Erlent

Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu

Lovísa Arnardóttir skrifar
Mikill viðbúnaður er á vettvangi.
Mikill viðbúnaður er á vettvangi. Vísir/Getty

Eins karlmanns er nú leitað í smábænum Weitefeld í kjölfar þess að tveir karlmenn og ein kona fundust látin. Lögregla hefur ráðlagt íbúum í Westerfald-héraði að halda sig heima og að taka ekki neinn ókunnugan upp í bíl sinn. Um 2.200 íbúar búa í Weitefeld.

Samkvæmt frétt þýska miðilsins Bild hljóp einn út úr húsinu þar sem líkin fundust þegar lögregla kom á vettvang. Ekki er búið að birta neinar upplýsingar um þau látnu en samkvæmt frétt Bild var hringt í neyðarlínu klukkan 3:45 að staðartíma. Lögregla heyrði öskur þegar hringt var í neyðalínuna.

„Símtal barst í neyðarlínuna í morgun klukkan 3.45 um að ofbeldisfullur glæpur hefði verið framinn á heimili hér í Weitefeld. Samstarfsfólk okkar fann þrjá einstaklinga látna á vettvangi. Þegar við nálguðumst húsið flúði einn. Það er manneskjan sem við erum að leita að,“ segir Jürgen Fachinger, talsmaður lögreglunnar í Weitefeld, í frétt Bild.

Þrjú fundust látin í morgun í smábænum. Ekki liggur fyrir hvort fólkið er tengt fjölskylduböndum. Vísir/Getty

Atvikið átti sér stað á heimili einnar fjölskyldu. Ekki hefur verið útilokað að sá sem leitað er að búi á heimilinu.

„Fórnarlömbin eru tveir karlmenn og ein kona. Það eru merki um að byssu og eggvopni hafi verið beitt,“ segir Fachinger.

Stöðva alla bíla

Samkvæmt frétt Bild er lögregla á vettvangi og þyrla lögreglunnar notuð til að leita að einstaklingum sem flúðu húsið. Þá hefur lögregla einnig sett upp tálma og leitar í öllum bílum sem fara inn og út úr bænum.

Haft er eftir Karl-Heinz Keßle, bæjarstjóra Weitefeld, í frétt Bild að íbúar séu í áfalli. „Þú átt ekki von á einhverju svona. Við erum mjög sorgmædd.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×