Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 4. apríl 2025 13:02 Mikið er talað um eitraða karlmennsku þessa dagana. Mikils misskilnings gætir hins vegar í umræðunni og margir halda að verið sé að segja að allir karlmenn séu vondir og eitraðir. Það er alls ekki rétt en svo sem skiljanlegt að fólk haldi það ef það les ekkert nema fyrirsagnir og setur sig ekki inn í málið. Karlennska er ekki slæm og flestir karlmenn eru yndislegir og eiga að vera stoltir af sinni karlmennsku. Hún getur verið falleg og sterk. Karlmennskan eða staðalímynd karlmannsins hefur hins vegar ýmsar skuggahliðar eins og að krefja karlmenn um að loka á tilfinningar sínar og bæla þær niður. Það veit ekki á gott og getur brotist út í reiði, neyslu og ofbeldi og mögulegu sjálfsvígi. Margir karlmenn hafa orðið fyrir áföllum og ofbeldi sem börn og mikilvægt er að þeir fái rými í samfélaginu til að tjá það án þess að verða fyrir aðkasti. Femínismi sem sumir halda að sé á móti karlmönnum berst einmitt fyrir því að karlmenn geti brotist útúr þessu fangelsi eða skuggahliðum karlmennskunnar og fái að tjá sig og þora að þiggja hjálp. Því þessar skuggahliðar eru ekki góðar fyrir neinn, ekki karlmenn né konur eða aðra. En ef það eru skuggahliðar á karlmennskunni hljóta líka að vera skuggahliðar á kvenmennskunni. Minna hefur samt verið talað um það. Í kennslu minni með nemendum á framhaldsskólastigi teiknum við oft upp bleika og bláa boxið sem eru staðalímyndir kynjanna. Í bleika boxinu koma ýmsar skuggahliðar eins og hlutgerving og að líta á sig sem kynlífsviðfang karlmanna, ósjálfstæði og meðvirkni og fleira í þeim dúr. Að trúa því að tilgangur lífsins sé að þóknast karlmanni kynferðislega og hugsa um hann eins og móðir, elda fyrir hann, þvo af honum, þrífa fyrir hann og sinna börnunum fyrir hann getur því verið eitruð kvenmennska. Trad wife hugmyndafræðin er því í raun eitruð kvenmennska. Ég er ekki að segja að það séu ekki til konur sem þrá eingöngu að hugsa um börn og heimili og alls ekki að banna þeim það. En að gera þessa kröfu og reyna að hindra að konur séu sterkar og sjálfstæðar og leggi eitthvað af mörkum til samfélagsins í gegnum vísindi, pólitík,kennslu, umönnun þrif eða annað starf er alls ekki gott. Það má því segja að kona sem lítur á sig eingöngu sem kynlífsviðfang sé að birta eitraða kvenmennsku. Klámið er stútfullt af eitraðri kvenmennsku og eitraðri karlmennsku. Þetta eru skuggahliðarnar á kynhlutverkunum. Ástæðan fyrir því að það er ekki talað um þetta á sama hátt og eitraða karlmennsku er að hún er ekki að skaða beint aðra manneskju. Eitraða kvenmennskan beinist því að konunum sjálfum og þeirra sjálfsmynd. Skuggahliðar karlmennskunnar er hins vegar að beita aðra (gjarnan konur og börn) ofbeldi og þess vegna er svona miklivægt að vinna gegn henni. Það er ekki gott að 20% karlmanna finni sig knúna til að beita konur og börn ofbeldi. Við þurfum að stöðva það með öllum ráðum fyrir alla í samfélaginu. Karlmennska getur verið falleg og sterk. Hlúum að henni og misskiljum ekki baráttuna gegn skuggahliðum karlmennskunnar. Hún gagnast karlmönnum sem og konum og öðrum. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Mikið er talað um eitraða karlmennsku þessa dagana. Mikils misskilnings gætir hins vegar í umræðunni og margir halda að verið sé að segja að allir karlmenn séu vondir og eitraðir. Það er alls ekki rétt en svo sem skiljanlegt að fólk haldi það ef það les ekkert nema fyrirsagnir og setur sig ekki inn í málið. Karlennska er ekki slæm og flestir karlmenn eru yndislegir og eiga að vera stoltir af sinni karlmennsku. Hún getur verið falleg og sterk. Karlmennskan eða staðalímynd karlmannsins hefur hins vegar ýmsar skuggahliðar eins og að krefja karlmenn um að loka á tilfinningar sínar og bæla þær niður. Það veit ekki á gott og getur brotist út í reiði, neyslu og ofbeldi og mögulegu sjálfsvígi. Margir karlmenn hafa orðið fyrir áföllum og ofbeldi sem börn og mikilvægt er að þeir fái rými í samfélaginu til að tjá það án þess að verða fyrir aðkasti. Femínismi sem sumir halda að sé á móti karlmönnum berst einmitt fyrir því að karlmenn geti brotist útúr þessu fangelsi eða skuggahliðum karlmennskunnar og fái að tjá sig og þora að þiggja hjálp. Því þessar skuggahliðar eru ekki góðar fyrir neinn, ekki karlmenn né konur eða aðra. En ef það eru skuggahliðar á karlmennskunni hljóta líka að vera skuggahliðar á kvenmennskunni. Minna hefur samt verið talað um það. Í kennslu minni með nemendum á framhaldsskólastigi teiknum við oft upp bleika og bláa boxið sem eru staðalímyndir kynjanna. Í bleika boxinu koma ýmsar skuggahliðar eins og hlutgerving og að líta á sig sem kynlífsviðfang karlmanna, ósjálfstæði og meðvirkni og fleira í þeim dúr. Að trúa því að tilgangur lífsins sé að þóknast karlmanni kynferðislega og hugsa um hann eins og móðir, elda fyrir hann, þvo af honum, þrífa fyrir hann og sinna börnunum fyrir hann getur því verið eitruð kvenmennska. Trad wife hugmyndafræðin er því í raun eitruð kvenmennska. Ég er ekki að segja að það séu ekki til konur sem þrá eingöngu að hugsa um börn og heimili og alls ekki að banna þeim það. En að gera þessa kröfu og reyna að hindra að konur séu sterkar og sjálfstæðar og leggi eitthvað af mörkum til samfélagsins í gegnum vísindi, pólitík,kennslu, umönnun þrif eða annað starf er alls ekki gott. Það má því segja að kona sem lítur á sig eingöngu sem kynlífsviðfang sé að birta eitraða kvenmennsku. Klámið er stútfullt af eitraðri kvenmennsku og eitraðri karlmennsku. Þetta eru skuggahliðarnar á kynhlutverkunum. Ástæðan fyrir því að það er ekki talað um þetta á sama hátt og eitraða karlmennsku er að hún er ekki að skaða beint aðra manneskju. Eitraða kvenmennskan beinist því að konunum sjálfum og þeirra sjálfsmynd. Skuggahliðar karlmennskunnar er hins vegar að beita aðra (gjarnan konur og börn) ofbeldi og þess vegna er svona miklivægt að vinna gegn henni. Það er ekki gott að 20% karlmanna finni sig knúna til að beita konur og börn ofbeldi. Við þurfum að stöðva það með öllum ráðum fyrir alla í samfélaginu. Karlmennska getur verið falleg og sterk. Hlúum að henni og misskiljum ekki baráttuna gegn skuggahliðum karlmennskunnar. Hún gagnast karlmönnum sem og konum og öðrum. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar