Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 3. apríl 2025 11:01 Ný ríkisstjórn hefur ekki setið auðum höndum fyrstu 100 daga sína. Mikil áhersla hefur verið lögð á sjávarútveginn, nú síðast með áformum um tvöföldun veiðigjalds. Til viðbótar hefur hækkun kolefnisgjalds verið boðuð, nýjar reglur um upplýsingagjöf og eignatengsl kynntar og loforð gefið um auknar strandveiðar. En hver verða áhrif þessara fjögurra aðgerða á greinina? Tvöföldun veiðigjalds Stjórnvöld áætla að hækkun veiðigjalda muni skila um 10 milljörðum króna aukalega í ríkiskassann á ári. Þessi skattahækkun, því veiðigjöld eru sannarlega skattur, mun hafa íþyngjandi áhrif á útgerðir landsins. Samkvæmt áhrifamati frumvarpsins getur skattbyrði einstaka stofna margfaldast, jafnvel þótt heildaráhrifin á greinina séu tvöföldun. Hækkunin kemur með nokkuð skömmum fyrirvara og mun draga úr getu sjávarútvegsfyrirtækja til fjárfestinga og arðgreiðslna. Þá er útfærsla hækkunarinnar með þeim hætti að hún dregur úr hvötum til að starfrækja fiskvinnslu a Íslandi, með fyrirséðum neikvæðum afleiðingum á byggðir víða um land. Hækkun kolefnisgjalds Á sama tíma leggur ríkisstjórnin til 25% hækkun kolefnisgjalds, ofan á 60% hækkun sem þegar hafði verið samþykkt í fjárlögum fyrir árið 2025. Samanlagt jafngilda þessar tvær hækkanir tvöföldun kolefnisgjalds á skömmum tíma. Kolefnisgjald á að vera liður í orkuskiptum – en þau eru einfaldlega ekki raunhæf fyrir sjávarútveg með núverandi tækni. Fyrirtækin hafa því engin úrræði til að komast hjá gjaldinu og því verður það í raun hefðbundin skattheimta, án tengsla við umhverfisstefnu. Kvaðir um upplýsingagjöf Áform eru uppi um að innleiða nýjar reglur um upplýsingaskyldu tengdra aðila í sjávarútvegi, þar sem aðilum í greininni er gert að skila skýrslu um eigendur á þriggja mánaða fresti, og víðtækri skilgreiningu á tengslum milli aðila – jafnvel þar sem slík tengsl væru ekki talin til staðar í öðrum atvinnugreinum. Þetta felur í sér mismunun gagnvart greininni, leggur þyngri byrði á smærri útgerðir og dregur úr hagkvæmni hjá þeim stærri. Þessar nýju kvaðir eru því til þess fallnar að draga úr krafti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Auknar strandveiðar Við myndun ríkisstjórnarinnar voru kynnt áform um að tryggja 48 daga strandveiðar. Til að ná því þarf að færa aflaheimildir úr aflamarkskerfinu yfir í strandveiðikerfið. Slík tilfærsla færir verðmæti frá þeim sem nýta auðlindina best yfir til óhagkvæmari veiða. Þeir sem greitt hafa fyrir aðgang að auðlindinni munu sitja eftir með minna, en þeir sem ekki hafa greitt munu njóta góðs af. Afleiðingin verður minni hagkvæmni og verri afkoma fyrir greinina í heild. Hve lengi tekur sjórinn við? Framangreindar aðgerðir ríkisstjórnarinnar leggjast ofan á nýjan 10% innflutningstoll sem bandarísk stjórnvöld hafa nú lagt á Ísland. Það mun draga úr eftirspurn eftir sjávarfangi á einum mikilvægasta útflutningsmarkaði íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Stundum er sagt að lengi taki sjórinn við. En þegar litið er til samverkandi áhrifa tveggja skattahækkana, nýrra upplýsingakvaða, skertra aflaheimilda og nú síðast tollmúra vaknar upp spurningin: hve lengi? Á einhverjum tímapunkti munu allar þessar aðgerðir draga svo úr þrótti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja að skatttekjur vegna greinarinnar munu dragast saman til lengri tíma litið. Þá eru ótalin neikvæð áhrif á þau störf, byggðalög og það fólk sem nýtur góðs af starfsemi þessara fyrirtækja í dag. Í stað þess að rugga bátnum með þessum hætti væri farsælli stefna stjórnvalda að bæta rekstrarumhverfi sjávarútvegsins í ljósi þeirrar ógnar sem nú steðjar að greininni í formi tollmúra. Þannig tryggjum við að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki geti áfram siglt á mið útflutningsmarkaða, samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Strandveiðar Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur ekki setið auðum höndum fyrstu 100 daga sína. Mikil áhersla hefur verið lögð á sjávarútveginn, nú síðast með áformum um tvöföldun veiðigjalds. Til viðbótar hefur hækkun kolefnisgjalds verið boðuð, nýjar reglur um upplýsingagjöf og eignatengsl kynntar og loforð gefið um auknar strandveiðar. En hver verða áhrif þessara fjögurra aðgerða á greinina? Tvöföldun veiðigjalds Stjórnvöld áætla að hækkun veiðigjalda muni skila um 10 milljörðum króna aukalega í ríkiskassann á ári. Þessi skattahækkun, því veiðigjöld eru sannarlega skattur, mun hafa íþyngjandi áhrif á útgerðir landsins. Samkvæmt áhrifamati frumvarpsins getur skattbyrði einstaka stofna margfaldast, jafnvel þótt heildaráhrifin á greinina séu tvöföldun. Hækkunin kemur með nokkuð skömmum fyrirvara og mun draga úr getu sjávarútvegsfyrirtækja til fjárfestinga og arðgreiðslna. Þá er útfærsla hækkunarinnar með þeim hætti að hún dregur úr hvötum til að starfrækja fiskvinnslu a Íslandi, með fyrirséðum neikvæðum afleiðingum á byggðir víða um land. Hækkun kolefnisgjalds Á sama tíma leggur ríkisstjórnin til 25% hækkun kolefnisgjalds, ofan á 60% hækkun sem þegar hafði verið samþykkt í fjárlögum fyrir árið 2025. Samanlagt jafngilda þessar tvær hækkanir tvöföldun kolefnisgjalds á skömmum tíma. Kolefnisgjald á að vera liður í orkuskiptum – en þau eru einfaldlega ekki raunhæf fyrir sjávarútveg með núverandi tækni. Fyrirtækin hafa því engin úrræði til að komast hjá gjaldinu og því verður það í raun hefðbundin skattheimta, án tengsla við umhverfisstefnu. Kvaðir um upplýsingagjöf Áform eru uppi um að innleiða nýjar reglur um upplýsingaskyldu tengdra aðila í sjávarútvegi, þar sem aðilum í greininni er gert að skila skýrslu um eigendur á þriggja mánaða fresti, og víðtækri skilgreiningu á tengslum milli aðila – jafnvel þar sem slík tengsl væru ekki talin til staðar í öðrum atvinnugreinum. Þetta felur í sér mismunun gagnvart greininni, leggur þyngri byrði á smærri útgerðir og dregur úr hagkvæmni hjá þeim stærri. Þessar nýju kvaðir eru því til þess fallnar að draga úr krafti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Auknar strandveiðar Við myndun ríkisstjórnarinnar voru kynnt áform um að tryggja 48 daga strandveiðar. Til að ná því þarf að færa aflaheimildir úr aflamarkskerfinu yfir í strandveiðikerfið. Slík tilfærsla færir verðmæti frá þeim sem nýta auðlindina best yfir til óhagkvæmari veiða. Þeir sem greitt hafa fyrir aðgang að auðlindinni munu sitja eftir með minna, en þeir sem ekki hafa greitt munu njóta góðs af. Afleiðingin verður minni hagkvæmni og verri afkoma fyrir greinina í heild. Hve lengi tekur sjórinn við? Framangreindar aðgerðir ríkisstjórnarinnar leggjast ofan á nýjan 10% innflutningstoll sem bandarísk stjórnvöld hafa nú lagt á Ísland. Það mun draga úr eftirspurn eftir sjávarfangi á einum mikilvægasta útflutningsmarkaði íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Stundum er sagt að lengi taki sjórinn við. En þegar litið er til samverkandi áhrifa tveggja skattahækkana, nýrra upplýsingakvaða, skertra aflaheimilda og nú síðast tollmúra vaknar upp spurningin: hve lengi? Á einhverjum tímapunkti munu allar þessar aðgerðir draga svo úr þrótti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja að skatttekjur vegna greinarinnar munu dragast saman til lengri tíma litið. Þá eru ótalin neikvæð áhrif á þau störf, byggðalög og það fólk sem nýtur góðs af starfsemi þessara fyrirtækja í dag. Í stað þess að rugga bátnum með þessum hætti væri farsælli stefna stjórnvalda að bæta rekstrarumhverfi sjávarútvegsins í ljósi þeirrar ógnar sem nú steðjar að greininni í formi tollmúra. Þannig tryggjum við að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki geti áfram siglt á mið útflutningsmarkaða, samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar