„En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. apríl 2025 10:54 Breski grínistinn Russell Brand segir ásakanir á hendur sér ekki eiga við rök að styðjast. Getty/Spicer Breski grínistinn Russell Brand hefur svarað nauðgunarásökunum og segist hafa verið hálfviti, eiturlyfja- og kynlífsfíkill en aldrei nauðgari. Hann sé þakklátur að geta fengið að verja sig í réttarhöldum. Brand var í gær ákærður fyrir tvær nauðganir og nokkur kynferðisbrot til viðbótar. Lögregla hafði rannsakað málin frá því heimildamyndin Dispatches var sýnd á Channel 4 árið 2023 þar sem fram komu ásakanir um kynferðisbrot og nauðgun á hendur Brand. Umræddar árásir eiga að hafa átt sér stað á árunum 1999 og 2005 og verið gegn fjórum mismunandi konum. Reiknað er með að aðalmeðferð hefist í máli hins 49 ára Russell Brand 2. maí næstkomandi. Brand brást við fréttunum í myndbandi á bæði Instagram og X (áður Twitter) í eftirmiðdaginn í gær. Hann byrjaði á að þakka fólki fyrir stuðninginn, lýsti skoðunum sínum á ástandi breskra dómstóla og brást svo við kærunum. Svar frá sólarströnd „Við erum lánsöm, held ég, að þetta sé að gerast á tímum þar sem við vitum að lögin eru orðin vopn sem eru notuð gegn fólki, stofnunum og stundum jafnvel heilum þjóðum,“ sagði Brand í myndbandinu. Hann spurði síðan Breta hvernig þeim liði með dómskerfi sitt þar sem ekki væri gengið á eftir stórum málum og nefndi þar Southport-morðin og ríkisstjórn Keir Starmer. Þess ber að geta að morðinginn, hinn sautján ára Alex Rudakubana, var dæmdur í lágmarks 52 ára fangelsi og mun sennilega aldrei ganga frjáls. My response. pic.twitter.com/wJMGxlwBh0— Russell Brand (@rustyrockets) April 4, 2025 „Ég var fífl áður en ég lifði í ljósi drottins. Ég var eiturlyfjafíkill, kynlífsfíkill og hálfviti. En það sem ég var aldrei, var nauðgari,“ sagði hann svo í myndbandinu. „Ég hef aldrei tekið þátt í neinum athöfnum án samþykkis. Ég bið fyrir því að sjáið það með því að horfa í augun á mér,“ sagði hann einnig. „Ég mun nú fá tækifæri til að svara þessum ákærum í dómssal og ég er ótrúlega þakklátur fyrir það,“ sagði hann að lokum. Mál Russell Brand Bretland Hollywood Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Sjá meira
Brand var í gær ákærður fyrir tvær nauðganir og nokkur kynferðisbrot til viðbótar. Lögregla hafði rannsakað málin frá því heimildamyndin Dispatches var sýnd á Channel 4 árið 2023 þar sem fram komu ásakanir um kynferðisbrot og nauðgun á hendur Brand. Umræddar árásir eiga að hafa átt sér stað á árunum 1999 og 2005 og verið gegn fjórum mismunandi konum. Reiknað er með að aðalmeðferð hefist í máli hins 49 ára Russell Brand 2. maí næstkomandi. Brand brást við fréttunum í myndbandi á bæði Instagram og X (áður Twitter) í eftirmiðdaginn í gær. Hann byrjaði á að þakka fólki fyrir stuðninginn, lýsti skoðunum sínum á ástandi breskra dómstóla og brást svo við kærunum. Svar frá sólarströnd „Við erum lánsöm, held ég, að þetta sé að gerast á tímum þar sem við vitum að lögin eru orðin vopn sem eru notuð gegn fólki, stofnunum og stundum jafnvel heilum þjóðum,“ sagði Brand í myndbandinu. Hann spurði síðan Breta hvernig þeim liði með dómskerfi sitt þar sem ekki væri gengið á eftir stórum málum og nefndi þar Southport-morðin og ríkisstjórn Keir Starmer. Þess ber að geta að morðinginn, hinn sautján ára Alex Rudakubana, var dæmdur í lágmarks 52 ára fangelsi og mun sennilega aldrei ganga frjáls. My response. pic.twitter.com/wJMGxlwBh0— Russell Brand (@rustyrockets) April 4, 2025 „Ég var fífl áður en ég lifði í ljósi drottins. Ég var eiturlyfjafíkill, kynlífsfíkill og hálfviti. En það sem ég var aldrei, var nauðgari,“ sagði hann svo í myndbandinu. „Ég hef aldrei tekið þátt í neinum athöfnum án samþykkis. Ég bið fyrir því að sjáið það með því að horfa í augun á mér,“ sagði hann einnig. „Ég mun nú fá tækifæri til að svara þessum ákærum í dómssal og ég er ótrúlega þakklátur fyrir það,“ sagði hann að lokum.
Mál Russell Brand Bretland Hollywood Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Sjá meira