Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar 7. apríl 2025 13:30 „Allar hendur á dekk“ kölluðu eigendur stórútgerðarinnar og samtökin sem vinna fyrir þeirra málstað, SFS. Þau höfðu nefnilega orðið þess vör að bæði ríkisstjórnin og þjóðin hygðist krefjast réttlátara gjalds fyrir sjávarauðlindina. „Landsbyggðaskattur“ kalla þau leiðréttingu á veiðigjaldi jafnvel þó þau viti að það sem eftir verður af veiðigjaldinu þegar búið er að greiða þjónustu við greinina sjálfa úr ríkissjóði, fari í bættar samgöngur á landsbyggðinni. Einhvern veginn er ekki sama umhyggjan fyrir landsbyggðinni þegar kvóti gengur kaupum og sölum þeirra á milli og skilur sjávarpáss eftir í miklum vanda. En þá er hins vegar hægt greiða fullt verð fyrir kvótann. Breytingarnar sem til stendur að gera á veiðigjaldinu eru ekki stórkostlegar en gott skref þar til auðlindastefna fyrir Ísland er tilbúin. Þær eru ekki um að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu eða formúlunni sem veiðigjaldið er reiknað út frá. Áfram verður umtalsverður afsláttur gefinn fyrir litlar og meðalstórar útgerðir. Breytingarnar ganga aðeins út á að miðað verði við markaðsverð í útreikningnum en ekki það verð sem útgerðarmenn ákveða sjálfir þegar þeir selja sjálfum sér fisk til vinnslu í fiskvinnslustöðvum í þeirra eigin eigu. Með breytingunum færi veiðigjald fyrir kíló af þorski úr tæpum 29 krónum í tæpar 46 krónur. Þessa breytingu er nauðsynlegt að skoða í samhengi við það sem þeir sem sýsla með kvóta fá þegar þeir leigja kvóta frá sér, svo sem til þeirra sem ekki fá úthlutaðan kvóta innan kerfisins. Þar er verðið 480 kr á kílóið nú um stundir. Meira en 10 sinnum hærra en boðað veiðigjald! Með fyrirhuguðum breytingunum er ekki stuðlað að nýliðun í sjávarútvegi. Kerfið verður áfram lokað sem er eitt af því sem ósætti hefur lengi verið um. Til að stuðla að nýliðun hefur Landssamband smábátaútgerða boðið 100 krónur í kílóið af þorski. Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda bjóða 150 krónur í kílóið. Þessi tilboð ásamt leiguverði á milli útgerða gefa til kynna að fullt verð fyrir fiskveiðiauðlindina sé mun hærra en það sem lagt er til í drögum að frumvarpi um veiðigjöld. Um fullt verð fáum við hins vegar aðeins að vita með útboði á kvóta. Ekkert sjávarpláss mun fara á hliðina við þessa hækkun veiðigjalda líkt og gefið er í skyn í tilkomumiklum sjónvarpsauglýsingum frá SFS. Mér finnast þær auglýsingar sýna töluverða ósvífni að hálfu útgerðarinnar sem malar gull og nýtir arðinn m.a. í samkeppni við ungt fólk sem vill kaupa sér þak yfir höfuðið eða til að keppa við aðra um fjárfestingar í óskyldum rekstri í hinum ýmsum fyrirtækjum. Keppni sem stórútgerðin vinnur því hún getur ávallt boðið betur. „Allar hendur á dekk“ kallar SFS og við sjáum að margir sinna kallinu með greinarskrifum og viðtölum að ótöldum auglýsingunum fallegu. Árangur af slíku hefur reynst þeim ábatasamur undanfarna áratugi. Þau veðja á að svo verði einnig nú. Vegna þess að þau halda að þau eigi Ísland. En svo er ekki. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Sjávarútvegur Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
„Allar hendur á dekk“ kölluðu eigendur stórútgerðarinnar og samtökin sem vinna fyrir þeirra málstað, SFS. Þau höfðu nefnilega orðið þess vör að bæði ríkisstjórnin og þjóðin hygðist krefjast réttlátara gjalds fyrir sjávarauðlindina. „Landsbyggðaskattur“ kalla þau leiðréttingu á veiðigjaldi jafnvel þó þau viti að það sem eftir verður af veiðigjaldinu þegar búið er að greiða þjónustu við greinina sjálfa úr ríkissjóði, fari í bættar samgöngur á landsbyggðinni. Einhvern veginn er ekki sama umhyggjan fyrir landsbyggðinni þegar kvóti gengur kaupum og sölum þeirra á milli og skilur sjávarpáss eftir í miklum vanda. En þá er hins vegar hægt greiða fullt verð fyrir kvótann. Breytingarnar sem til stendur að gera á veiðigjaldinu eru ekki stórkostlegar en gott skref þar til auðlindastefna fyrir Ísland er tilbúin. Þær eru ekki um að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu eða formúlunni sem veiðigjaldið er reiknað út frá. Áfram verður umtalsverður afsláttur gefinn fyrir litlar og meðalstórar útgerðir. Breytingarnar ganga aðeins út á að miðað verði við markaðsverð í útreikningnum en ekki það verð sem útgerðarmenn ákveða sjálfir þegar þeir selja sjálfum sér fisk til vinnslu í fiskvinnslustöðvum í þeirra eigin eigu. Með breytingunum færi veiðigjald fyrir kíló af þorski úr tæpum 29 krónum í tæpar 46 krónur. Þessa breytingu er nauðsynlegt að skoða í samhengi við það sem þeir sem sýsla með kvóta fá þegar þeir leigja kvóta frá sér, svo sem til þeirra sem ekki fá úthlutaðan kvóta innan kerfisins. Þar er verðið 480 kr á kílóið nú um stundir. Meira en 10 sinnum hærra en boðað veiðigjald! Með fyrirhuguðum breytingunum er ekki stuðlað að nýliðun í sjávarútvegi. Kerfið verður áfram lokað sem er eitt af því sem ósætti hefur lengi verið um. Til að stuðla að nýliðun hefur Landssamband smábátaútgerða boðið 100 krónur í kílóið af þorski. Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda bjóða 150 krónur í kílóið. Þessi tilboð ásamt leiguverði á milli útgerða gefa til kynna að fullt verð fyrir fiskveiðiauðlindina sé mun hærra en það sem lagt er til í drögum að frumvarpi um veiðigjöld. Um fullt verð fáum við hins vegar aðeins að vita með útboði á kvóta. Ekkert sjávarpláss mun fara á hliðina við þessa hækkun veiðigjalda líkt og gefið er í skyn í tilkomumiklum sjónvarpsauglýsingum frá SFS. Mér finnast þær auglýsingar sýna töluverða ósvífni að hálfu útgerðarinnar sem malar gull og nýtir arðinn m.a. í samkeppni við ungt fólk sem vill kaupa sér þak yfir höfuðið eða til að keppa við aðra um fjárfestingar í óskyldum rekstri í hinum ýmsum fyrirtækjum. Keppni sem stórútgerðin vinnur því hún getur ávallt boðið betur. „Allar hendur á dekk“ kallar SFS og við sjáum að margir sinna kallinu með greinarskrifum og viðtölum að ótöldum auglýsingunum fallegu. Árangur af slíku hefur reynst þeim ábatasamur undanfarna áratugi. Þau veðja á að svo verði einnig nú. Vegna þess að þau halda að þau eigi Ísland. En svo er ekki. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun