„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Kári Mímisson skrifar 7. apríl 2025 21:57 Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. Vísir/Einar Það var létt yfir Sölva Geir Ottesen, þjálfara Víkings, þegar hann mætti í viðtal strax eftir sigur liðsins gegn ÍBV. „Ég er bara virkilega sáttur með að ná þessum þremur stigum hér í kvöld. Ég var mjög sáttur með spilamennskuna í fyrri hálfleik fyrir utan að við nýttum ekki færin sem að við fengum. Annars var ég bara mjög sáttur með spilamennskuna og kraftinn sem við komum með inn í leikinn. Mér fannst aðeins vanta að við gætum breytt hraðanum í fyrri hálfleiknum en ÍBV gerði svo sem alveg vel líka þannig séð. Byrjunin á seinni hálfleiknum var líka mjög fínt þar til að við fáum þetta rauða spjald og þá fór smá um mann. Mér fannst við takast mjög vel að spila einum færri og vorum ekki að opna okkur neitt. Svo skorum við frábært mark úr föstu leikatriði. Ég er fyrst og fremst ánægður með hvað leikmenn voru tilbúnir að leggja á sig fyrir þennan leik. Ég bað um að þeir myndu mæta með hátt orkustig og mér fannst þeir sýna það. Spurður nánar út í hvernig liðið hafi svarað eftir að lenda manni færri snemma í seinni hálfleik segir Sölvi það vissulega ekki vera neina óska stöðu að lenda í en segist þó sáttur með hvernig liðið hafi stöðva allar aðgerðir Eyjamanna sem tókst ekki að skapa sér nein opin færi. „Þetta var auðvitað ekki góð staða sem við vorum komnir í. Við reyndum að finna út úr því hvaða leikmenn við gætum sett inn á og hvort að við ætluðum í fimm eða fjögra manna vörn. Það tók smá tíma að finna út úr því. Þeir voru með boltann á þessum tíma en sköpuðu svo sem ekki neitt á meðan við vorum einum manni færri. Ég er virkilega sáttur með vinnuframlagið hjá strákunum. Þeir börðust fyrir hvorn annan allan leikinn og sérstaklega þegar við vorum einum manni færri. Undir lok fyrri hálfleiks urðu þó Víkingar fyrir áfalli þegar Aron Elís Þrándarson fór meiddur af velli. Fyrstu fréttir sem bárust upp í blaðamannastúkuna voru að meiðslin væri alvarleg. Veistu hver staðan á honum er? „Ég ætla ekki að staðfesta eitt né neitt þar sem það er ekki komið neitt úr myndatökunni. Hann er vissulega þjáður og þetta lítur ekki vel út en við verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta.“ Oliver Ekroth var kynntur sem nýr fyrirliði Víkinga í síðustu viku. Hann var þó ekki með liðinu í dag. Sölvi segir hann glíma við smá meiðsli en það sé þó ekki alvarlegt. „Hann er með smá eymsli sem að við ákváðum að taka enga áhættu með. Við erum með frábæra hafsenta sem gátu spilað leikinn í dag og ákváðum að taka enga áhættu með hann.“ Fyrir leikinn var Halldór Smári Sigurðsson kvaddur en hann lagði skóna á hilluna fyrir örfáum dögum rétt eins og Jón Guðni Fjóluson. Spurður að því hvort reikna megi með því að Víkingar sæki sér nýjan hafsent áður en glugginn lokar segir Sölvi að hann sé mjög ríkur af hafsentum sem hann treystir til að leysa þessar stöður. „Við vorum fyrir mjög ríkir af hafsentum. Það eru tveir vinstri fótar hafsentar farnir og þá eru Sveinn Gísli og Róbert Orri eftir. Svo erum við með annan undir 19 ára landsliðsmann sem heitir Davíð Helgi sem er frábær leikmaður. Þannig að við erum ekki að leita að hafsent og treystum þeim sem eru til staðar til að leysa þessar stöður sem þessir frábæru herramenn skildu eftir sig.“ Eftir tímabilið í fyrra missti liðið þá Danijel Dejan Djuric og Ara Sigurpálsson svo það er vert að spyrja Sölva hvort liðið sé þá að leita sér að vængmanni? „Ætlum við að fara yfir allar stöðurnar?“ Segir Sölvi og hlær í leiðinni. „Nei, við kíkjum á þetta en þurfum að meta það hvað kemur út með Aron. Við erum alltaf með augun opin. Það er vissulega erfitt að fá leikmenn hér á Íslandi ásamt því þá þurfa þeir að passa inn hjá okkur, þannig að það er ekki um marga að velja hér á Íslandi en við erum alltaf með augun opin. Fyrst ætlum við að sjá hvað kemur út úr þessu hjá Aroni og leggjumst svo yfir þetta eftir það.” Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
„Ég er bara virkilega sáttur með að ná þessum þremur stigum hér í kvöld. Ég var mjög sáttur með spilamennskuna í fyrri hálfleik fyrir utan að við nýttum ekki færin sem að við fengum. Annars var ég bara mjög sáttur með spilamennskuna og kraftinn sem við komum með inn í leikinn. Mér fannst aðeins vanta að við gætum breytt hraðanum í fyrri hálfleiknum en ÍBV gerði svo sem alveg vel líka þannig séð. Byrjunin á seinni hálfleiknum var líka mjög fínt þar til að við fáum þetta rauða spjald og þá fór smá um mann. Mér fannst við takast mjög vel að spila einum færri og vorum ekki að opna okkur neitt. Svo skorum við frábært mark úr föstu leikatriði. Ég er fyrst og fremst ánægður með hvað leikmenn voru tilbúnir að leggja á sig fyrir þennan leik. Ég bað um að þeir myndu mæta með hátt orkustig og mér fannst þeir sýna það. Spurður nánar út í hvernig liðið hafi svarað eftir að lenda manni færri snemma í seinni hálfleik segir Sölvi það vissulega ekki vera neina óska stöðu að lenda í en segist þó sáttur með hvernig liðið hafi stöðva allar aðgerðir Eyjamanna sem tókst ekki að skapa sér nein opin færi. „Þetta var auðvitað ekki góð staða sem við vorum komnir í. Við reyndum að finna út úr því hvaða leikmenn við gætum sett inn á og hvort að við ætluðum í fimm eða fjögra manna vörn. Það tók smá tíma að finna út úr því. Þeir voru með boltann á þessum tíma en sköpuðu svo sem ekki neitt á meðan við vorum einum manni færri. Ég er virkilega sáttur með vinnuframlagið hjá strákunum. Þeir börðust fyrir hvorn annan allan leikinn og sérstaklega þegar við vorum einum manni færri. Undir lok fyrri hálfleiks urðu þó Víkingar fyrir áfalli þegar Aron Elís Þrándarson fór meiddur af velli. Fyrstu fréttir sem bárust upp í blaðamannastúkuna voru að meiðslin væri alvarleg. Veistu hver staðan á honum er? „Ég ætla ekki að staðfesta eitt né neitt þar sem það er ekki komið neitt úr myndatökunni. Hann er vissulega þjáður og þetta lítur ekki vel út en við verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta.“ Oliver Ekroth var kynntur sem nýr fyrirliði Víkinga í síðustu viku. Hann var þó ekki með liðinu í dag. Sölvi segir hann glíma við smá meiðsli en það sé þó ekki alvarlegt. „Hann er með smá eymsli sem að við ákváðum að taka enga áhættu með. Við erum með frábæra hafsenta sem gátu spilað leikinn í dag og ákváðum að taka enga áhættu með hann.“ Fyrir leikinn var Halldór Smári Sigurðsson kvaddur en hann lagði skóna á hilluna fyrir örfáum dögum rétt eins og Jón Guðni Fjóluson. Spurður að því hvort reikna megi með því að Víkingar sæki sér nýjan hafsent áður en glugginn lokar segir Sölvi að hann sé mjög ríkur af hafsentum sem hann treystir til að leysa þessar stöður. „Við vorum fyrir mjög ríkir af hafsentum. Það eru tveir vinstri fótar hafsentar farnir og þá eru Sveinn Gísli og Róbert Orri eftir. Svo erum við með annan undir 19 ára landsliðsmann sem heitir Davíð Helgi sem er frábær leikmaður. Þannig að við erum ekki að leita að hafsent og treystum þeim sem eru til staðar til að leysa þessar stöður sem þessir frábæru herramenn skildu eftir sig.“ Eftir tímabilið í fyrra missti liðið þá Danijel Dejan Djuric og Ara Sigurpálsson svo það er vert að spyrja Sölva hvort liðið sé þá að leita sér að vængmanni? „Ætlum við að fara yfir allar stöðurnar?“ Segir Sölvi og hlær í leiðinni. „Nei, við kíkjum á þetta en þurfum að meta það hvað kemur út með Aron. Við erum alltaf með augun opin. Það er vissulega erfitt að fá leikmenn hér á Íslandi ásamt því þá þurfa þeir að passa inn hjá okkur, þannig að það er ekki um marga að velja hér á Íslandi en við erum alltaf með augun opin. Fyrst ætlum við að sjá hvað kemur út úr þessu hjá Aroni og leggjumst svo yfir þetta eftir það.”
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira