Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar 3. apríl 2025 06:30 Í gær lagði Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna. Hér er um að ræða brýnar breytingar á lögum um Menntasjóðinn – og fyrstu skref í endurskoðun þeirra laga á fyrsta kjörtímabili ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Frumvarpið felur í sér að styrkjakerfi námslána verði breytt, þannig að í stað 30% niðurfellingar höfuðstóls námslána í lok náms geta námsmenn, sem uppfylla kröfu um námsframvindu, fengið 20% niðurfellingu á námslánum við lok hverrar námsannar og 10% við námslok, ljúki þeir námi innan tilskilinna tímamarka. Þetta felur í sér rýmkum á skilyrðum lánþega til að hljóta styrk en í greinargerð frumvarpsins kemur fram að við setningu upphaflegra laga um Menntasjóðinn hafi hlutfall þeirra sem hlaut styrk verið um 50%. Í dag er hlutfallið um 70%. Með þessum breytingum má gera ráð fyrir að nýtingin nálgist 90% en það var í raun það sem gert var ráð fyrir í upphafi. Þessu hafa hagsmunasamtök – stúdentahreyfingarnar – kallað eftir. Þetta er fagnaðarefni. Þetta færir kerfi okkar nær námslánakerfis Noregs, sem upprunalega var miðað við þegar námslánakerfið var endurskoðað með stofnun Menntasjóðsins. Fram hefur komið að fyrir þau sem ekki hljóta námsstyrk en einungis fá lán, sem nú bera háa vexti vegna hás vaxtaumhverfis á Íslandi, er greiðslubyrðin 62% hærri samkvæmt Landssamtökum íslenskra stúdenta. Frá því að lög um Menntasjóðinn voru samþykkt og nýr sjóður var settur á fót hefur lántakendum fækkað verulega. Færri og færri taka námslán – og eru vísbendingar uppi um að Menntasjóðurinn þjóni ekki tilgangi sínum. Tilgangur Menntasjóðsins, lánasjóðskerfisins á Íslandi, á að vera að jafna aðgengi að námi óháð efnahag. Velta má fyrir sér hvort núverandi námslánakerfi gagnist síst þeim sem mest þurfa á sjóðnum að halda. Því er aukinn sveigjanleiki við styrkveitingar jákvætt skref í átt að bættu námslánakerfi. Fleiri breytingar er að finna í frumvarpinu eins og breytingu á vaxtaviðmiðum til að auka fyrirsjáanleika afborgana og til að koma í veg fyrir ófyrirséða aukningu á greiðslubyrði. Þá er rýmkuð heimild til að greiða af einu láni í einu, en ekki tveimur, fyrir þau sem tóku lán bæði í gamla lánasjóðskerfinu og nýja kerfinu. Þetta mun eiga þátt í að minnka greiðslubyrði lántakenda sem lenda milli kerfa. Hagsmunahreyfingar námsmanna bentu á vankanta þess efnis til að mynda í umræðu um frumvarp Illuga Gunnarssonar þáverandi menntamálaráðherra. Brýnt er að þetta verði leiðrétt – og mun það gerast verði frumvarpið að lögum. Námslánakerfið er eitt helsta tól stjórnvalda til að veita jafnt aðgengi að námi óháð efnahag. Mikilvægt er að Menntasjóðurinn standi undir því hlutverki. Frumvarp Loga Einarssonar er nauðsynlegt skref í þá átt. Frekari endurskoðunar er þörf – og er hún fyrirhugað á kjörtímabilinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Námslán Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hagsmunir stúdenta Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Sjá meira
Í gær lagði Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna. Hér er um að ræða brýnar breytingar á lögum um Menntasjóðinn – og fyrstu skref í endurskoðun þeirra laga á fyrsta kjörtímabili ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Frumvarpið felur í sér að styrkjakerfi námslána verði breytt, þannig að í stað 30% niðurfellingar höfuðstóls námslána í lok náms geta námsmenn, sem uppfylla kröfu um námsframvindu, fengið 20% niðurfellingu á námslánum við lok hverrar námsannar og 10% við námslok, ljúki þeir námi innan tilskilinna tímamarka. Þetta felur í sér rýmkum á skilyrðum lánþega til að hljóta styrk en í greinargerð frumvarpsins kemur fram að við setningu upphaflegra laga um Menntasjóðinn hafi hlutfall þeirra sem hlaut styrk verið um 50%. Í dag er hlutfallið um 70%. Með þessum breytingum má gera ráð fyrir að nýtingin nálgist 90% en það var í raun það sem gert var ráð fyrir í upphafi. Þessu hafa hagsmunasamtök – stúdentahreyfingarnar – kallað eftir. Þetta er fagnaðarefni. Þetta færir kerfi okkar nær námslánakerfis Noregs, sem upprunalega var miðað við þegar námslánakerfið var endurskoðað með stofnun Menntasjóðsins. Fram hefur komið að fyrir þau sem ekki hljóta námsstyrk en einungis fá lán, sem nú bera háa vexti vegna hás vaxtaumhverfis á Íslandi, er greiðslubyrðin 62% hærri samkvæmt Landssamtökum íslenskra stúdenta. Frá því að lög um Menntasjóðinn voru samþykkt og nýr sjóður var settur á fót hefur lántakendum fækkað verulega. Færri og færri taka námslán – og eru vísbendingar uppi um að Menntasjóðurinn þjóni ekki tilgangi sínum. Tilgangur Menntasjóðsins, lánasjóðskerfisins á Íslandi, á að vera að jafna aðgengi að námi óháð efnahag. Velta má fyrir sér hvort núverandi námslánakerfi gagnist síst þeim sem mest þurfa á sjóðnum að halda. Því er aukinn sveigjanleiki við styrkveitingar jákvætt skref í átt að bættu námslánakerfi. Fleiri breytingar er að finna í frumvarpinu eins og breytingu á vaxtaviðmiðum til að auka fyrirsjáanleika afborgana og til að koma í veg fyrir ófyrirséða aukningu á greiðslubyrði. Þá er rýmkuð heimild til að greiða af einu láni í einu, en ekki tveimur, fyrir þau sem tóku lán bæði í gamla lánasjóðskerfinu og nýja kerfinu. Þetta mun eiga þátt í að minnka greiðslubyrði lántakenda sem lenda milli kerfa. Hagsmunahreyfingar námsmanna bentu á vankanta þess efnis til að mynda í umræðu um frumvarp Illuga Gunnarssonar þáverandi menntamálaráðherra. Brýnt er að þetta verði leiðrétt – og mun það gerast verði frumvarpið að lögum. Námslánakerfið er eitt helsta tól stjórnvalda til að veita jafnt aðgengi að námi óháð efnahag. Mikilvægt er að Menntasjóðurinn standi undir því hlutverki. Frumvarp Loga Einarssonar er nauðsynlegt skref í þá átt. Frekari endurskoðunar er þörf – og er hún fyrirhugað á kjörtímabilinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun