„Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Aron Guðmundsson skrifar 4. apríl 2025 10:30 Vinstra megin á umræddri samsettri mynd má sjá Martin í Nike skóm í leik með íslenska landsliðinu gegn Tyrklandi. Hægra megin má sjá hann í leik með Alba Berlin í Euroleague í Adidas skóm Vísir/Samsett mynd Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Martin Hermannsson, segir marga hafa haft samband við sig eftir að hann lýsti óvenjulegri lausn á meiðslum sem höfðu verið að plaga hann. Fólk sem hafði sömu sögu að segja. Eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM með sigri á Tyrkjum hér heima vakti það athygli í viðtali við landsliðsmanninn Martin Hermannsson eftir leik að hann virtist hafa fundið óvænta lausn á meiðslum sem höfðu verið að plaga hann í aðdraganda leiksins. Með því að skipta út Adidas skóm yfir í Nike fann Martin ekki lengur til. Þannig er mál með vexti að hjá félagsliði sínu Alba Berlin í Þýskalandi er Martin skyldugur til þess að spila í Adidas skóm sökum styrktar samnings fyrirtækisins við félagið. Staðan er hins vegar önnur þegar að Martin spilar með landsliðinu þar sem að hann getur spilað í Nike skóm sökum persónulegs styrktar samnings síns við það fyrirtæki. Martin komst fljótt af því eftir umrætt viðtal að hann er ekki sá eini sem hefur glímt við þetta vandamál. „Það voru ótrúlega margir sem höfðu samband við mig, sendu á mig og sögðust hafa gengið í gegnum það sama,“ segir Martin í samtali við íþróttadeild. „Margir sem höfðu þá sögu að segja að um leið og þeir skiptu um skótegund virtist bara vera sem svo að þeirra kvillar hyrfu. Eina sem þeir þurftu að gera var að skipta um skó. Ég er því greinilega ekki sá eini sem hefur gengið í gegnum þetta og það hefði verði fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig nokkrum mánuðum áður. Það hefði hjálpað.“ Við komuna aftur til Alba Berlin eftir umrætt landsliðsverkefni freistaðist íslenski landsliðsmaðurinn til þess að verða fyrsti leikmaður í sögu félagsins til að spila í Nike skóm. „Ég sem sagt kem bara aftur út til Berlínar eftir að við höfðum tryggt okkur EM sætið og var bara í Nike skónum mínum á fyrstu æfingunum með Alba Berlin og þurfti þar að teipa yfir Nike merkið. Það vakti mikla lukku meðal liðsfélaganna því það er ekki einn leikmaður í sögu Alba Berlin sem hefur spilað í Nike skóm. Ég ætlaði að reyna verða sá fyrsti en það var ekki fræðilegur möguleiki að fá það í gegn. Ég fór því í þá vegferð að reyna finna einhverja tegund af Adidas skóm sem að hentuðu. Reyndi að finna Adidas skó sem voru svipaðir Nike skóm. Það hefur gengið vel hingað til, vonandi heldur það bara áfram en ég hlakka mikið til að koma heim í sumar til móts við landsliðið og fara í gömlu góðu Nike skóna.“ Landslið karla í körfubolta Körfubolti EM 2025 í körfubolta Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sport Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
Eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM með sigri á Tyrkjum hér heima vakti það athygli í viðtali við landsliðsmanninn Martin Hermannsson eftir leik að hann virtist hafa fundið óvænta lausn á meiðslum sem höfðu verið að plaga hann í aðdraganda leiksins. Með því að skipta út Adidas skóm yfir í Nike fann Martin ekki lengur til. Þannig er mál með vexti að hjá félagsliði sínu Alba Berlin í Þýskalandi er Martin skyldugur til þess að spila í Adidas skóm sökum styrktar samnings fyrirtækisins við félagið. Staðan er hins vegar önnur þegar að Martin spilar með landsliðinu þar sem að hann getur spilað í Nike skóm sökum persónulegs styrktar samnings síns við það fyrirtæki. Martin komst fljótt af því eftir umrætt viðtal að hann er ekki sá eini sem hefur glímt við þetta vandamál. „Það voru ótrúlega margir sem höfðu samband við mig, sendu á mig og sögðust hafa gengið í gegnum það sama,“ segir Martin í samtali við íþróttadeild. „Margir sem höfðu þá sögu að segja að um leið og þeir skiptu um skótegund virtist bara vera sem svo að þeirra kvillar hyrfu. Eina sem þeir þurftu að gera var að skipta um skó. Ég er því greinilega ekki sá eini sem hefur gengið í gegnum þetta og það hefði verði fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig nokkrum mánuðum áður. Það hefði hjálpað.“ Við komuna aftur til Alba Berlin eftir umrætt landsliðsverkefni freistaðist íslenski landsliðsmaðurinn til þess að verða fyrsti leikmaður í sögu félagsins til að spila í Nike skóm. „Ég sem sagt kem bara aftur út til Berlínar eftir að við höfðum tryggt okkur EM sætið og var bara í Nike skónum mínum á fyrstu æfingunum með Alba Berlin og þurfti þar að teipa yfir Nike merkið. Það vakti mikla lukku meðal liðsfélaganna því það er ekki einn leikmaður í sögu Alba Berlin sem hefur spilað í Nike skóm. Ég ætlaði að reyna verða sá fyrsti en það var ekki fræðilegur möguleiki að fá það í gegn. Ég fór því í þá vegferð að reyna finna einhverja tegund af Adidas skóm sem að hentuðu. Reyndi að finna Adidas skó sem voru svipaðir Nike skóm. Það hefur gengið vel hingað til, vonandi heldur það bara áfram en ég hlakka mikið til að koma heim í sumar til móts við landsliðið og fara í gömlu góðu Nike skóna.“
Landslið karla í körfubolta Körfubolti EM 2025 í körfubolta Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sport Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn