Hamar/Þór var í Bónus deildinni í vetur en endaði í næst neðsta sætinu sem þýddi að liðið fór því í þetta umspil með þremur liðum úr 1. deildinni.
KR endaði í öðru sæti í 1. deildinni eftir hörku baráttu baráttu við Ármann sem fór beint upp.
Hamar/Þór vann 38 stiga heimasigur á Selfossliðinu í kvöld, 99-61. Abby Beeman vantaði bara eitt frákast í þrennuna því hún var með 29 stig, 12 stoðsendingar og 9 fráköst í kvöld. Kristrún Ríkey Ólafsdóttir var með 15 stig og 9 fráköst en Hana Ivanusa skoraði 12 stig og tók 18 fráköst.
Donasja Terre Scott skoraði 20 stig og tók 15 fráköst fyrir Selfoss en Valdís Una Guðmannsdóttir var með 13 stig.
KR-konur gerðu enn betur og unnu 57 stiga sigur á Fjölni, 106-49. Rebekka Rut Steingrímsdóttir átti stórleik og skoraði 30 stig á 26 mínútum. Hún var einnig með 7 stoðsendingar og 6 fráköst. Cheah Rael-Whitsitt skoraði 20 stig en hjá Fjölni var Brazil Harvey-Carr stigahæst með 17 stig.
Þetta var leikur eitt en það þarf að vinna þrjá leiki til að komast í úrslitaeinvígið. Næstu leikir fara fram næsta mánudagskvöld.