samgöngum virðist ætla að verða minni en spáð var næstu 10 árin þar sem þróun notkunar rafeldsneytis gengur hægar en spár gerðu ráð fyrir. Vinnsla rafeldsneytis er enn ekki samkeppnishæf en við fylgjumst grannt með þróuninni, tilbúin að láta að okkur kveða þegar það verður hagkvæmt. Hver er orkuþörfin? Það er hvetjandi að lesa stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnarþar sem áhersla er á aukna orkuöflun, styrkingu flutningskerfis og bætta orkunýtni þannig að stutt verði við orkuskipti og verðmætasköpun um allt land. Þá hefur ríkisstjórnin boðað að ferli leyfisveitinga verði einfaldað, tímafrestir lögbundnir og verkefni í nýtingarflokki rammaáætlunar látin njóta forgangs í stjórnsýslunni. Okkur Íslendinga vantar skýra framtíðarsýn um orkuþörf til næstu áratuga, sem ég vonast til að sjá í þeirri nýju atvinnustefnu sem ríkisstjórnin hefur boðað. Það er til dæmis æskilegt við afgreiðslu rammaáætlunar að horfa til þess hve mikilli orku samfélagið þarf á að halda á hverjum tíma þannig að orkunýtingarflokkurinn miðist ávallt við að mæta þeim þörfum. Og að þar sé að finna kosti á réttum stöðum, þ.e. bæði nálægt fyrirliggjandi innviðum og á stöðum sem henta notendum orkunnar, þar sem vinna má orku á samkeppnishæfu verði. Um leið og við erum opin fyrir öllum nýjum kostum í orkuöflun verðum við að vera raunsæ. Nú er staðan sú að vatnsorka, jarðvarmi og vindorka á landi eru samkeppnishæfir kostir, þ.e. þegar virkjað er á réttu stöðunum, en aðrir kostir eru ekki hagkvæmir og verða það ekki á næstunni. Það gildir t.d. bæði um vindorku á hafi og sólarorku, svo eitthvað sé nefnt. Ákvörðun núna: Orka eftir áratug Virkjanir rísa ekki á einni nóttu. Ákvörðun um virkjun núna þýðir að rafmagnið fer að streyma frá henni í fyrsta lagi eftir áratug. Við verðum því að taka ákvörðun núna um virkjanir sem samfélagið þarf á að halda árið 2035. Þennan tíma er reyndar hægt að stytta ef stjórnvöld halda vel á spöðunum við endurskoðun á því hvernig leyfi til framkvæmda og rekstrar virkjana eru afgreidd. Það ferli er hægt að stytta með samþættingu umhverfismats og leyfisveitinga án þess að slaka á umhverfiskröfum eða samráði við hagaðila. Hér eru tækifæri til að bæta og jafnframt einfalda aðkomu almennings með því að taka á öllum atriðum máls á sama tíma og á sama stað.Ein samræmd leyfisveiting getur hæglega þjónað sama tilgangi og það flókna ferli sem við búum við í dag. Vilji til orkuöflunar Orkuöflunarvilji er nýtt hugtak sem heyrst hefur í umræðu um orkumál. Við þurfum að taka afstöðu til þess hversu mikla orku við viljum vinna og í hvað við viljum nýta hana. Stjórnvöld verða að marka stefnu um orkuöflun á hverjum tíma. Ef við ætlum að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir hreina raforku og halda í við þarfir vaxandi samfélags þá blasir við að það þarf að virkja meira. Við skuldum framtíðarkynslóðum að taka skynsamlegar ákvarðanir núna til að þau fái notið sömu eða betri lífsgæða og við höfum búið við. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar