„En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. apríl 2025 10:54 Breski grínistinn Russell Brand segir ásakanir á hendur sér ekki eiga við rök að styðjast. Getty/Spicer Breski grínistinn Russell Brand hefur svarað nauðgunarásökunum og segist hafa verið hálfviti, eiturlyfja- og kynlífsfíkill en aldrei nauðgari. Hann sé þakklátur að geta fengið að verja sig í réttarhöldum. Brand var í gær ákærður fyrir tvær nauðganir og nokkur kynferðisbrot til viðbótar. Lögregla hafði rannsakað málin frá því heimildamyndin Dispatches var sýnd á Channel 4 árið 2023 þar sem fram komu ásakanir um kynferðisbrot og nauðgun á hendur Brand. Umræddar árásir eiga að hafa átt sér stað á árunum 1999 og 2005 og verið gegn fjórum mismunandi konum. Reiknað er með að aðalmeðferð hefist í máli hins 49 ára Russell Brand 2. maí næstkomandi. Brand brást við fréttunum í myndbandi á bæði Instagram og X (áður Twitter) í eftirmiðdaginn í gær. Hann byrjaði á að þakka fólki fyrir stuðninginn, lýsti skoðunum sínum á ástandi breskra dómstóla og brást svo við kærunum. Svar frá sólarströnd „Við erum lánsöm, held ég, að þetta sé að gerast á tímum þar sem við vitum að lögin eru orðin vopn sem eru notuð gegn fólki, stofnunum og stundum jafnvel heilum þjóðum,“ sagði Brand í myndbandinu. Hann spurði síðan Breta hvernig þeim liði með dómskerfi sitt þar sem ekki væri gengið á eftir stórum málum og nefndi þar Southport-morðin og ríkisstjórn Keir Starmer. Þess ber að geta að morðinginn, hinn sautján ára Alex Rudakubana, var dæmdur í lágmarks 52 ára fangelsi og mun sennilega aldrei ganga frjáls. My response. pic.twitter.com/wJMGxlwBh0— Russell Brand (@rustyrockets) April 4, 2025 „Ég var fífl áður en ég lifði í ljósi drottins. Ég var eiturlyfjafíkill, kynlífsfíkill og hálfviti. En það sem ég var aldrei, var nauðgari,“ sagði hann svo í myndbandinu. „Ég hef aldrei tekið þátt í neinum athöfnum án samþykkis. Ég bið fyrir því að sjáið það með því að horfa í augun á mér,“ sagði hann einnig. „Ég mun nú fá tækifæri til að svara þessum ákærum í dómssal og ég er ótrúlega þakklátur fyrir það,“ sagði hann að lokum. Mál Russell Brand Bretland Hollywood Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Brand var í gær ákærður fyrir tvær nauðganir og nokkur kynferðisbrot til viðbótar. Lögregla hafði rannsakað málin frá því heimildamyndin Dispatches var sýnd á Channel 4 árið 2023 þar sem fram komu ásakanir um kynferðisbrot og nauðgun á hendur Brand. Umræddar árásir eiga að hafa átt sér stað á árunum 1999 og 2005 og verið gegn fjórum mismunandi konum. Reiknað er með að aðalmeðferð hefist í máli hins 49 ára Russell Brand 2. maí næstkomandi. Brand brást við fréttunum í myndbandi á bæði Instagram og X (áður Twitter) í eftirmiðdaginn í gær. Hann byrjaði á að þakka fólki fyrir stuðninginn, lýsti skoðunum sínum á ástandi breskra dómstóla og brást svo við kærunum. Svar frá sólarströnd „Við erum lánsöm, held ég, að þetta sé að gerast á tímum þar sem við vitum að lögin eru orðin vopn sem eru notuð gegn fólki, stofnunum og stundum jafnvel heilum þjóðum,“ sagði Brand í myndbandinu. Hann spurði síðan Breta hvernig þeim liði með dómskerfi sitt þar sem ekki væri gengið á eftir stórum málum og nefndi þar Southport-morðin og ríkisstjórn Keir Starmer. Þess ber að geta að morðinginn, hinn sautján ára Alex Rudakubana, var dæmdur í lágmarks 52 ára fangelsi og mun sennilega aldrei ganga frjáls. My response. pic.twitter.com/wJMGxlwBh0— Russell Brand (@rustyrockets) April 4, 2025 „Ég var fífl áður en ég lifði í ljósi drottins. Ég var eiturlyfjafíkill, kynlífsfíkill og hálfviti. En það sem ég var aldrei, var nauðgari,“ sagði hann svo í myndbandinu. „Ég hef aldrei tekið þátt í neinum athöfnum án samþykkis. Ég bið fyrir því að sjáið það með því að horfa í augun á mér,“ sagði hann einnig. „Ég mun nú fá tækifæri til að svara þessum ákærum í dómssal og ég er ótrúlega þakklátur fyrir það,“ sagði hann að lokum.
Mál Russell Brand Bretland Hollywood Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira