„Vorum bara heppnir að landa þessu“ Siggeir Ævarsson skrifar 6. apríl 2025 22:42 Jóhann Þór fer yfir málin með Simma í Keflavík en þeir félagar voru einnig í eldlínunni í kvöld Vísir/Hulda Margrét Jóhann Þór Ólafsson átti erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa frammistöðu sinna manna í kvöld að eigin sögn en Grindvíkingar voru hársbreidd frá því að kasta unnum leik frá sér undir lokin. Grindvíkingar lögðu Val að lokum, 80-76, og jafnaði þar með einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Bónus-deildar karla. Þegar tæpar fimm mínútur voru eftir leiddu Grindvíkingar með 15 stigum en Valsmönnum tókst að minnka muninn í þrjú stig. Við báðum Jóhann að fara aðeins yfir hvað gekk á undir lokin. „Bara erum slakir, sóknarlega förum við í einhverja algjöra þvælu. Eins og þú segir, mögulega að reyna að fara að verja eitthvað og erum næstum búnir að kasta þessu frá okkur. Við erum með leikinn í höndunum og við vorum bara heppnir.“ Jóhann var á því svona fljótt á litið að liðið hefði sennilega spilað betur í síðasta leik heldur en í kvöld. „Heilt yfir er þetta alveg þokkalegasta frammistaða en mér fannst hún betri á miðvikudaginn en í kvöld, allavega svona fyrstu viðbrögð. En eins og ég segi, við „vorum bara heppnir að landa þessu“. Það kom þarna tapaður bolti og við ísum þetta á línunni. En bara stálheppnir og hellingur sem við þurfum að fara yfir.“ Grindvíkingar eru að spila mjög stífa maður á mann vörn á Kristinn Pálsson og Joshua Jefferson sem er greinilega með ráðum gert. „Þeir eru svona þeirra helstu hestar sóknarlega ásamt Taiwo og búa mest til fyrir þá. Þetta er eitthvað sem við þurfum bara að standa klárir á og reyna að halda þeim frá boltanum. Það er mjög erfitt. Varnarlega erum við alveg „solid“ en þessar síðustu 5-6 mínúturnar förum við í lás og erum að reyna eitthvað sem ég veit ekki hvað er.“ „Nú er bara næsti leikur. Núna erum við búnir að jafna þetta, þetta er komið á núll. Nú þurfum við að vinna tvo. Við ætluðum okkur það hér í kvöld og við náðum því og getum verið sáttir með það en ekkert mikið meira en það.“ Það var mikill hiti í leiknum framan af en Grindvíkingar héldu haus og létu dómgæsluna ekki fara of mikið í taugarnar á sér, eins og hefur stundum loðað við ákveðna leikmenn liðsins. „Fyrri hálfleikurinn sérstaklega var svolítið „tense“ en við ræddum um það í hálfleik að einbeita okkur að þeim hlutum sem við stýrum og mér fannst það ganga ágætlega. En ég átti erfitt með að finna orð eftir síðasta leik og ég er eiginlega bara í sömu stöðu núna. Það er alveg fullt af góðum hlutum núna, við erum að fá framlag, Bragi stóð sig mjög vel og Arnór bara mjög vel. Ólafur og Daniel eru að ströggla sóknarlega en voru til staðar varnarlega. Þetta er mjög skrítið, ég á erfitt með að koma orðum að þessu.“ Bragi Guðmundsson fékk það hlutverk í kvöld þegar hann var inn á að hengja sig á Kristinn Pálsson og leysti það verkefni með sóma. Jóhann fagnar því að geta treyst á þessa ungu leikmenn en viðurkenndi að mögulega mættu þeir fá enn meira traust. „Algjörlega. Bara mjög ánægður með þá og hvernig þeir eru að standa sig. Svona fljótt á litið hefðu þeir átt að fá að vera meira á gólfinu. Það er einhvern veginn í DNA þjálfarans að halda í sitt og eitthvað svona en mögulega þarf maður bara að vera aðeins grimmari og leyfa þeim bara að vera inn á.“ Körfubolti Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Grindvíkingar lögðu Val að lokum, 80-76, og jafnaði þar með einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Bónus-deildar karla. Þegar tæpar fimm mínútur voru eftir leiddu Grindvíkingar með 15 stigum en Valsmönnum tókst að minnka muninn í þrjú stig. Við báðum Jóhann að fara aðeins yfir hvað gekk á undir lokin. „Bara erum slakir, sóknarlega förum við í einhverja algjöra þvælu. Eins og þú segir, mögulega að reyna að fara að verja eitthvað og erum næstum búnir að kasta þessu frá okkur. Við erum með leikinn í höndunum og við vorum bara heppnir.“ Jóhann var á því svona fljótt á litið að liðið hefði sennilega spilað betur í síðasta leik heldur en í kvöld. „Heilt yfir er þetta alveg þokkalegasta frammistaða en mér fannst hún betri á miðvikudaginn en í kvöld, allavega svona fyrstu viðbrögð. En eins og ég segi, við „vorum bara heppnir að landa þessu“. Það kom þarna tapaður bolti og við ísum þetta á línunni. En bara stálheppnir og hellingur sem við þurfum að fara yfir.“ Grindvíkingar eru að spila mjög stífa maður á mann vörn á Kristinn Pálsson og Joshua Jefferson sem er greinilega með ráðum gert. „Þeir eru svona þeirra helstu hestar sóknarlega ásamt Taiwo og búa mest til fyrir þá. Þetta er eitthvað sem við þurfum bara að standa klárir á og reyna að halda þeim frá boltanum. Það er mjög erfitt. Varnarlega erum við alveg „solid“ en þessar síðustu 5-6 mínúturnar förum við í lás og erum að reyna eitthvað sem ég veit ekki hvað er.“ „Nú er bara næsti leikur. Núna erum við búnir að jafna þetta, þetta er komið á núll. Nú þurfum við að vinna tvo. Við ætluðum okkur það hér í kvöld og við náðum því og getum verið sáttir með það en ekkert mikið meira en það.“ Það var mikill hiti í leiknum framan af en Grindvíkingar héldu haus og létu dómgæsluna ekki fara of mikið í taugarnar á sér, eins og hefur stundum loðað við ákveðna leikmenn liðsins. „Fyrri hálfleikurinn sérstaklega var svolítið „tense“ en við ræddum um það í hálfleik að einbeita okkur að þeim hlutum sem við stýrum og mér fannst það ganga ágætlega. En ég átti erfitt með að finna orð eftir síðasta leik og ég er eiginlega bara í sömu stöðu núna. Það er alveg fullt af góðum hlutum núna, við erum að fá framlag, Bragi stóð sig mjög vel og Arnór bara mjög vel. Ólafur og Daniel eru að ströggla sóknarlega en voru til staðar varnarlega. Þetta er mjög skrítið, ég á erfitt með að koma orðum að þessu.“ Bragi Guðmundsson fékk það hlutverk í kvöld þegar hann var inn á að hengja sig á Kristinn Pálsson og leysti það verkefni með sóma. Jóhann fagnar því að geta treyst á þessa ungu leikmenn en viðurkenndi að mögulega mættu þeir fá enn meira traust. „Algjörlega. Bara mjög ánægður með þá og hvernig þeir eru að standa sig. Svona fljótt á litið hefðu þeir átt að fá að vera meira á gólfinu. Það er einhvern veginn í DNA þjálfarans að halda í sitt og eitthvað svona en mögulega þarf maður bara að vera aðeins grimmari og leyfa þeim bara að vera inn á.“
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins