„Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. apríl 2025 15:29 Murray brást hinn versti við ágengum aðdáanda, sakaði hann um líkamsárás og hótaði að svara í sömu mynt. Bandaríski leikarinn Bill Murray hvessti sig við aðdáanda sem gekk aftan á hann í bíóhúsi á Manhattan. Murray sakaði manninn um líkamsárás og hótaði að svara í sömu mynt. Myndband sem náðist af atvikinu hefur verið í töluverðri dreifingu á TikTok. Hinn 74 ára Bill Murray var staddur í bíóhúsi á Manhattan þann 27. mars til að sitja spurt-og-svarað fyrir nýjustu mynd sína, The Friend, þegar ágengur aðdáandi tók leikarann upp á myndband og gekk síðan aftan á hann. „Hættu þessu!“ hrópaði Murray á aðdándann, sneri sér við með vísifingur á lofti og sagði: „Ef þú ræðst svona aftur á mig, þá stíg ég á fótinn þinn.“ Aðdáandinn, sem virtist einungis hafa gleymt sér og stigið óvart á leikarann, rétti hendurnar samstundis upp í loft og baðst afsökunar. @anthony_anderson5 Bill Murray Shuts Down Pushy Fan #newyork #billmurray #groundhogsday #paparazzi #ghostbusters #zombieland ♬ original sound - Anton Gerasimenko Murray gekk síðan í burtu í fylgd öryggisvarðar en átti þó enn nokkur orð ótöluð við aðdáandann og sagði: „Þetta var líkamsárás hjá þér, ekki gera þetta aftur.“ Leikarinn villtist síðan aðeins af leið upp rúllustiga og þurfti öryggisvörðurinn að leiðbeina honum í rétta átt. „Þú ert ekki nógu stór til að gera það,“ hrópaði leikarinn svo áður en hann hvarf úr augsýn. Murray hefur í gegnum tíðina fengið það orð á sig að vera erfiður í samskiptum, dónalegur og jafnvel óviðeigandi. Af myndbandinu að dæma virðist þráður hans í það minnsta vera ansi stuttur. Á móti kemur að það hlýtur að vera erfitt að þola stöðugt áreiti fólks vegnar frægðar manns. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Myndband sem náðist af atvikinu hefur verið í töluverðri dreifingu á TikTok. Hinn 74 ára Bill Murray var staddur í bíóhúsi á Manhattan þann 27. mars til að sitja spurt-og-svarað fyrir nýjustu mynd sína, The Friend, þegar ágengur aðdáandi tók leikarann upp á myndband og gekk síðan aftan á hann. „Hættu þessu!“ hrópaði Murray á aðdándann, sneri sér við með vísifingur á lofti og sagði: „Ef þú ræðst svona aftur á mig, þá stíg ég á fótinn þinn.“ Aðdáandinn, sem virtist einungis hafa gleymt sér og stigið óvart á leikarann, rétti hendurnar samstundis upp í loft og baðst afsökunar. @anthony_anderson5 Bill Murray Shuts Down Pushy Fan #newyork #billmurray #groundhogsday #paparazzi #ghostbusters #zombieland ♬ original sound - Anton Gerasimenko Murray gekk síðan í burtu í fylgd öryggisvarðar en átti þó enn nokkur orð ótöluð við aðdáandann og sagði: „Þetta var líkamsárás hjá þér, ekki gera þetta aftur.“ Leikarinn villtist síðan aðeins af leið upp rúllustiga og þurfti öryggisvörðurinn að leiðbeina honum í rétta átt. „Þú ert ekki nógu stór til að gera það,“ hrópaði leikarinn svo áður en hann hvarf úr augsýn. Murray hefur í gegnum tíðina fengið það orð á sig að vera erfiður í samskiptum, dónalegur og jafnvel óviðeigandi. Af myndbandinu að dæma virðist þráður hans í það minnsta vera ansi stuttur. Á móti kemur að það hlýtur að vera erfitt að þola stöðugt áreiti fólks vegnar frægðar manns.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira