Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Atli Ísleifsson skrifar 3. apríl 2025 13:24 Markaðssetningin var sögð gefa hinum almenna neytanda ranglega til kynna að laxeldi Arnarlax í sjókvíum væri að fullu sjálfbært og hafi þannig engin eða í það minnsta hlutlaus áhrif á umhverfið. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að banna fiskeldisfélaginu Arnarlaxi að nota fullyrðingu um að laxeldi félagsins væri sjálfbært í markaðsefni sínu og notkun orð- og myndmerkinga sem vísa til þess að lax frá Arnarlaxi sé sjálfbær. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu. Þar kemur þó einnig fram að áfrýjunarnefndin hafi fellt úr gildi þann hluta ákvörðunarinnar sem sneri að fullyrðingu, sem áfrýjunarnefnd taldi lúta að stefnu félagsins, um að auka sjálfbærni í starfsemi þess. „Í ákvörðun Neytendastofu kom fram að það væri álit stofnunarinnar að notkun Arnarlax á hugtökunum sjálfbær og sjálfbærni væri almenn og óljós, ekki studd nægilegum gögnum og væri því villandi og óréttmæt gagnvart neytendum. Markaðssetningin gefi þannig hinum almenna neytanda ranglega til kynna að laxeldi félagsins í sjókvíum væri að fullu sjálfbært og hafi þannig engin eða í það minnsta hlutlaus áhrif á umhverfið. Að mati Neytendastofu beri að líta til þess að notkun Arnarlax á fullyrðingum sem innihalda hugtökin sjálfbær og sjálfbærni sé nokkuð víðtæk og áberandi. Notkunin væri tengd við orð- og myndmerki félagsins sem komi fram á vefsíðu þess, í blaðaauglýsingum og öðru markaðs- og kynningarefni. Neytendastofa bannaði því Arnarlaxi notkun fullyrðingar um sjálfbæran lax og sjálfbærni í markaðs- og kynningarefni félagsins. Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti ákvörðun Neytendastofu um að banna Arnarlaxi að nota fullyrðingu um að laxeldi félagsins væri sjálfbært og notkun orð og myndmerkja sem vísa til þess að lax frá Arnarlaxi sé sjálfbær. Hins vegar var felldur úr gildi sá hluti ákvörðunarinnar er sneri að fullyrðingu, sem áfrýjunarnefnd taldi lúta að stefnu félagsins, um að auka sjálfbærni í starfsemi þess og sá hluti sem sneri að broti gegn f. lið 1. mgr. 9. gr. og 2. mgr. 9. gr. laga nr. 57/2005,“ segir á vef Neytendastofu. Í svörum Arnarlax kom á sínum tíma fram að félagið starfi á grundvelli starfs- og rekstrarleyfa frá Umhverfis- og Matvælastofnun sem veitt séu samkvæmt lögum. Þá vísaði félagið til þess að starfsemi félagsins væri vottuð alþjóðlegu vottunarkerfi, ASC, sem taki bæði til umhverfis- og samfélagslegra þátta. Þær fullyrðingar Arnarlax, sem birtust meðal annars á heimasíðu Arnarlax, og þörfnuðust nánari skýringa og sannanna voru: „Sustainability it´s in our nature.“ „Sustainable salmon farming at Arnarlax takes place on the fish´s terms.“ „Arnarlax ensures the quality of its salmon by striving to support fish health and reduce environmental impact with innovative aquaculture.“ „It is important to us that our fish feed have the correct balance of nutritional content, consistency and taste, as well as being gentle on the environment.“ „For example, in the winter we use a special blend of feed and require our feed suppliers to ensure that the ingredients they use are sustainability certified.“ „All Arnarlax farming activity has been through an environmental assessment process.“ Auglýsinga- og markaðsmál Sjálfbærni Sjókvíaeldi Fiskeldi Neytendur Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Neytendastofu. Þar kemur þó einnig fram að áfrýjunarnefndin hafi fellt úr gildi þann hluta ákvörðunarinnar sem sneri að fullyrðingu, sem áfrýjunarnefnd taldi lúta að stefnu félagsins, um að auka sjálfbærni í starfsemi þess. „Í ákvörðun Neytendastofu kom fram að það væri álit stofnunarinnar að notkun Arnarlax á hugtökunum sjálfbær og sjálfbærni væri almenn og óljós, ekki studd nægilegum gögnum og væri því villandi og óréttmæt gagnvart neytendum. Markaðssetningin gefi þannig hinum almenna neytanda ranglega til kynna að laxeldi félagsins í sjókvíum væri að fullu sjálfbært og hafi þannig engin eða í það minnsta hlutlaus áhrif á umhverfið. Að mati Neytendastofu beri að líta til þess að notkun Arnarlax á fullyrðingum sem innihalda hugtökin sjálfbær og sjálfbærni sé nokkuð víðtæk og áberandi. Notkunin væri tengd við orð- og myndmerki félagsins sem komi fram á vefsíðu þess, í blaðaauglýsingum og öðru markaðs- og kynningarefni. Neytendastofa bannaði því Arnarlaxi notkun fullyrðingar um sjálfbæran lax og sjálfbærni í markaðs- og kynningarefni félagsins. Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti ákvörðun Neytendastofu um að banna Arnarlaxi að nota fullyrðingu um að laxeldi félagsins væri sjálfbært og notkun orð og myndmerkja sem vísa til þess að lax frá Arnarlaxi sé sjálfbær. Hins vegar var felldur úr gildi sá hluti ákvörðunarinnar er sneri að fullyrðingu, sem áfrýjunarnefnd taldi lúta að stefnu félagsins, um að auka sjálfbærni í starfsemi þess og sá hluti sem sneri að broti gegn f. lið 1. mgr. 9. gr. og 2. mgr. 9. gr. laga nr. 57/2005,“ segir á vef Neytendastofu. Í svörum Arnarlax kom á sínum tíma fram að félagið starfi á grundvelli starfs- og rekstrarleyfa frá Umhverfis- og Matvælastofnun sem veitt séu samkvæmt lögum. Þá vísaði félagið til þess að starfsemi félagsins væri vottuð alþjóðlegu vottunarkerfi, ASC, sem taki bæði til umhverfis- og samfélagslegra þátta. Þær fullyrðingar Arnarlax, sem birtust meðal annars á heimasíðu Arnarlax, og þörfnuðust nánari skýringa og sannanna voru: „Sustainability it´s in our nature.“ „Sustainable salmon farming at Arnarlax takes place on the fish´s terms.“ „Arnarlax ensures the quality of its salmon by striving to support fish health and reduce environmental impact with innovative aquaculture.“ „It is important to us that our fish feed have the correct balance of nutritional content, consistency and taste, as well as being gentle on the environment.“ „For example, in the winter we use a special blend of feed and require our feed suppliers to ensure that the ingredients they use are sustainability certified.“ „All Arnarlax farming activity has been through an environmental assessment process.“
Þær fullyrðingar Arnarlax, sem birtust meðal annars á heimasíðu Arnarlax, og þörfnuðust nánari skýringa og sannanna voru: „Sustainability it´s in our nature.“ „Sustainable salmon farming at Arnarlax takes place on the fish´s terms.“ „Arnarlax ensures the quality of its salmon by striving to support fish health and reduce environmental impact with innovative aquaculture.“ „It is important to us that our fish feed have the correct balance of nutritional content, consistency and taste, as well as being gentle on the environment.“ „For example, in the winter we use a special blend of feed and require our feed suppliers to ensure that the ingredients they use are sustainability certified.“ „All Arnarlax farming activity has been through an environmental assessment process.“
Auglýsinga- og markaðsmál Sjálfbærni Sjókvíaeldi Fiskeldi Neytendur Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira