„Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2025 19:24 Hildur Antonsdóttir átti fínan leik á miðsvæðinu hjá íslenska liðinu. Vísir/Anton Brink Hildur Antonsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að það hafi verið hálfgerð vonbrigði að taka bara eitt stig gegn sterku norsku liði á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld. „Já, ég myndi segja það. Að við tökum ekki þrjú stig úr þessum leik eru vonbrigði fyrir okkur,“ sagði Hildur í viðtali í leikslok. „Við áttum mjög góð færi sem við hefðum getað nýtt. Alveg í lokin eigum við sláarskot og horn eftir horn. Þær voru bara orðnar stressaðar og farnar að tefja í lokin. Eitt stig, við tökum því, en við hefðum viljað þrjú.“ Hún segist einfaldlega ekki skilja hvernig íslenska liðinu tókst ekki að skora í kvöld. „Ég veit það ekki. Ég skil ekki hvernig hann fór ekki inn þarna á tímabili. En við þurfum bara að nýta færin okkar og ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú. Við erum að komast í ágætar stöður og það vantar kannski bara meiri ró á síðasta þriðjungi vallarins.“ Fimm breytingar voru gerðar á íslenska liðinu milli leikja og þá voru íslensku stelpurnar án fyrirliða síns, Glódísar Perlu Viggósdóttur. Hildur segir liðið þó hafa náð að leysa vel úr því. „Mér fannst dýnamíkin bara góð. Það er ótrúlega mikil samheldni í þessu liði og það skiptir ekki máli hverjar koma inn og hverjar detta út. Við erum bara eitt stórt lið með 23 leikmenn og það standa sig allar vel í hópnum.“ Þá segir hún mikilvægt að íslenska liðið taki með sér það jákvæða úr leik kvöldsins í næsta leik, sem er gegn Sviss hér á sama velli næstkomandi þriðjudag. „Ef við tökum þessa orku og það sem við vorum að gera í þessum leik með okkur í þann leik þá eigum við að taka þrjú stig á móti Sviss. Það er bara algjörlega þannig og við stefnum að því,“ sagði Hildur að lokum Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Sjá meira
„Já, ég myndi segja það. Að við tökum ekki þrjú stig úr þessum leik eru vonbrigði fyrir okkur,“ sagði Hildur í viðtali í leikslok. „Við áttum mjög góð færi sem við hefðum getað nýtt. Alveg í lokin eigum við sláarskot og horn eftir horn. Þær voru bara orðnar stressaðar og farnar að tefja í lokin. Eitt stig, við tökum því, en við hefðum viljað þrjú.“ Hún segist einfaldlega ekki skilja hvernig íslenska liðinu tókst ekki að skora í kvöld. „Ég veit það ekki. Ég skil ekki hvernig hann fór ekki inn þarna á tímabili. En við þurfum bara að nýta færin okkar og ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú. Við erum að komast í ágætar stöður og það vantar kannski bara meiri ró á síðasta þriðjungi vallarins.“ Fimm breytingar voru gerðar á íslenska liðinu milli leikja og þá voru íslensku stelpurnar án fyrirliða síns, Glódísar Perlu Viggósdóttur. Hildur segir liðið þó hafa náð að leysa vel úr því. „Mér fannst dýnamíkin bara góð. Það er ótrúlega mikil samheldni í þessu liði og það skiptir ekki máli hverjar koma inn og hverjar detta út. Við erum bara eitt stórt lið með 23 leikmenn og það standa sig allar vel í hópnum.“ Þá segir hún mikilvægt að íslenska liðið taki með sér það jákvæða úr leik kvöldsins í næsta leik, sem er gegn Sviss hér á sama velli næstkomandi þriðjudag. „Ef við tökum þessa orku og það sem við vorum að gera í þessum leik með okkur í þann leik þá eigum við að taka þrjú stig á móti Sviss. Það er bara algjörlega þannig og við stefnum að því,“ sagði Hildur að lokum
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Sjá meira