„Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. apríl 2025 21:46 Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, kom ÍR-ingum líklega á óvart í kvöld en hans menn voru öflugir í vörninni í þessum mikilvæga leik. Vísir/Pawel Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með varnarleik sinna manna gegn ÍR í kvöld en var duglegur í klisjunum í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. „Varnarleikurinn var frábær í dag og við þurfum að halda áfram einbeittir að gera hluti vel þar. Einn leik í einu,“ sagði Baldur pollrólegur eftir nokkuð öruggan sigur sinna manna. Eins og Baldur segir var varnarleikur Garðbæinga góður og fyrir utan Jacob Falko voru ÍR-ingar í stökustu vandræðum oft að skora. „Þetta gekk vel, 83 stig í íslensku deildinni telst held ég ágætt þegar við skorum svona mikið. Ánægður með það.“ Baldur sagði að mögulega hefði það komið ÍR á óvart að Ægir Þór Steinarsson hafi ekki verið settur til höfuðs Jacob Falko í vörninni hjá Stjörnunni. „En þú sérð það í fyrstu sókn og svo aðlagar þú þig. Þetta gekk vel í dag og við skorum 101 stig sem hjálpar líka. Við þurfum að bæta það sem hægt er að bæta og halda áfram.“ ÍR minnkaði muninn í eitt stig í byrjun þriðja leikhluta en það virðist lítið hafa hrist upp í Baldri. „Ég man ekki einu sinni eftir því. Þeir voru að gera vel í hraðaupphlaupum, fá mikið af sniðskotum sem ég var ekki sáttur með. Falko er líka bara geggjaður leikmaður, skorar 41 stig og það er hrikalega erfitt að eiga við hann. Frábær spilari og verður krefjandi að eiga við hann á mánudag.“ Jacob Falko með boltann.Vísir/Pawel Andri Már nefndi að Stjörnumenn hefðu algjörlega náð að stoppa aðra leikmenn ÍR en Falko, til að mynda Matej Kavas sem skoraði aðeins tvö stig í leiknum. „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp. Við þurfum bara að halda áfram, einhverjir hlutir sem er hægt að bæta. Halda einbeitingu og einn leik í einu og öll klisjan.“ Baldur tjáði sig að lokum um Shaquille Rombley sem var ÍR-ingum afar erfiður með 27 stig og 19 fráköst og sérstaklega voru sóknarfráköstin hans drjúg fyrir Stjörnuna. „Bara geggjaður og mikil orka í honum. Mikilvægt að vera með hann í þessum ham.“ Stjarnan ÍR Bónus-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira
„Varnarleikurinn var frábær í dag og við þurfum að halda áfram einbeittir að gera hluti vel þar. Einn leik í einu,“ sagði Baldur pollrólegur eftir nokkuð öruggan sigur sinna manna. Eins og Baldur segir var varnarleikur Garðbæinga góður og fyrir utan Jacob Falko voru ÍR-ingar í stökustu vandræðum oft að skora. „Þetta gekk vel, 83 stig í íslensku deildinni telst held ég ágætt þegar við skorum svona mikið. Ánægður með það.“ Baldur sagði að mögulega hefði það komið ÍR á óvart að Ægir Þór Steinarsson hafi ekki verið settur til höfuðs Jacob Falko í vörninni hjá Stjörnunni. „En þú sérð það í fyrstu sókn og svo aðlagar þú þig. Þetta gekk vel í dag og við skorum 101 stig sem hjálpar líka. Við þurfum að bæta það sem hægt er að bæta og halda áfram.“ ÍR minnkaði muninn í eitt stig í byrjun þriðja leikhluta en það virðist lítið hafa hrist upp í Baldri. „Ég man ekki einu sinni eftir því. Þeir voru að gera vel í hraðaupphlaupum, fá mikið af sniðskotum sem ég var ekki sáttur með. Falko er líka bara geggjaður leikmaður, skorar 41 stig og það er hrikalega erfitt að eiga við hann. Frábær spilari og verður krefjandi að eiga við hann á mánudag.“ Jacob Falko með boltann.Vísir/Pawel Andri Már nefndi að Stjörnumenn hefðu algjörlega náð að stoppa aðra leikmenn ÍR en Falko, til að mynda Matej Kavas sem skoraði aðeins tvö stig í leiknum. „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp. Við þurfum bara að halda áfram, einhverjir hlutir sem er hægt að bæta. Halda einbeitingu og einn leik í einu og öll klisjan.“ Baldur tjáði sig að lokum um Shaquille Rombley sem var ÍR-ingum afar erfiður með 27 stig og 19 fráköst og sérstaklega voru sóknarfráköstin hans drjúg fyrir Stjörnuna. „Bara geggjaður og mikil orka í honum. Mikilvægt að vera með hann í þessum ham.“
Stjarnan ÍR Bónus-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira