Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. apríl 2025 21:31 Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri SVEIT. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir veitingahús ekki sækjast frekar eftir því að ráða ófagmenntaða starfsmenn. Erfið rekstrarskilyrði undanfarin ár hafi valdið því að hallað hafi á fagmenntað starfsfólk. Vilji sé til að bæta úr því. Rætt var við Ragnar Þór Antonsson á Vísi í dag en Ragnar er með sveinspróf í framreiðslu. Hann var eini faglærði þjónninn í starfi sínu á hóteli í Reykjavík en var sá eini sem var rekinn. Hann finnur nú hvergi nýtt starf og segir upplifun sína vera þá að veitingastaðir taki ófaglært starfsfólk fram yfir fagmenntaða. Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir það ekki vera raunin. Vilja byggja upp greinina á fagmennsku „Nei, ég myndi segja að það væri ekki þannig þó svo að kannski upplifun hans akkúrat núna sé sú. Það eru einfaldlega bara aðstæðurnar sem eru erfiðar og auðvitað viljum við veitingamenn byggja okkar grein á fagmennsku.“ Undanfarin tíu ár hafi rekstrarskilyrði veitingahúsa verið afar erfið. Formaður stéttarfélagsins MATVÍS lýsti yfir áhyggjum af stöðu fagmenntaðra í veitingageiranum í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og segist Aðalgeir taka undir þær áhyggjur. Hann sé opinn í samtal um að bæta úr stöðunni. „Greinin er búin að ganga í gengum erfiða tíma síðasta áratug myndi ég nú segja. Svigrúmið er lítið. Síðustu tvö ár hafa verið sérstaklega slæm rekstrarlega og árið í ár byrjar hægt. En framtíðin held ég er nú björt þannig ég held það sé nú bara tímaspursmál fyrir þennan flotta dreng að finna sér starf.“ „Við viljum ræða við MATVÍS og við viljum helst til finna greininni einn hatt ófaglærðra og faglærðra því þar getum við líka búið til góðar tengingar fyrir hugsanlega þá ófaglærðu sem byrja sem ófaglærðir, sjá þá fyrirmyndir í þeim faglærðum og þannig er einn hluti aðdráttarafls greinarinnar.“ Veitingastaðir Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar Sjá meira
Rætt var við Ragnar Þór Antonsson á Vísi í dag en Ragnar er með sveinspróf í framreiðslu. Hann var eini faglærði þjónninn í starfi sínu á hóteli í Reykjavík en var sá eini sem var rekinn. Hann finnur nú hvergi nýtt starf og segir upplifun sína vera þá að veitingastaðir taki ófaglært starfsfólk fram yfir fagmenntaða. Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir það ekki vera raunin. Vilja byggja upp greinina á fagmennsku „Nei, ég myndi segja að það væri ekki þannig þó svo að kannski upplifun hans akkúrat núna sé sú. Það eru einfaldlega bara aðstæðurnar sem eru erfiðar og auðvitað viljum við veitingamenn byggja okkar grein á fagmennsku.“ Undanfarin tíu ár hafi rekstrarskilyrði veitingahúsa verið afar erfið. Formaður stéttarfélagsins MATVÍS lýsti yfir áhyggjum af stöðu fagmenntaðra í veitingageiranum í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og segist Aðalgeir taka undir þær áhyggjur. Hann sé opinn í samtal um að bæta úr stöðunni. „Greinin er búin að ganga í gengum erfiða tíma síðasta áratug myndi ég nú segja. Svigrúmið er lítið. Síðustu tvö ár hafa verið sérstaklega slæm rekstrarlega og árið í ár byrjar hægt. En framtíðin held ég er nú björt þannig ég held það sé nú bara tímaspursmál fyrir þennan flotta dreng að finna sér starf.“ „Við viljum ræða við MATVÍS og við viljum helst til finna greininni einn hatt ófaglærðra og faglærðra því þar getum við líka búið til góðar tengingar fyrir hugsanlega þá ófaglærðu sem byrja sem ófaglærðir, sjá þá fyrirmyndir í þeim faglærðum og þannig er einn hluti aðdráttarafls greinarinnar.“
Veitingastaðir Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar Sjá meira