„Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Aron Guðmundsson skrifar 4. apríl 2025 10:30 Vinstra megin á umræddri samsettri mynd má sjá Martin í Nike skóm í leik með íslenska landsliðinu gegn Tyrklandi. Hægra megin má sjá hann í leik með Alba Berlin í Euroleague í Adidas skóm Vísir/Samsett mynd Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Martin Hermannsson, segir marga hafa haft samband við sig eftir að hann lýsti óvenjulegri lausn á meiðslum sem höfðu verið að plaga hann. Fólk sem hafði sömu sögu að segja. Eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM með sigri á Tyrkjum hér heima vakti það athygli í viðtali við landsliðsmanninn Martin Hermannsson eftir leik að hann virtist hafa fundið óvænta lausn á meiðslum sem höfðu verið að plaga hann í aðdraganda leiksins. Með því að skipta út Adidas skóm yfir í Nike fann Martin ekki lengur til. Þannig er mál með vexti að hjá félagsliði sínu Alba Berlin í Þýskalandi er Martin skyldugur til þess að spila í Adidas skóm sökum styrktar samnings fyrirtækisins við félagið. Staðan er hins vegar önnur þegar að Martin spilar með landsliðinu þar sem að hann getur spilað í Nike skóm sökum persónulegs styrktar samnings síns við það fyrirtæki. Martin komst fljótt af því eftir umrætt viðtal að hann er ekki sá eini sem hefur glímt við þetta vandamál. „Það voru ótrúlega margir sem höfðu samband við mig, sendu á mig og sögðust hafa gengið í gegnum það sama,“ segir Martin í samtali við íþróttadeild. „Margir sem höfðu þá sögu að segja að um leið og þeir skiptu um skótegund virtist bara vera sem svo að þeirra kvillar hyrfu. Eina sem þeir þurftu að gera var að skipta um skó. Ég er því greinilega ekki sá eini sem hefur gengið í gegnum þetta og það hefði verði fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig nokkrum mánuðum áður. Það hefði hjálpað.“ Við komuna aftur til Alba Berlin eftir umrætt landsliðsverkefni freistaðist íslenski landsliðsmaðurinn til þess að verða fyrsti leikmaður í sögu félagsins til að spila í Nike skóm. „Ég sem sagt kem bara aftur út til Berlínar eftir að við höfðum tryggt okkur EM sætið og var bara í Nike skónum mínum á fyrstu æfingunum með Alba Berlin og þurfti þar að teipa yfir Nike merkið. Það vakti mikla lukku meðal liðsfélaganna því það er ekki einn leikmaður í sögu Alba Berlin sem hefur spilað í Nike skóm. Ég ætlaði að reyna verða sá fyrsti en það var ekki fræðilegur möguleiki að fá það í gegn. Ég fór því í þá vegferð að reyna finna einhverja tegund af Adidas skóm sem að hentuðu. Reyndi að finna Adidas skó sem voru svipaðir Nike skóm. Það hefur gengið vel hingað til, vonandi heldur það bara áfram en ég hlakka mikið til að koma heim í sumar til móts við landsliðið og fara í gömlu góðu Nike skóna.“ Landslið karla í körfubolta Körfubolti EM 2025 í körfubolta Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM með sigri á Tyrkjum hér heima vakti það athygli í viðtali við landsliðsmanninn Martin Hermannsson eftir leik að hann virtist hafa fundið óvænta lausn á meiðslum sem höfðu verið að plaga hann í aðdraganda leiksins. Með því að skipta út Adidas skóm yfir í Nike fann Martin ekki lengur til. Þannig er mál með vexti að hjá félagsliði sínu Alba Berlin í Þýskalandi er Martin skyldugur til þess að spila í Adidas skóm sökum styrktar samnings fyrirtækisins við félagið. Staðan er hins vegar önnur þegar að Martin spilar með landsliðinu þar sem að hann getur spilað í Nike skóm sökum persónulegs styrktar samnings síns við það fyrirtæki. Martin komst fljótt af því eftir umrætt viðtal að hann er ekki sá eini sem hefur glímt við þetta vandamál. „Það voru ótrúlega margir sem höfðu samband við mig, sendu á mig og sögðust hafa gengið í gegnum það sama,“ segir Martin í samtali við íþróttadeild. „Margir sem höfðu þá sögu að segja að um leið og þeir skiptu um skótegund virtist bara vera sem svo að þeirra kvillar hyrfu. Eina sem þeir þurftu að gera var að skipta um skó. Ég er því greinilega ekki sá eini sem hefur gengið í gegnum þetta og það hefði verði fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig nokkrum mánuðum áður. Það hefði hjálpað.“ Við komuna aftur til Alba Berlin eftir umrætt landsliðsverkefni freistaðist íslenski landsliðsmaðurinn til þess að verða fyrsti leikmaður í sögu félagsins til að spila í Nike skóm. „Ég sem sagt kem bara aftur út til Berlínar eftir að við höfðum tryggt okkur EM sætið og var bara í Nike skónum mínum á fyrstu æfingunum með Alba Berlin og þurfti þar að teipa yfir Nike merkið. Það vakti mikla lukku meðal liðsfélaganna því það er ekki einn leikmaður í sögu Alba Berlin sem hefur spilað í Nike skóm. Ég ætlaði að reyna verða sá fyrsti en það var ekki fræðilegur möguleiki að fá það í gegn. Ég fór því í þá vegferð að reyna finna einhverja tegund af Adidas skóm sem að hentuðu. Reyndi að finna Adidas skó sem voru svipaðir Nike skóm. Það hefur gengið vel hingað til, vonandi heldur það bara áfram en ég hlakka mikið til að koma heim í sumar til móts við landsliðið og fara í gömlu góðu Nike skóna.“
Landslið karla í körfubolta Körfubolti EM 2025 í körfubolta Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira