Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2025 13:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir gætu dillað sér á HM í Bandaríkjunum eftir sex ár eins og þegar þær fögnuðu EM-sæti í fyrra. Ísland hefur aldrei komist á HM kvenna í fótbolta. vísir/Anton Ljóst er að heimsmeistaramót kvenna í fótbolta mun fara fram í Bandaríkjunum árið 2031 og í Bretlandi 2035, með 48 þjóðum í stað 32 á mótinu sem fram fer í Brasilíu árið 2027. Íslenska landsliðið er byrjað að feta leiðina í átt að HM í Brasilíu með leikjum sínum í Þjóðadeildinni, þar sem liðið mætir Noregi á Þróttarvelli á morgun kl. 16:45 og svo Sviss næsta þriðjudag, einnig kl. 16:45 á Þróttarvelli. Takist Íslandi að halda sér í A-deild aukast líkurnar verulega á að liðið komist á HM þegar undankeppnin fer fram á næsta ári. Nú er svo orðið ljóst hverjir næstu HM-gestgjafar á eftir Brasilíu verða. Gianni Infantino, forseti FIFA, greindi nefnilega frá því í dag að Bandaríkin hefðu lýst yfir áhuga sínum á að halda HM 2031, mögulega í samstarfi við fleiri þjóðir úr Knattspyrnusambandi Norður- og Mið-Ameríku. England, Skotland, Wales og Norður-Írland ætla svo að halda HM 2035 sem þar með verður fyrsta heimsmeistaramótið í Bretlandi síðan HM karla fór þar fram árið 1966. Greiðari leið en áður Fresturinn til að lýsa yfir áhuga á að halda HM 2031 og 2035 rann út á mánudag og eru Bandaríkin og Bretland þau einu sem gerðu það. Þau eiga svo eftir að leggja fram formlega umsókn sem verður alveg örugglega samþykkt. „Það er því allt til staðar til að HM kvenna árið 2031 og 2035 verði haldin af stórþjóðum og muni enn efla fótbolta kvenna,“ sagði Infantino. Hann staðfesti einnig að frá og með 2031 yrðu 48 þjóðir á HM kvenna, eins og hjá körlunum, sem ætti að auðvelda Íslandi að komast á mótið. Ekki er þó ljóst hve mikið HM-sætum Evrópuþjóða mun fjölga. Ísland hefur aldrei komist á HM en var óhemju nálægt því að komast inn á HM 2023 þegar liðið tapaði í framlengdum umspilsleik gegn Portúgal, eftir 1-0 tap gegn Hollandi í leik þar sem jafntefli hefði einnig dugað til að liðið kæmist á HM. Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Mótlætið styrkir mann“ Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir upplifði mikið stolt og gleði með að fá aftur tækifæri til að spila fyrir íslenska landsliðið í síðasta verkefni liðsins. Hún var valin aftur núna fyrir komandi leiki liðsins sem hún segir liðið spila fyrir Glódísi Perlu sem er fjarverandi vegna meiðsla. 2. apríl 2025 17:31 „Auðvitað söknum við hennar“ Guðrún Arnardóttir saknar Glódísar Perlu Viggósdóttur líkt og aðrir leikmenn Íslands. Henni gefst hins vegar tækifæri til að axla meiri ábyrgð í komandi landsleikjum, líkt og öðrum varnarmönnum íslenska liðsins. 2. apríl 2025 15:15 „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Alexandra Jóhannsdóttir mætir í góðu formi til liðs við íslenska landsliðið fyrir komandi leiki við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni. Hún hefur byrjað vel á nýjum stað í Svíþjóð. 1. apríl 2025 16:00 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
Íslenska landsliðið er byrjað að feta leiðina í átt að HM í Brasilíu með leikjum sínum í Þjóðadeildinni, þar sem liðið mætir Noregi á Þróttarvelli á morgun kl. 16:45 og svo Sviss næsta þriðjudag, einnig kl. 16:45 á Þróttarvelli. Takist Íslandi að halda sér í A-deild aukast líkurnar verulega á að liðið komist á HM þegar undankeppnin fer fram á næsta ári. Nú er svo orðið ljóst hverjir næstu HM-gestgjafar á eftir Brasilíu verða. Gianni Infantino, forseti FIFA, greindi nefnilega frá því í dag að Bandaríkin hefðu lýst yfir áhuga sínum á að halda HM 2031, mögulega í samstarfi við fleiri þjóðir úr Knattspyrnusambandi Norður- og Mið-Ameríku. England, Skotland, Wales og Norður-Írland ætla svo að halda HM 2035 sem þar með verður fyrsta heimsmeistaramótið í Bretlandi síðan HM karla fór þar fram árið 1966. Greiðari leið en áður Fresturinn til að lýsa yfir áhuga á að halda HM 2031 og 2035 rann út á mánudag og eru Bandaríkin og Bretland þau einu sem gerðu það. Þau eiga svo eftir að leggja fram formlega umsókn sem verður alveg örugglega samþykkt. „Það er því allt til staðar til að HM kvenna árið 2031 og 2035 verði haldin af stórþjóðum og muni enn efla fótbolta kvenna,“ sagði Infantino. Hann staðfesti einnig að frá og með 2031 yrðu 48 þjóðir á HM kvenna, eins og hjá körlunum, sem ætti að auðvelda Íslandi að komast á mótið. Ekki er þó ljóst hve mikið HM-sætum Evrópuþjóða mun fjölga. Ísland hefur aldrei komist á HM en var óhemju nálægt því að komast inn á HM 2023 þegar liðið tapaði í framlengdum umspilsleik gegn Portúgal, eftir 1-0 tap gegn Hollandi í leik þar sem jafntefli hefði einnig dugað til að liðið kæmist á HM.
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Mótlætið styrkir mann“ Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir upplifði mikið stolt og gleði með að fá aftur tækifæri til að spila fyrir íslenska landsliðið í síðasta verkefni liðsins. Hún var valin aftur núna fyrir komandi leiki liðsins sem hún segir liðið spila fyrir Glódísi Perlu sem er fjarverandi vegna meiðsla. 2. apríl 2025 17:31 „Auðvitað söknum við hennar“ Guðrún Arnardóttir saknar Glódísar Perlu Viggósdóttur líkt og aðrir leikmenn Íslands. Henni gefst hins vegar tækifæri til að axla meiri ábyrgð í komandi landsleikjum, líkt og öðrum varnarmönnum íslenska liðsins. 2. apríl 2025 15:15 „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Alexandra Jóhannsdóttir mætir í góðu formi til liðs við íslenska landsliðið fyrir komandi leiki við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni. Hún hefur byrjað vel á nýjum stað í Svíþjóð. 1. apríl 2025 16:00 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
„Mótlætið styrkir mann“ Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir upplifði mikið stolt og gleði með að fá aftur tækifæri til að spila fyrir íslenska landsliðið í síðasta verkefni liðsins. Hún var valin aftur núna fyrir komandi leiki liðsins sem hún segir liðið spila fyrir Glódísi Perlu sem er fjarverandi vegna meiðsla. 2. apríl 2025 17:31
„Auðvitað söknum við hennar“ Guðrún Arnardóttir saknar Glódísar Perlu Viggósdóttur líkt og aðrir leikmenn Íslands. Henni gefst hins vegar tækifæri til að axla meiri ábyrgð í komandi landsleikjum, líkt og öðrum varnarmönnum íslenska liðsins. 2. apríl 2025 15:15
„Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Alexandra Jóhannsdóttir mætir í góðu formi til liðs við íslenska landsliðið fyrir komandi leiki við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni. Hún hefur byrjað vel á nýjum stað í Svíþjóð. 1. apríl 2025 16:00