Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Lovísa Arnardóttir skrifar 5. apríl 2025 09:58 Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu-félags fanga, vill að erlendir fangar eigi frekar að afplána sína dóma fyrir brot á Íslandi í fangelsi í sínu heimalandi af mannúðarsjónarmiðum. Félagið vill sömuleiðis að Íslendingar fái að afplána sín brot erlendis á Íslandi. „Það er betra fyrir fólk að vera vistað nálægt heimahögum og sinni fjölskyldu. Það styrkir fjölskyldusamböndin og gerir möguleikana minni að menn brjóti af sér aftur,“ segir Guðmundur Ingi sem ræddi fangelsismál í Reykjavík síðdegis í gær. Tilefnið er umsögn samtakanna um frumvarp dómsmálaráðherra um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum. Guðmundur segir að betra væri ef gerðir væru samningar við hvert ríki fyrir sig, líkt og önnur Norðurlönd geri, og þegar menn séu búnir að fá dóma sé þeim vísað úr landi til síns heimalands þar sem þeir afpláni dóma sína. Guðmundur segir samtökunum ekki lítast á að leigja aðstöðu erlendis fyrir þessa fanga. Það sé of kostnaðarsamt. Frekar eigi að leita til heimalands þessara manna. Yrði þetta gert væri hægt að koma á sama tíma Íslendingum heim sem afplána sína dóma fyrir brot sín erlendis. Samtökin fóru fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í vikunni. Guðmundur segir fundinn hafa verið klukkustundarlangan og þingmenn hafi einnig rætt möguleika á að svipta menn ríkisborgararétti hafi þeir brotið af sér, en slík löggjöf yrði ekki afturvirk. Það er þá í tengslum við mál Mohamad Thor Jóhannessonar eða Mouhamad Kourani. Guðmundur segir að ef ekkert verði gert gæti hann þurft að vera hér í fangelsi í langan tíma. Nærri hverja viku séu tekin fyrir ný mál gegn honum er varði brot gegn valdsstjórninni. Hann er vistaður eins og er á einangrunargangi á Litla-Hrauni þar sem venjulega eru vistaðir þrír en hann er einn. Hann hefur sjálfur lýst yfir vilja til að yfirgefa landið en til þess að það væri hægt segir Guðmundur að í raun þyrfti að náða hann og vísa honum úr landi með þeim fyrirvara og loforði að hann kæmi ekki aftur til landsins. Guðmundur Ingi segir það geta sparað pening og aukið skilvirkni ef fangar fái að afplána í sínu heimalandi. Vísir/Arnar Guðmundur segir að ef það ætti að semja við lönd þyrfti að byrja á því að semja við Litháen, Pólland, Rúmeníu og Holland. Einhver Norðurlandanna séu þegar með samninga. Þá séu hér menn sem hafi brotið af sér og tali spænsku og séu líklega frá Mið- eða Suður-Ameríku en séu með dvalarleyfi í Evrópu. Stór hluti gæsluvarðhaldsfanga burðardýr Þá segir Guðmundur það stórt vandamál hversu margir gæsluvarðhaldsfangar séu á Íslandi. Stór meirihluti þeirra séu konur sem líklega séu burðardýr. Þetta sé fólk sem fær væga dóma og telur hann því ekki þörf á því að þau séu í fangelsi. Annars staðar myndi þetta fólk vera heima og afplána samfélagsþjónustu. „Það er sama, við þurfum að finna úrræði fyrir þau. Við þurfum ekki að teppa fangelsin með þessu fólki,“ segir Guðmundur og að betra væri til dæmis að vista þau á áfangaheimilum. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Fangelsismál Fíkn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Reykjavík síðdegis Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Það er alltaf bók á leiðinni“ Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
„Það er betra fyrir fólk að vera vistað nálægt heimahögum og sinni fjölskyldu. Það styrkir fjölskyldusamböndin og gerir möguleikana minni að menn brjóti af sér aftur,“ segir Guðmundur Ingi sem ræddi fangelsismál í Reykjavík síðdegis í gær. Tilefnið er umsögn samtakanna um frumvarp dómsmálaráðherra um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum. Guðmundur segir að betra væri ef gerðir væru samningar við hvert ríki fyrir sig, líkt og önnur Norðurlönd geri, og þegar menn séu búnir að fá dóma sé þeim vísað úr landi til síns heimalands þar sem þeir afpláni dóma sína. Guðmundur segir samtökunum ekki lítast á að leigja aðstöðu erlendis fyrir þessa fanga. Það sé of kostnaðarsamt. Frekar eigi að leita til heimalands þessara manna. Yrði þetta gert væri hægt að koma á sama tíma Íslendingum heim sem afplána sína dóma fyrir brot sín erlendis. Samtökin fóru fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í vikunni. Guðmundur segir fundinn hafa verið klukkustundarlangan og þingmenn hafi einnig rætt möguleika á að svipta menn ríkisborgararétti hafi þeir brotið af sér, en slík löggjöf yrði ekki afturvirk. Það er þá í tengslum við mál Mohamad Thor Jóhannessonar eða Mouhamad Kourani. Guðmundur segir að ef ekkert verði gert gæti hann þurft að vera hér í fangelsi í langan tíma. Nærri hverja viku séu tekin fyrir ný mál gegn honum er varði brot gegn valdsstjórninni. Hann er vistaður eins og er á einangrunargangi á Litla-Hrauni þar sem venjulega eru vistaðir þrír en hann er einn. Hann hefur sjálfur lýst yfir vilja til að yfirgefa landið en til þess að það væri hægt segir Guðmundur að í raun þyrfti að náða hann og vísa honum úr landi með þeim fyrirvara og loforði að hann kæmi ekki aftur til landsins. Guðmundur Ingi segir það geta sparað pening og aukið skilvirkni ef fangar fái að afplána í sínu heimalandi. Vísir/Arnar Guðmundur segir að ef það ætti að semja við lönd þyrfti að byrja á því að semja við Litháen, Pólland, Rúmeníu og Holland. Einhver Norðurlandanna séu þegar með samninga. Þá séu hér menn sem hafi brotið af sér og tali spænsku og séu líklega frá Mið- eða Suður-Ameríku en séu með dvalarleyfi í Evrópu. Stór hluti gæsluvarðhaldsfanga burðardýr Þá segir Guðmundur það stórt vandamál hversu margir gæsluvarðhaldsfangar séu á Íslandi. Stór meirihluti þeirra séu konur sem líklega séu burðardýr. Þetta sé fólk sem fær væga dóma og telur hann því ekki þörf á því að þau séu í fangelsi. Annars staðar myndi þetta fólk vera heima og afplána samfélagsþjónustu. „Það er sama, við þurfum að finna úrræði fyrir þau. Við þurfum ekki að teppa fangelsin með þessu fólki,“ segir Guðmundur og að betra væri til dæmis að vista þau á áfangaheimilum. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Fangelsismál Fíkn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Reykjavík síðdegis Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Það er alltaf bók á leiðinni“ Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira