Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar 4. apríl 2025 08:03 Kostir Sé horft er til kosta og ókosta sameiningu sveitarfélaganna má færa rök fyrir því að kostir sameiningar séu ótvíræðir. Samstarf sveitarfélaganna gæti verið mun betra á mörgum sviðum, lítið samstarf er í dag á milli Garðabæjar og Hafnarfjarðar þegar kemur að rekstri og þjónustu fyrir utan nokkra málaflokka sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um, m.a. reksturs Sorpu og Strætó, heilbrigðiseftirlit og heimahjúkrun sem eru sameiginlega rekin af Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Sameiginlegt sveitarfélag Garðabæjar og Hafnarfjarðar með um 54000 íbúa yrði með betur í stakk búið til að auka þjónustu við íbúa og fyrirtæki. Umhverfis- og skipulagsmál færu á eina hendi, og sama væri upp á teningnum með aðra mikilvæga málaflokka líkt og fræðslu- og félagsmál. Hægt væri að fara í mikla uppbyggingu íbúða á miðsvæði sameiginlegs sveitarfélags með öflugum almenningssamgöngum og samnýtingu innviða, eitthvað sem við öll viljum sjá, og myndi slíkt vafalaust skila mikilli hagræðingu og sparnaði fyrir skattgreiðendur. Ávinningurinn og sparnaðurinn í rekstri yrði mikill. Ókostir Erfitt er að finna ókosti sameiningar Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Nefna má að með sameiningu mun verða einn bæjarstjóri, vafalaust ókostur fyrir þau sem sækjast eftir bæjarstjórastólunum, einnig verður ein bæjarstjórn, eitt ráð og ein nefnd í hverjum málaflokki sem er ókostur fyrir þau sem ætla sér að sækjast eftir áhrifum í öðru hvoru sveitarfélaginu. Með sameiningu sameinast öll stjórnsýslan á einum stað sem leiðir til þess að einhverjir í stjórnendastöðum missa stöðu sína. Skynsemi Sveitarstjórnarmenn koma og fara. Sumir stoppa stutt en aðrir lengur og því eiga skammtíma- og eiginhagsmunir ættu ekki að ráða för umfram hagsmuni íbúa. Sveitarstjórnarmenn í Garðabæ og Hafnarfirði ættu að taka skynsama ákvörðun og setja málið í hendur íbúa með kosningu um sameiningu Garðabæjar og Hafnarfjarðar í tengslum við næstu sveitarstjórnarkosningar, þannig virkar lýðræðið. Í þessu samhengi bendi ég á grein mína á visir.is þann 19. janúar 2024 https://www.visir.is/g/20242517677d/er-skynsamlegt-ad-sameina-hafnarfjord-og-gardabae- Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi (D) í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Hafnarfjörður Garðabær Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kostir Sé horft er til kosta og ókosta sameiningu sveitarfélaganna má færa rök fyrir því að kostir sameiningar séu ótvíræðir. Samstarf sveitarfélaganna gæti verið mun betra á mörgum sviðum, lítið samstarf er í dag á milli Garðabæjar og Hafnarfjarðar þegar kemur að rekstri og þjónustu fyrir utan nokkra málaflokka sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um, m.a. reksturs Sorpu og Strætó, heilbrigðiseftirlit og heimahjúkrun sem eru sameiginlega rekin af Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Sameiginlegt sveitarfélag Garðabæjar og Hafnarfjarðar með um 54000 íbúa yrði með betur í stakk búið til að auka þjónustu við íbúa og fyrirtæki. Umhverfis- og skipulagsmál færu á eina hendi, og sama væri upp á teningnum með aðra mikilvæga málaflokka líkt og fræðslu- og félagsmál. Hægt væri að fara í mikla uppbyggingu íbúða á miðsvæði sameiginlegs sveitarfélags með öflugum almenningssamgöngum og samnýtingu innviða, eitthvað sem við öll viljum sjá, og myndi slíkt vafalaust skila mikilli hagræðingu og sparnaði fyrir skattgreiðendur. Ávinningurinn og sparnaðurinn í rekstri yrði mikill. Ókostir Erfitt er að finna ókosti sameiningar Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Nefna má að með sameiningu mun verða einn bæjarstjóri, vafalaust ókostur fyrir þau sem sækjast eftir bæjarstjórastólunum, einnig verður ein bæjarstjórn, eitt ráð og ein nefnd í hverjum málaflokki sem er ókostur fyrir þau sem ætla sér að sækjast eftir áhrifum í öðru hvoru sveitarfélaginu. Með sameiningu sameinast öll stjórnsýslan á einum stað sem leiðir til þess að einhverjir í stjórnendastöðum missa stöðu sína. Skynsemi Sveitarstjórnarmenn koma og fara. Sumir stoppa stutt en aðrir lengur og því eiga skammtíma- og eiginhagsmunir ættu ekki að ráða för umfram hagsmuni íbúa. Sveitarstjórnarmenn í Garðabæ og Hafnarfirði ættu að taka skynsama ákvörðun og setja málið í hendur íbúa með kosningu um sameiningu Garðabæjar og Hafnarfjarðar í tengslum við næstu sveitarstjórnarkosningar, þannig virkar lýðræðið. Í þessu samhengi bendi ég á grein mína á visir.is þann 19. janúar 2024 https://www.visir.is/g/20242517677d/er-skynsamlegt-ad-sameina-hafnarfjord-og-gardabae- Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi (D) í Hafnarfirði
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar