Á góðar minningar frá Þróttaravellinum Aron Guðmundsson skrifar 4. apríl 2025 11:31 Hildur í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Getty Íslenska landsliðskonan Hildur Antonsdóttir er klár í að byrja gegn Noregi í Þjóðadeildinni í fótbolta seinna í dag eftir að hafa glímt við meiðsli upp á síðkastið. Hún er sérstaklega spennt fyrir því að spila á heimavelli Þróttar Reykjavíkur, frá þeim velli á hún góðar minningar. Hildur hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði en hefur í aðdraganda þessa landsliðsverkefnis náð að æfa á fullu þó svo að varlega hafi verið farið í sakirnar varðandi mínútur hennar inn á vellinum með félagsliðinu Madrid CFF. „Endurhæfingin hefur gengið mjög vel. Það gerist í byrjun febrúar að ég ríf eitthvað smá aftan í læri. En það er búið að hugsa mjög vel um mig úti og við höfum verið varkár í endurkomunni þar sem að þessi meiðsli geta tekið sig upp. Við höfum farið mjög varlega, ég er búin að vera æfa núna síðustu fjórar vikur en ekki verið að spila til þess að halda mér góðri.“ Klippa: Hildur um veruna í Madrid og landsleik dagsins Erum við þá komin á það stig núna að þú getir byrjað leikinn gegn Noregi? „Ég má allavegana spila leiki. Ég er til í það.“ Hildur gekk í raðir Madrid CFF í spænsku úrvalsdeildinni frá Fortuna Sittard í Hollandi í fyrra og líkar veran þar mjög vel. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegur og lærdómsríkur tími. Þetta er öðruvísi fótbolti, öðruvísi æfingar og ég þurfti alveg nokkrar vikur til þess að venjast álaginu en heilt yfir hefur þetta verið frábær lífsreynsla, ég er búin að læra margt.“ En er maður að leggja það á sig að læra spænskuna? „Já ég fer í spænsku tíma tvisvar sinnum í viku. Æfingarnar hjá okkur fara fram á spænsku og í liðinu eru nokkrir leikmenn sem tala bara spænsku. Maður þarf því að læra það.“ Íslenska kvennalandsliðið mætir Noregi seinna í dag í Þjóðadeildinni. Leikið verður á heimavelli Þróttar Reykjavíkur þar sem að Laugardalsvöllurinn er ekki leikhæfur og Hildur bíður í ofvæni eftir því að spila á Þróttaravellinum. „Ég á mjög góðar minningar frá Þróttaravellinum, sneri. Fyrsti leikurinn minn eftir að hafa slitið krossband var á þessum velli og síðast þegar að ég spilaði þarna skoraði ég tvö mörk. Ég er mjög spennt fyrir leiknum þarna. Leikur Íslands og Noregs hefst klukkan korter í fimm í dag og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur áhyggjur af stöðunni á Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir Evrópumótið í sumar. Hann segir að í versta falli gæti hún misst af mótinu. 3. apríl 2025 13:10 Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni. 3. apríl 2025 12:50 „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Ingibjörg Sigurðardóttir kveðst stolt af því að bera fyrirliðabandið hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í næstu tveimur leikjum þess. Hún segist eflast með aukinni ábyrgð. 3. apríl 2025 14:47 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Sjá meira
Hildur hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði en hefur í aðdraganda þessa landsliðsverkefnis náð að æfa á fullu þó svo að varlega hafi verið farið í sakirnar varðandi mínútur hennar inn á vellinum með félagsliðinu Madrid CFF. „Endurhæfingin hefur gengið mjög vel. Það gerist í byrjun febrúar að ég ríf eitthvað smá aftan í læri. En það er búið að hugsa mjög vel um mig úti og við höfum verið varkár í endurkomunni þar sem að þessi meiðsli geta tekið sig upp. Við höfum farið mjög varlega, ég er búin að vera æfa núna síðustu fjórar vikur en ekki verið að spila til þess að halda mér góðri.“ Klippa: Hildur um veruna í Madrid og landsleik dagsins Erum við þá komin á það stig núna að þú getir byrjað leikinn gegn Noregi? „Ég má allavegana spila leiki. Ég er til í það.“ Hildur gekk í raðir Madrid CFF í spænsku úrvalsdeildinni frá Fortuna Sittard í Hollandi í fyrra og líkar veran þar mjög vel. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegur og lærdómsríkur tími. Þetta er öðruvísi fótbolti, öðruvísi æfingar og ég þurfti alveg nokkrar vikur til þess að venjast álaginu en heilt yfir hefur þetta verið frábær lífsreynsla, ég er búin að læra margt.“ En er maður að leggja það á sig að læra spænskuna? „Já ég fer í spænsku tíma tvisvar sinnum í viku. Æfingarnar hjá okkur fara fram á spænsku og í liðinu eru nokkrir leikmenn sem tala bara spænsku. Maður þarf því að læra það.“ Íslenska kvennalandsliðið mætir Noregi seinna í dag í Þjóðadeildinni. Leikið verður á heimavelli Þróttar Reykjavíkur þar sem að Laugardalsvöllurinn er ekki leikhæfur og Hildur bíður í ofvæni eftir því að spila á Þróttaravellinum. „Ég á mjög góðar minningar frá Þróttaravellinum, sneri. Fyrsti leikurinn minn eftir að hafa slitið krossband var á þessum velli og síðast þegar að ég spilaði þarna skoraði ég tvö mörk. Ég er mjög spennt fyrir leiknum þarna. Leikur Íslands og Noregs hefst klukkan korter í fimm í dag og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur áhyggjur af stöðunni á Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir Evrópumótið í sumar. Hann segir að í versta falli gæti hún misst af mótinu. 3. apríl 2025 13:10 Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni. 3. apríl 2025 12:50 „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Ingibjörg Sigurðardóttir kveðst stolt af því að bera fyrirliðabandið hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í næstu tveimur leikjum þess. Hún segist eflast með aukinni ábyrgð. 3. apríl 2025 14:47 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Sjá meira
Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur áhyggjur af stöðunni á Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir Evrópumótið í sumar. Hann segir að í versta falli gæti hún misst af mótinu. 3. apríl 2025 13:10
Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni. 3. apríl 2025 12:50
„Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Ingibjörg Sigurðardóttir kveðst stolt af því að bera fyrirliðabandið hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í næstu tveimur leikjum þess. Hún segist eflast með aukinni ábyrgð. 3. apríl 2025 14:47