„Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. apríl 2025 07:02 Sveindís segist vona að þjálfaraskiptin hjá Wolfsburg setji hana í betri stöðu. Vísir Sveindís Jane Jónsdóttir segir að það hafi verið svekkjandi að ná ekki þremur stigum í leiknum gegn Noregi á föstudag. Hún ræddi einnig stöðu sína hjá félagsliðinu Wolfsburg en þjálfara liðsins var sagt upp á dögunum. Ágúst Orri Arnarson hitti Sveindísi Jane að máli á hóteli íslenska liðsins í gær en liðið er í miðjum undirbúningi fyrir leikinn gegn Sviss á morgun. Ísland gerði markalaust jafntefli gegn Noregi á föstudag. „Það var svolítið svekkjandi að hafa ekki náð þremur stigum á föstudag en maður er búinn að fara yfir leikinn og það er fullt af jákvæðum punktum. Við tökum það með í næsta leik.“ „Við vorum að spila vel og höldum vel í boltann. Það var bara að koma boltanum í markið sem vantaði. Það var svekkjandi að ná ekki öllum þremur stigunum en það er bara að vinna Sviss í næsta leik.“ Hún sagði íslenska liðið þurfa að nýta færin sín betur. „Við ætlum bara að gera enn betur. Halda áfram að skapa okkur færi, það er það sem hefur vantað upp á síðkastið en við gerðum það vel á föstudag. Við ætlum að halda því áfram og klára einhver af þessum færum.“ Sveindís bætti við að búið væri að fara vel yfir leik svissneska liðsins. „Við mættum og fórum svo yfir leikinn sem þær spiluðu á móti Frakklandi. Við ætlum bara að halda áfram að gera okkar vel, halda áfram að sækja og skapa okkur færi. Þær eru mjög þéttar þannig að það verður erfitt að setja þetta fyrsta mark en ef það kemur þá held ég að við munum vinna þær. Reyna að halda áfram og verjast vel, við höfum verið að gera það vel.“ „Svo er bara að klára færin, búa til færi og fagna einhverju góðu eftir leik.“ „Vonandi setur hún mig í byrjunarliðið“ Tommy Stroot, þjálfari Wolfsburg, sagði starfi sínu lausu á dögunum. Sveindís hefur spilað minna á yfirstandandi tímabili en þau á undan. „Bara frábærlega, ég vona bara að ég fái að spila eitthvað meira en í síðustu leikjum. Ég held að aðstoðarþjálfarinn sem var með taki við og klári síðustu fjóra leikina. Vonandi hefur hún eitthvað meira að segja og setur mig í byrjunarliðið.“ „Ég fékk mjög mikið traust í byrjun og spilaði mjög mikið fyrsta árið sem ég var hérna. Ég hef ekkert slæmt að segja um hann nema þetta síðasta tímabil hefur ekki verið frábært fyrir mig, ég hef ekki verið að spila mikið. Ég vona bara að ég fái að spila eitthvað í síðustu leikjunum og svo sjáum við til.“ Sveindís sagðist njóta þess að vera með landsliðinu á Íslandi en í leiknum gegn Sviss mætir Sveindís ásamt öðrum leikmanni Íslands með nýja hárgreiðslu til leiks. „Það er alltaf gott að vera á Íslandi, manni líður alltaf frábærlega hér. Á milli æfinga og funda erum við bara að taka því rólega, spila og mjög margar. Við erum nánar og þetta er alltaf jafn gaman.“ Í viðtalinu var Sveindís spurð út í flétturnar sem hún var með, hvort hún hefði gert þær sjálf. „Nei, mamma mín gerði þetta, hún er geggjuð í þessu. Bara „shout out“ á mömmu. Takk fyrir þetta!“ „Hún fléttaði líka Natöshu [Anasi], hún er klár í þessu.“ Allt viðtalið við Sveindísi Jane má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Sveindísi Jane fyrir leikinn gegn Sviss Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Sjá meira
Ágúst Orri Arnarson hitti Sveindísi Jane að máli á hóteli íslenska liðsins í gær en liðið er í miðjum undirbúningi fyrir leikinn gegn Sviss á morgun. Ísland gerði markalaust jafntefli gegn Noregi á föstudag. „Það var svolítið svekkjandi að hafa ekki náð þremur stigum á föstudag en maður er búinn að fara yfir leikinn og það er fullt af jákvæðum punktum. Við tökum það með í næsta leik.“ „Við vorum að spila vel og höldum vel í boltann. Það var bara að koma boltanum í markið sem vantaði. Það var svekkjandi að ná ekki öllum þremur stigunum en það er bara að vinna Sviss í næsta leik.“ Hún sagði íslenska liðið þurfa að nýta færin sín betur. „Við ætlum bara að gera enn betur. Halda áfram að skapa okkur færi, það er það sem hefur vantað upp á síðkastið en við gerðum það vel á föstudag. Við ætlum að halda því áfram og klára einhver af þessum færum.“ Sveindís bætti við að búið væri að fara vel yfir leik svissneska liðsins. „Við mættum og fórum svo yfir leikinn sem þær spiluðu á móti Frakklandi. Við ætlum bara að halda áfram að gera okkar vel, halda áfram að sækja og skapa okkur færi. Þær eru mjög þéttar þannig að það verður erfitt að setja þetta fyrsta mark en ef það kemur þá held ég að við munum vinna þær. Reyna að halda áfram og verjast vel, við höfum verið að gera það vel.“ „Svo er bara að klára færin, búa til færi og fagna einhverju góðu eftir leik.“ „Vonandi setur hún mig í byrjunarliðið“ Tommy Stroot, þjálfari Wolfsburg, sagði starfi sínu lausu á dögunum. Sveindís hefur spilað minna á yfirstandandi tímabili en þau á undan. „Bara frábærlega, ég vona bara að ég fái að spila eitthvað meira en í síðustu leikjum. Ég held að aðstoðarþjálfarinn sem var með taki við og klári síðustu fjóra leikina. Vonandi hefur hún eitthvað meira að segja og setur mig í byrjunarliðið.“ „Ég fékk mjög mikið traust í byrjun og spilaði mjög mikið fyrsta árið sem ég var hérna. Ég hef ekkert slæmt að segja um hann nema þetta síðasta tímabil hefur ekki verið frábært fyrir mig, ég hef ekki verið að spila mikið. Ég vona bara að ég fái að spila eitthvað í síðustu leikjunum og svo sjáum við til.“ Sveindís sagðist njóta þess að vera með landsliðinu á Íslandi en í leiknum gegn Sviss mætir Sveindís ásamt öðrum leikmanni Íslands með nýja hárgreiðslu til leiks. „Það er alltaf gott að vera á Íslandi, manni líður alltaf frábærlega hér. Á milli æfinga og funda erum við bara að taka því rólega, spila og mjög margar. Við erum nánar og þetta er alltaf jafn gaman.“ Í viðtalinu var Sveindís spurð út í flétturnar sem hún var með, hvort hún hefði gert þær sjálf. „Nei, mamma mín gerði þetta, hún er geggjuð í þessu. Bara „shout out“ á mömmu. Takk fyrir þetta!“ „Hún fléttaði líka Natöshu [Anasi], hún er klár í þessu.“ Allt viðtalið við Sveindísi Jane má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Sveindísi Jane fyrir leikinn gegn Sviss
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Sjá meira